„Túnin eru bara hvít“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. október 2025 16:02 Eggert Valur segir bændur vera orðna langþreytta á álftinni. Vísir/Magnús Hlynur Oddviti Rangárþings ytra vill að brugðist verði við gríðarlegri fjölgun álfta í sveitarfélaginu. Hann segir álftirnar gera bændum lífið leitt, þær valdi tjóni á ræktarlandi sem nemi milljónum króna. Alfriðaður álftastofninn hefur stækkað hratt undanfarin ár í Rangárþingi ytra á Suðurlandi að sögn Eggerts Vals Guðmundssonar oddvita sveitarfélagsins. Hann hefur áður tjáð sig um stöðuna í héraðsmiðlum en hann segir álftirnar farnar að færa sig upp á skaftið, þær valdi miklu tjóni á ræktunarsvæði bænda. „Ég lít á það sem svo að þetta sé að verða vandamál. Ég sé þetta svo vel, ég bý nú bara sjálfur nánast inni á kornakri og horfi á þetta út um eldhúsgluggann hjá mér á hverjum degi. Túnin eru bara hvít, þetta er bara skaðvaldur, það þarf að fækka henni.“ Gríðarlegt tjón Eggert segir álftina eyðileggja tún en einnig fara í trjágræðlinga sem fólk sé að reyna að koma upp. Mesta tjónið sé á kornökrum þar sem álftin skilur eftir sig flakandi sár að sögn Eggerts. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt fjárhagslegt tjón fyrir bændur. Það má kannski áætla að einn hektari af korni kosti bónda upp undir milljón að koma í jörðina og ef það eru 70 til 80 prósent af akrinum ónýtt eftir fuglinn þá sjá það allir hvernig það lítur út það dæmi.“ Nóg komið Fuglinn sé í dag alfriðaður en Eggert vill að takmarkaðar heimildir verði veittar til að bregðast við. „Ég held það væri bara nauðsynlegt að gefa fólki leyfi á að skjóta á hana. Þá er ég ekkert að hugsa kannski endilega um, því hún fælist ef skotið er á hana, að það verði minna tjón af henni ef henni yrði fækkað eitthvað. Það verður að fækka henni, hún er búin að fjölga sér svo gríðarlega á undanförnum árum, það sjá allir sem horfa upp í himininn, þetta er algjör skelfing.“ Eggert segist skilja að margir beri hlýjar tilfinningar til álftarinnar. „Ég skil það alveg og álftin hefur sterka stöðu í huga Íslendinga, ég er ekki að tala hana niður sem slíka heldur bara að reyna að benda á hvernig staðan á þessu er. Það er bara komið nóg af henni í bili.“ Rangárþing ytra Dýr Landbúnaður Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Sjá meira
Alfriðaður álftastofninn hefur stækkað hratt undanfarin ár í Rangárþingi ytra á Suðurlandi að sögn Eggerts Vals Guðmundssonar oddvita sveitarfélagsins. Hann hefur áður tjáð sig um stöðuna í héraðsmiðlum en hann segir álftirnar farnar að færa sig upp á skaftið, þær valdi miklu tjóni á ræktunarsvæði bænda. „Ég lít á það sem svo að þetta sé að verða vandamál. Ég sé þetta svo vel, ég bý nú bara sjálfur nánast inni á kornakri og horfi á þetta út um eldhúsgluggann hjá mér á hverjum degi. Túnin eru bara hvít, þetta er bara skaðvaldur, það þarf að fækka henni.“ Gríðarlegt tjón Eggert segir álftina eyðileggja tún en einnig fara í trjágræðlinga sem fólk sé að reyna að koma upp. Mesta tjónið sé á kornökrum þar sem álftin skilur eftir sig flakandi sár að sögn Eggerts. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt fjárhagslegt tjón fyrir bændur. Það má kannski áætla að einn hektari af korni kosti bónda upp undir milljón að koma í jörðina og ef það eru 70 til 80 prósent af akrinum ónýtt eftir fuglinn þá sjá það allir hvernig það lítur út það dæmi.“ Nóg komið Fuglinn sé í dag alfriðaður en Eggert vill að takmarkaðar heimildir verði veittar til að bregðast við. „Ég held það væri bara nauðsynlegt að gefa fólki leyfi á að skjóta á hana. Þá er ég ekkert að hugsa kannski endilega um, því hún fælist ef skotið er á hana, að það verði minna tjón af henni ef henni yrði fækkað eitthvað. Það verður að fækka henni, hún er búin að fjölga sér svo gríðarlega á undanförnum árum, það sjá allir sem horfa upp í himininn, þetta er algjör skelfing.“ Eggert segist skilja að margir beri hlýjar tilfinningar til álftarinnar. „Ég skil það alveg og álftin hefur sterka stöðu í huga Íslendinga, ég er ekki að tala hana niður sem slíka heldur bara að reyna að benda á hvernig staðan á þessu er. Það er bara komið nóg af henni í bili.“
Rangárþing ytra Dýr Landbúnaður Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent