Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar 27. október 2025 19:00 Kæri atvinnuveitandi, veist þú hvað mannfræði er og hvernig menntun mannfræðinga nýtist á atvinnumarkaði? Mannfræði er regnhlífarhugtak. Innan fagsins eru mörg undirfög eins og félags- og menningarmannfræði, líffræðileg mannfræði, heilsumannfræði og málvísindaleg mannfræði. Við Háskóla Íslands er félagsleg mannfræði kennd. Mannfræðingar rannsaka og skoða allt sem viðkemur manneskjunni. Í félagslegri og menningarlegri mannfræði er menningin rannsökuð, mannleg hegðun, fordómar, trúarbrögð, búferlaflutningar, kynjahlutverk, sjálfsmyndir, manngerð kerfi, tengsl mannsins við náttúruna, stjórnarfar samfélaga, hópaskipan, fjölmenning, vald, hagræn ferli, sifjatengsl og fjölmargt fleira. Rannsóknaraðferðir mannfræðinnar gætu nýst vel á mörgum vinnustöðum því flestir mannfræðingar með MA próf í félags- og menningarlegri mannfræði hafa reynslu af því að fara á vettvang, fylgjast með, taka viðtöl við fólk, afla gagna, greina þau og setja niðurstöður í víðara samhengi. Mörg fyrirtæki og stofnanir erlendis sækjast eftir mannfræðingum einmitt vegna rannsóknarhæfni þeirra og færni í menningarlegri greiningu. Í því samhengi má nefna Google, FBI, Microsoft og SoundCloud. Á Norðurlöndunum eru mannfræðingar í auknum mæli ráðnir inn á spítala, m.a. til þess að rannsaka sjúklingaupplifun og menningu innan heilbrigðiskerfisins ásamt samskiptum sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Mannfræðingar hafa góða menntun í fjölmenningu, innflytjendamálum og menningarlegri greiningu. Fjölbreytileiki hefur aldrei verið meiri á íslenskum vinnumarkaði og inngilding skiptir þar gríðarlega miklu máli. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hópar á vinnustöðum með ólíkan bakgrunn (t.d. kyn, aldur, menning, reynsla og menntun) taka betri og meira skapandi ákvarðanir. Fjölbreytt teymi eru lausnamiðaðri því þau sjá vandamál og lausnir út frá fleiri sjónarhornum.[1] Mannfræðingur á vinnustað býr yfir þekkingu á menningarnæmi og skilningi á mannlegum margbreytileika og veit að framsetning slíkra hugtaka á vinnustöðum skiptir litlu máli ef henni fylgja ekki raunverulegar gjörðir og innleiðing í daglegt starf. Mannfræðingar eru greinandi, með þjálfun í gagnaöflun, greiningu gagna, framsetningu fræðsluefnis og lausnamiðaðri hugsun. Færni þeirra nýtist vel í fjölbreytt verkefni á sviði félagsmála, stjórnsýslu og opinberrar þjónustu, hjá alþjóðastofnunum og í þróunarsamvinnu, í fræðslu og rannsóknum, í fjölmiðlun, kennslu, á söfnum og bókasöfnum, í markaðssetningu, auglýsingageira og í verkefnastjórnun, enda hafa þeir reynslu af því að fylgja rannsóknarverkefnum eftir frá upphafi til enda. Mannfræðingar eru í auknum mæli að verða eftirsóttir starfskraftar í tæknigeiranum erlendis við þróun á notendamiðaðri hönnun og koma þá rannsóknaraðferðir mannfræðinnar að góðum notum. Hvernig gætu mannfræðingar hjálpað þér atvinnuveitandi góður, við að takast á við þínar áskoranir? Höfundur er mannfræðingur og stjórnarkona í Mannfræðifélagi Íslands [1] McKinsey & Company. (2020). Diversity wins: How inclusion matters. McKinsey & Company.https://www.mckinsey.com/featured-insights/diversity-and-inclusion/diversity-wins-how-inclusion-matters ; Rock, D., & Grant, H. (2016). Why diverse teams are smarter.Harvard Business Review. Sótt af:https://hbr.org/2016/11/why-diverse-teams-are-smarter Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Kæri atvinnuveitandi, veist þú hvað mannfræði er og hvernig menntun mannfræðinga nýtist á atvinnumarkaði? Mannfræði er regnhlífarhugtak. Innan fagsins eru mörg undirfög eins og félags- og menningarmannfræði, líffræðileg mannfræði, heilsumannfræði og málvísindaleg mannfræði. Við Háskóla Íslands er félagsleg mannfræði kennd. Mannfræðingar rannsaka og skoða allt sem viðkemur manneskjunni. Í félagslegri og menningarlegri mannfræði er menningin rannsökuð, mannleg hegðun, fordómar, trúarbrögð, búferlaflutningar, kynjahlutverk, sjálfsmyndir, manngerð kerfi, tengsl mannsins við náttúruna, stjórnarfar samfélaga, hópaskipan, fjölmenning, vald, hagræn ferli, sifjatengsl og fjölmargt fleira. Rannsóknaraðferðir mannfræðinnar gætu nýst vel á mörgum vinnustöðum því flestir mannfræðingar með MA próf í félags- og menningarlegri mannfræði hafa reynslu af því að fara á vettvang, fylgjast með, taka viðtöl við fólk, afla gagna, greina þau og setja niðurstöður í víðara samhengi. Mörg fyrirtæki og stofnanir erlendis sækjast eftir mannfræðingum einmitt vegna rannsóknarhæfni þeirra og færni í menningarlegri greiningu. Í því samhengi má nefna Google, FBI, Microsoft og SoundCloud. Á Norðurlöndunum eru mannfræðingar í auknum mæli ráðnir inn á spítala, m.a. til þess að rannsaka sjúklingaupplifun og menningu innan heilbrigðiskerfisins ásamt samskiptum sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Mannfræðingar hafa góða menntun í fjölmenningu, innflytjendamálum og menningarlegri greiningu. Fjölbreytileiki hefur aldrei verið meiri á íslenskum vinnumarkaði og inngilding skiptir þar gríðarlega miklu máli. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hópar á vinnustöðum með ólíkan bakgrunn (t.d. kyn, aldur, menning, reynsla og menntun) taka betri og meira skapandi ákvarðanir. Fjölbreytt teymi eru lausnamiðaðri því þau sjá vandamál og lausnir út frá fleiri sjónarhornum.[1] Mannfræðingur á vinnustað býr yfir þekkingu á menningarnæmi og skilningi á mannlegum margbreytileika og veit að framsetning slíkra hugtaka á vinnustöðum skiptir litlu máli ef henni fylgja ekki raunverulegar gjörðir og innleiðing í daglegt starf. Mannfræðingar eru greinandi, með þjálfun í gagnaöflun, greiningu gagna, framsetningu fræðsluefnis og lausnamiðaðri hugsun. Færni þeirra nýtist vel í fjölbreytt verkefni á sviði félagsmála, stjórnsýslu og opinberrar þjónustu, hjá alþjóðastofnunum og í þróunarsamvinnu, í fræðslu og rannsóknum, í fjölmiðlun, kennslu, á söfnum og bókasöfnum, í markaðssetningu, auglýsingageira og í verkefnastjórnun, enda hafa þeir reynslu af því að fylgja rannsóknarverkefnum eftir frá upphafi til enda. Mannfræðingar eru í auknum mæli að verða eftirsóttir starfskraftar í tæknigeiranum erlendis við þróun á notendamiðaðri hönnun og koma þá rannsóknaraðferðir mannfræðinnar að góðum notum. Hvernig gætu mannfræðingar hjálpað þér atvinnuveitandi góður, við að takast á við þínar áskoranir? Höfundur er mannfræðingur og stjórnarkona í Mannfræðifélagi Íslands [1] McKinsey & Company. (2020). Diversity wins: How inclusion matters. McKinsey & Company.https://www.mckinsey.com/featured-insights/diversity-and-inclusion/diversity-wins-how-inclusion-matters ; Rock, D., & Grant, H. (2016). Why diverse teams are smarter.Harvard Business Review. Sótt af:https://hbr.org/2016/11/why-diverse-teams-are-smarter
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar