Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. október 2025 14:28 Jeff Bezos er sagður vilja fá Sydney Sweeney sem næstu Bond-stúlku. Hún er opin fyrir hugmyndinni. Getty Næsta mynd um James Bond er byrjuð í framleiðslu og Jeff Bezos, forstjóri Amazon sem er rétthafinn að spæjaranum, er sagður vilja leikkonuna Sydney Sweeney sem næstu Bond-stúlku. Sweeney vafðist tunga um tönn þegar hún var spurð út í orðróminn og sagðist mundu skemmta sér betur sem Bond sjálfur. Sydney Sweeney braust fram á sjónarsviðið í HBO-þáttunum Euphoria (2019-22) og hefur síðan vaxið jafnt og þétt sem Hollywood-stjarna. Hún lék í fyrstu seríu af White Lotus (2021) og í hinni æðivinsælu Anyone But You (2023). Síðustu myndir leikkonunnar hafa fengið heldur slælega viðtökur en hún er þó alltaf jafngóð að halda sér í umræðunni. Auglýsingaherferð hennar fyrir tískufyrirtækið American Eagle vakti mikla athygli í sumar. Um sama leyti bárust fréttir af því að Sweeney væri eftirstótt meðal karlkyns gesta í brúðkaupi Jeff Bezos og Lauren Sánchez. Það eitt og sér að Sweeney væri stödd í brúðkaupinu vakti furðu enda um þrjátíu árum yngri en þau bæði. Skömmu seinna fékkst skýring á veru leikkonunnar í brúðkaupinu. Bezos-hjónin höfðu nefnilega fjárfest í undirfatalínu sem Sweeney vinnur að þessi misserin. Bezos hefur greinilega heillast af Sweeney því nú berast fregnir af því að hann vildi að Sweeney yrði Bond-stúlkan í næstu mynd um spæjarann sem kemur út 2028 og verður leikstýrt af Denis Villeneuve. Sjá einnig: Óþekkjanleg stjarna Sweeney er að auglýsa nýjustu mynd sína, Christy um boxarann Christy Martin, þessa dagana og fór af því tilefni í viðtal til Variety. Blaðamaðurinn sem tók viðtalið lýsir því hvernig leikkonan svaraði öllum spurningum af fullri festu þar til hún var spurð hvort eitthvað væri hæft í Bond-orðrómnum. Sydney Sweeney er byrjuð að deita Scooter Braun.Getty „Ég get ekki [sjö sekúndna pása]. Ég veit ekki [tíu sekúndna pása]. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá þekki ég ekki allar Bond-sögusagnirnar. En ég hef alltaf verið mikill aðdáandi seríunnar og ég er bæði spennt og forvitin að sjá hvað þau gera,“ sagði Sweeney. Hún var þá spurð hvort hún hefði áhuga á hlutverkinu. Sweeney velti spurningunni fyrir sér og svaraði svo hreint út. „Það veltur á handritinu. Ég held ég myndi skemmta mér meira sem James Bond,“ sagði hún. Bíó og sjónvarp Hollywood James Bond Amazon Bandaríkin Tengdar fréttir Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Nú þegar búið er að ráða Denis Villeneuve sem leikstjóra næstu James Bond-myndar er leit hafin að næsta 007. Heimildarmenn Variety segja framleiðendur vilja leikara undir þrítugu og að efstir á blaði séu Tom Holland, Jacob Elordi og Harris Dickinson. 28. júní 2025 12:26 Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Kanadíski leikstjórinn Denis Villeneuve mun leikstýra næstu mynd um breska spæjarann James Bond fyrir Amazon MGM Studios sem keyptu réttinn að seríunni í febrúar. 26. júní 2025 08:56 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Sydney Sweeney braust fram á sjónarsviðið í HBO-þáttunum Euphoria (2019-22) og hefur síðan vaxið jafnt og þétt sem Hollywood-stjarna. Hún lék í fyrstu seríu af White Lotus (2021) og í hinni æðivinsælu Anyone But You (2023). Síðustu myndir leikkonunnar hafa fengið heldur slælega viðtökur en hún er þó alltaf jafngóð að halda sér í umræðunni. Auglýsingaherferð hennar fyrir tískufyrirtækið American Eagle vakti mikla athygli í sumar. Um sama leyti bárust fréttir af því að Sweeney væri eftirstótt meðal karlkyns gesta í brúðkaupi Jeff Bezos og Lauren Sánchez. Það eitt og sér að Sweeney væri stödd í brúðkaupinu vakti furðu enda um þrjátíu árum yngri en þau bæði. Skömmu seinna fékkst skýring á veru leikkonunnar í brúðkaupinu. Bezos-hjónin höfðu nefnilega fjárfest í undirfatalínu sem Sweeney vinnur að þessi misserin. Bezos hefur greinilega heillast af Sweeney því nú berast fregnir af því að hann vildi að Sweeney yrði Bond-stúlkan í næstu mynd um spæjarann sem kemur út 2028 og verður leikstýrt af Denis Villeneuve. Sjá einnig: Óþekkjanleg stjarna Sweeney er að auglýsa nýjustu mynd sína, Christy um boxarann Christy Martin, þessa dagana og fór af því tilefni í viðtal til Variety. Blaðamaðurinn sem tók viðtalið lýsir því hvernig leikkonan svaraði öllum spurningum af fullri festu þar til hún var spurð hvort eitthvað væri hæft í Bond-orðrómnum. Sydney Sweeney er byrjuð að deita Scooter Braun.Getty „Ég get ekki [sjö sekúndna pása]. Ég veit ekki [tíu sekúndna pása]. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá þekki ég ekki allar Bond-sögusagnirnar. En ég hef alltaf verið mikill aðdáandi seríunnar og ég er bæði spennt og forvitin að sjá hvað þau gera,“ sagði Sweeney. Hún var þá spurð hvort hún hefði áhuga á hlutverkinu. Sweeney velti spurningunni fyrir sér og svaraði svo hreint út. „Það veltur á handritinu. Ég held ég myndi skemmta mér meira sem James Bond,“ sagði hún.
Bíó og sjónvarp Hollywood James Bond Amazon Bandaríkin Tengdar fréttir Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Nú þegar búið er að ráða Denis Villeneuve sem leikstjóra næstu James Bond-myndar er leit hafin að næsta 007. Heimildarmenn Variety segja framleiðendur vilja leikara undir þrítugu og að efstir á blaði séu Tom Holland, Jacob Elordi og Harris Dickinson. 28. júní 2025 12:26 Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Kanadíski leikstjórinn Denis Villeneuve mun leikstýra næstu mynd um breska spæjarann James Bond fyrir Amazon MGM Studios sem keyptu réttinn að seríunni í febrúar. 26. júní 2025 08:56 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Nú þegar búið er að ráða Denis Villeneuve sem leikstjóra næstu James Bond-myndar er leit hafin að næsta 007. Heimildarmenn Variety segja framleiðendur vilja leikara undir þrítugu og að efstir á blaði séu Tom Holland, Jacob Elordi og Harris Dickinson. 28. júní 2025 12:26
Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Kanadíski leikstjórinn Denis Villeneuve mun leikstýra næstu mynd um breska spæjarann James Bond fyrir Amazon MGM Studios sem keyptu réttinn að seríunni í febrúar. 26. júní 2025 08:56