Skipar hernum að gera árásir á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2025 16:38 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. AP/Nathan Howard Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur skipað her ríkisins að gera „kröftugar“ árásir á Gasaströndina. Hann sakar Hamas-liða um að hafa brotið gegn vopnahléi á svæðinu. Vígamenn eru sagðir hafa skotið að ísraelskum hermönnum í dag og þar að auki saka Ísraelar Hamas um að brjóta gegn samkomulaginu hvað varðar að skila líkum gísla. Utanríkisráðuneyti Ísrael sakaði Hamas fyrr í dag um að sviðsetja leit að líkum gísla í rústum húsa á Gasaströndinni. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu sagði að meðfylgjandi drónamyndband sýndi Hamas-liða grafa líkamsleifar og þykjast grafa þær aftur upp, fyrir starfsmenn Rauða krossins. Þá sagði Netanjahú fyrr í dag, samkvæmt Al Jazeera, að líkamsleifar sem Hamas hefði skilað síðustu nótt tilheyrðu látnum gísl. Ísraelskir hermenn hefðu frelsað lík hans fyrr á árinu. Þetta sagði ráðherrann klárt brot á vopnahléssamkomulagi. Netanjahú sagðist þá ætla að kalla saman herforingja sína og ákveða næstu skref. Þau skref liggja nú fyrir, samkvæmt yfirlýsingu. Annars liggur lítið fyrir um umfang þeirra og staðsetningu, þegar þetta er skrifað. Following security consultations, Prime Minister Netanyahu has directed the military to immediately carry out forceful strikes in the Gaza Strip.— Prime Minister of Israel (@IsraeliPM) October 28, 2025 Enn eru lík þrettán gísla sem Hamasliðar fluttu til Gasastrandarinnar í höndum Hamas eða í rústum húsa á svæðinu. Fyrsti liður vopnahléssamkomulagsins, sem kennt er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir til um að Hamas eigi að skila líkunum. Síðan eiga þeir í kjölfarið að afvopnast og alþjóðlegt gæslulið verður sent til Gasastrandarinnar. Leiðtogar Hamas hafa sagst eiga í vandræðum með að finna lík gísla vegna gífurlegrar eyðileggingar á Gasa. Al Jazeera segir íbúa óttaslegna eftir yfirlýsingu Netanjahús. Þeir viti ekki hvar né hvenær þær verði gerðar. Flestir eru þó sagðir meðvitaðir um að vopnahléið hefur frá upphafi verið brothætt. Ísraelar stjórna um 53 prósentum Gasastrandinnar og eiga að hörfa þaðan í áföngum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Abdullah konungur af Jórdaníu segir að friður sé forsenda þess að erlendur liðsafli verði sendur inn á Gasa. Jórdanía og Egyptaland hafa skuldbundið sig til að koma að því að þjálfa nýtt lögreglulið á Gasa. 27. október 2025 07:59 „Ísrael mun missa allan stuðning“ Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs. 23. október 2025 13:46 Óttast að senda hermenn til Gasa Friðaráætlunin um Gasa, sem kennd er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felur í sér að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Gasastrandarinnar. Ráðamenn víða um heim óttast þó að senda hermenn eða öryggissveitir á svæðið, þar sem þeir gætu lent í átökum við Hamas-liða. 21. október 2025 16:29 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Ísrael sakaði Hamas fyrr í dag um að sviðsetja leit að líkum gísla í rústum húsa á Gasaströndinni. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu sagði að meðfylgjandi drónamyndband sýndi Hamas-liða grafa líkamsleifar og þykjast grafa þær aftur upp, fyrir starfsmenn Rauða krossins. Þá sagði Netanjahú fyrr í dag, samkvæmt Al Jazeera, að líkamsleifar sem Hamas hefði skilað síðustu nótt tilheyrðu látnum gísl. Ísraelskir hermenn hefðu frelsað lík hans fyrr á árinu. Þetta sagði ráðherrann klárt brot á vopnahléssamkomulagi. Netanjahú sagðist þá ætla að kalla saman herforingja sína og ákveða næstu skref. Þau skref liggja nú fyrir, samkvæmt yfirlýsingu. Annars liggur lítið fyrir um umfang þeirra og staðsetningu, þegar þetta er skrifað. Following security consultations, Prime Minister Netanyahu has directed the military to immediately carry out forceful strikes in the Gaza Strip.— Prime Minister of Israel (@IsraeliPM) October 28, 2025 Enn eru lík þrettán gísla sem Hamasliðar fluttu til Gasastrandarinnar í höndum Hamas eða í rústum húsa á svæðinu. Fyrsti liður vopnahléssamkomulagsins, sem kennt er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir til um að Hamas eigi að skila líkunum. Síðan eiga þeir í kjölfarið að afvopnast og alþjóðlegt gæslulið verður sent til Gasastrandarinnar. Leiðtogar Hamas hafa sagst eiga í vandræðum með að finna lík gísla vegna gífurlegrar eyðileggingar á Gasa. Al Jazeera segir íbúa óttaslegna eftir yfirlýsingu Netanjahús. Þeir viti ekki hvar né hvenær þær verði gerðar. Flestir eru þó sagðir meðvitaðir um að vopnahléið hefur frá upphafi verið brothætt. Ísraelar stjórna um 53 prósentum Gasastrandinnar og eiga að hörfa þaðan í áföngum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Abdullah konungur af Jórdaníu segir að friður sé forsenda þess að erlendur liðsafli verði sendur inn á Gasa. Jórdanía og Egyptaland hafa skuldbundið sig til að koma að því að þjálfa nýtt lögreglulið á Gasa. 27. október 2025 07:59 „Ísrael mun missa allan stuðning“ Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs. 23. október 2025 13:46 Óttast að senda hermenn til Gasa Friðaráætlunin um Gasa, sem kennd er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felur í sér að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Gasastrandarinnar. Ráðamenn víða um heim óttast þó að senda hermenn eða öryggissveitir á svæðið, þar sem þeir gætu lent í átökum við Hamas-liða. 21. október 2025 16:29 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Abdullah konungur af Jórdaníu segir að friður sé forsenda þess að erlendur liðsafli verði sendur inn á Gasa. Jórdanía og Egyptaland hafa skuldbundið sig til að koma að því að þjálfa nýtt lögreglulið á Gasa. 27. október 2025 07:59
„Ísrael mun missa allan stuðning“ Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs. 23. október 2025 13:46
Óttast að senda hermenn til Gasa Friðaráætlunin um Gasa, sem kennd er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felur í sér að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Gasastrandarinnar. Ráðamenn víða um heim óttast þó að senda hermenn eða öryggissveitir á svæðið, þar sem þeir gætu lent í átökum við Hamas-liða. 21. október 2025 16:29
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent