Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2025 22:08 Spánverjar komust örugglega í úrslit. EPA/Daniel Pérez Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Belgía er þá fallið niður í B-deild. Spánverjar lögðu Svíþjóð 1-0 þökk sé marki Alexiu Putellas þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Claudia Pina, samherji Putellas hjá Barcelona, með stoðsendinguna. Putellas fagnar sigurmarki kvöldsins.EPA/Daniel Pérez Þar sem um var að ræða síðari leik liðanna þá var spennan lítil en Spánn vann fyrri leikinn 4-0 og einvígið því 5-0 samanlagt. Talsvert meiri spenna var fyrir einvígi Frakklands og Þýskalands. Þar leiddu gestirnir 1-0 eftir fyrri leik liðanna í Düsseldorf. Melvine Malard, framherji Manchester United, kom Frakklandi yfir snemma leiks og jafnaði þar með metin í einvíginu. Þýskar létu það ekki á sig fá og hafði Nicole Anyomi jafnað metin í leik kvöldsins aðeins nokkrum mínútum síðar. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt fram á 50. mínútu. Þá skoraði Klara Bühl annað mark Þýskalands og fór langleiðina með að tryggja sætið í úrslitum. Anyomi hélt hún hefði bætt við öðru marki síðar í síðari hálfleik en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Clara Mateo jafnaði svo metin í leiknum undir lok venjulegs leiktíma og mikil spenna í uppbótatíma. Anyomi hélt hún hefði skorað tvö.Catherine Steenkeste/Getty Images Allt kom fyrir ekki, lokatölur í Caen 2-2 og Þýskaland vinnur því einvígið 3-2. Það verða því Spánn og Þýskaland sem mætast í úrslitum Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Tvenna frá þeirri markahæstu dugði ekki til Eftir 4-2 tap í Írlandi þurfti Belgía, sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar, þriggja marka sigur til að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þrátt fyrir að markadrottningin Tessa Wullaert hafi komið Belgíu í 2-0 í fyrri hálfleik - og hefur þar með skorað 97 mörk fyrir belgíska A-landsliðið - þá dugði það ekki til. Hin tvítuga Abbie Larkin skoraði fyrir gestina í uppbótatíma. Lokatölur í Heverlee 2-1 Belgíu í vil en Írland vann einvígið 5-4. Beta á hliðarlínunni í kvöld.EPA/OLIVIER MATTHYS Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Spánverjar lögðu Svíþjóð 1-0 þökk sé marki Alexiu Putellas þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Claudia Pina, samherji Putellas hjá Barcelona, með stoðsendinguna. Putellas fagnar sigurmarki kvöldsins.EPA/Daniel Pérez Þar sem um var að ræða síðari leik liðanna þá var spennan lítil en Spánn vann fyrri leikinn 4-0 og einvígið því 5-0 samanlagt. Talsvert meiri spenna var fyrir einvígi Frakklands og Þýskalands. Þar leiddu gestirnir 1-0 eftir fyrri leik liðanna í Düsseldorf. Melvine Malard, framherji Manchester United, kom Frakklandi yfir snemma leiks og jafnaði þar með metin í einvíginu. Þýskar létu það ekki á sig fá og hafði Nicole Anyomi jafnað metin í leik kvöldsins aðeins nokkrum mínútum síðar. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt fram á 50. mínútu. Þá skoraði Klara Bühl annað mark Þýskalands og fór langleiðina með að tryggja sætið í úrslitum. Anyomi hélt hún hefði bætt við öðru marki síðar í síðari hálfleik en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Clara Mateo jafnaði svo metin í leiknum undir lok venjulegs leiktíma og mikil spenna í uppbótatíma. Anyomi hélt hún hefði skorað tvö.Catherine Steenkeste/Getty Images Allt kom fyrir ekki, lokatölur í Caen 2-2 og Þýskaland vinnur því einvígið 3-2. Það verða því Spánn og Þýskaland sem mætast í úrslitum Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Tvenna frá þeirri markahæstu dugði ekki til Eftir 4-2 tap í Írlandi þurfti Belgía, sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar, þriggja marka sigur til að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þrátt fyrir að markadrottningin Tessa Wullaert hafi komið Belgíu í 2-0 í fyrri hálfleik - og hefur þar með skorað 97 mörk fyrir belgíska A-landsliðið - þá dugði það ekki til. Hin tvítuga Abbie Larkin skoraði fyrir gestina í uppbótatíma. Lokatölur í Heverlee 2-1 Belgíu í vil en Írland vann einvígið 5-4. Beta á hliðarlínunni í kvöld.EPA/OLIVIER MATTHYS
Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira