Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Starri Freyr Jónsson skrifar 31. október 2025 10:18 Í gær hlaut sjávarútvegsfyrirtækið Brim hvatningarverðlaun Creditinfo og Festu - miðstöðvar um sjálfbærni, fyrir framúrskarandi framlag til sjálfbærrar þróunar. Frá vinstri eru Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo, Erla Ósk Ásgeirsdóttir formaður dómnefndar, Sveinn Margeirsson framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála hjá Brim, Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims og Inga Jóna Friðgeirsdóttir fjármálastjóri Brims. Mynd/Anton Brink. Listi Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2025 var birtur í gær við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll. Þar hlaut sjávarútvegsfyrirtækið Brim hvatningarverðlaun Creditinfo og Festu - miðstöðvar um sjálfbærni, fyrir framúrskarandi framlag til sjálfbærrar þróunar og þá einkum fyrir metnaðarfulla endurfjármögnun að fjárhæð 33 milljarða króna. Lánasamningurinn var gerður í samstarfi við þrjár alþjóðlegar fjármálastofnanir, Rabobank, Nordea og DNB, og er ekki aðeins stór í sniðum heldur einnig byltingarkenndur í framkvæmd þar sem vextir ráðast meðal annars af mælanlegum árangri í umhverfismálum. „Markmið okkar er að skapa verðmæti í sátt við samfélagið og umhverfið og við lítum á þessa viðurkenningu sem merki um að okkur hafi tekist það að minnsta kosti sæmilega vel,“ segir Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála hjá Brim. Það var Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, sem tók við hvatningarverðlaununum úr hendi Hrefnu Aspar Sigfinnsdóttur, framkvæmdastjóra Creditinfo. Sjálfbærni sem raunverulegur hvati „Gerð lánasamningsins var mjög áhugavert verkefni og í raun einstakt í sniðum. Við höfðum ekki áður unnið með svona sjálfbærnihlekk í lánaviðskiptum og það sama gilti um bankana í samhengi lánasamninga sjávarútvegsfyrirtækja,“ segir Sveinn. „Í stað hefðbundins lánasamnings eru hér innbyggðir hvatar sem hvetja til árangurs í sjálfbærni. Ef við náum ákveðnum markmiðum, eins og aukinni verðmætasköpun eða minni losun gróðurhúsalofttegunda, bætast vaxtakjörin.“ Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo og Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.Mynd/Anton Brink. Verkefnið er glöggt dæmi um hvernig sjálfbærni og fjárhagslegur árangur eru ekki andstæður heldur samtvinnaðir drifkraftar í nútímarekstri. Það var einmitt þetta atriði sem dómnefnd verðlaunanna lagði áherslu á, að Brim sýndi með skýrum hætti hvernig sjálfbær nálgun skilar raunverulegum fjárhagslegum ávinningi. Verðmæti í sátt við samfélagið Að sögn Sveins hefur sjálfbærni alla tíð verið undirliggjandi í rekstri Brims, enda má segja að sjávarútvegur í dag snúist í grunninn um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. „Brim var stofnað árið 1985, á fyrstu árum aflamarkskerfisins, og frá byrjun hefur verið lögð áhersla á að nýta auðlindir á skynsaman hátt.“ Núverandi stefna félagsins um sjálfbærni byggir á jafnvægi milli umhverfis, samfélags og efnahags og er um fimm ára gömul. Hún hefur verið rækilega innleidd í starfseminni og tengist markmiðum sem stjórn félagsins hefur mótað með skýrum hætti. Uppsjávarskipin Víkingur og Venus á fallegum sumardegi við höfnina á Vopnafirði. Í bakgrunni er uppsjávarvinnsla Brims.Mynd/Brim. Sjálfbærni er framtíðarfjárfesting Sveinn segir að sjálfbær þróun snúist í raun um langtíma jafnvægi og ef hagsmunir samfélags, umhverfis og efnahags fari ekki saman, þá raskist jafnvægið. „Með því að tengja fjármögnun við mælanlega árangursvísa verða til hvatar fyrir allar einingar í virðiskeðju Brims; veiðar, vinnsla og sölu- og markaðsmál, til að vinna saman að meiri verðmætasköpun og minni umhverfisáhrifum. „Við eigum enn ekki aðra orkugjafa en olíu til að sækja fiskinn, en með betri nýtingu, vöruþróun og nýsköpun getum við skapað meiri verðmæti úr aflanum og þannig lækkað kolefnissporið.“ Með því að tengja fjármögnun við mælanlega árangursvísa verða til hvatar fyrir allar einingar í virðiskeðju Brims. Gagnsæi og mælanleiki Brim hefur birt sjálfbærnigögn samkvæmt alþjóðlega GRI-staðlinum frá árinu 2017 og bætti nýverið við CSRD gagnapakka í sjálfbærni- og ársskýrslu félagsins. Sveinn segir að slík gögn séu ekki aðeins til skrauts heldur raunveruleg stjórntæki. „Við greindum sérstaklega loftslagsáhættu í fyrra og framkvæmdum tvíþætta mikilvægisgreiningu. Annars vegar greindum við áhrif okkar á loftslagið og hins vegar áhrif loftslagsbreytinga á Brim. Þetta er leiðarvísir að framtíðinni.“ Þegar Sveinn er spurður hvort Brim sé leiðandi í sjálfbærnimálum innan sjávarútvegsins hér á landi segir hann það ekki vera sitt að dæma. „Það eru mörg fyrirtæki að gera mjög góða hluti. Þetta snýst ekki um keppni heldur samtal milli fyrirtækja, vísindasamfélagsins og stjórnvalda sem er grundvöllur að framþróun og leiðinni fram á við.“ Orkuskipti og samtal Að lokum ræðir Sveinn um það sem er framundan hjá Brim í loftslags- og sjálfbærnimálum. Þar eru orkuskipti lykilatriði en einnig segir hann þurfa skýrari ramma frá stjórnvöldum. „Við horfum stöðugt til þess að nýta aðföngin okkar sem best og mikilvægur þáttur í því er að nýta raforku hvar sem það er skynsamlegt en því miður hefur fyrirsjáanleiki í afhendingu raforku ekki verið nægilega góður. Brim, líkt og önnur fyrirtæki í matvælaframleiðslu á Íslandi, vinna verðmæti úr innlendum og endurnýjanlegum auðlindum. Ég hef trú á að verðlaunin frá Creditinfo og Festu verði hvatning til þess að samtalið á milli allra þessara aðila verði enn skilvirkara og markvissara en það er í dag. Framboð á þeim auðlindum er eðli málsins samkvæmt sveiflukennt. Fyrirkomulag raforkusölu og dreifingar er í dag óhagstætt til verðmætasköpunar úr endurnýjanlegum auðlindum og við köllum því eftir skýrri stefnu sem stuðlar að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda Íslands til lengri tíma.“ Fyrirtæki þurfa að geta séð fram í tímann þegar þau fjárfesta í dýrum innviðum og búnaði sem nýtir raforku segir Sveinn. „Samtalið milli stjórnvalda, vísinda og nýsköpunar, og atvinnulífsins skiptir mjög miklu máli. Ég hef trú á að verðlaunin frá Creditinfo og Festu verði hvatning til þess að samtalið á milli allra þessara aðila verði enn skilvirkara og markvissara en það er í dag.“ Hvatningarverðlaunin eru veitt samhliða birtingu lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2025. Dómnefnd vann úr lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki sem sýndu fram á skýra stefnu um samfélagsábyrgð, sjálfbærni, kynjajafnrétti og réttindi starfsfólks. Verðlaunin eru unnin í samstarfi við Festu – miðstöð um sjálfbærni. Í dómnefnd sátu Erla Ósk Ásgeirsdóttir formaður dómnefndar, fulltrúi Festu - miðstöðvar um sjálfbærni, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, fulltrúi Háskólans í Reykjavík og Ragnheiður Gestsdóttir, fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Sjálfbærni Sjávarútvegur Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sjá meira
Lánasamningurinn var gerður í samstarfi við þrjár alþjóðlegar fjármálastofnanir, Rabobank, Nordea og DNB, og er ekki aðeins stór í sniðum heldur einnig byltingarkenndur í framkvæmd þar sem vextir ráðast meðal annars af mælanlegum árangri í umhverfismálum. „Markmið okkar er að skapa verðmæti í sátt við samfélagið og umhverfið og við lítum á þessa viðurkenningu sem merki um að okkur hafi tekist það að minnsta kosti sæmilega vel,“ segir Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála hjá Brim. Það var Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, sem tók við hvatningarverðlaununum úr hendi Hrefnu Aspar Sigfinnsdóttur, framkvæmdastjóra Creditinfo. Sjálfbærni sem raunverulegur hvati „Gerð lánasamningsins var mjög áhugavert verkefni og í raun einstakt í sniðum. Við höfðum ekki áður unnið með svona sjálfbærnihlekk í lánaviðskiptum og það sama gilti um bankana í samhengi lánasamninga sjávarútvegsfyrirtækja,“ segir Sveinn. „Í stað hefðbundins lánasamnings eru hér innbyggðir hvatar sem hvetja til árangurs í sjálfbærni. Ef við náum ákveðnum markmiðum, eins og aukinni verðmætasköpun eða minni losun gróðurhúsalofttegunda, bætast vaxtakjörin.“ Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo og Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.Mynd/Anton Brink. Verkefnið er glöggt dæmi um hvernig sjálfbærni og fjárhagslegur árangur eru ekki andstæður heldur samtvinnaðir drifkraftar í nútímarekstri. Það var einmitt þetta atriði sem dómnefnd verðlaunanna lagði áherslu á, að Brim sýndi með skýrum hætti hvernig sjálfbær nálgun skilar raunverulegum fjárhagslegum ávinningi. Verðmæti í sátt við samfélagið Að sögn Sveins hefur sjálfbærni alla tíð verið undirliggjandi í rekstri Brims, enda má segja að sjávarútvegur í dag snúist í grunninn um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. „Brim var stofnað árið 1985, á fyrstu árum aflamarkskerfisins, og frá byrjun hefur verið lögð áhersla á að nýta auðlindir á skynsaman hátt.“ Núverandi stefna félagsins um sjálfbærni byggir á jafnvægi milli umhverfis, samfélags og efnahags og er um fimm ára gömul. Hún hefur verið rækilega innleidd í starfseminni og tengist markmiðum sem stjórn félagsins hefur mótað með skýrum hætti. Uppsjávarskipin Víkingur og Venus á fallegum sumardegi við höfnina á Vopnafirði. Í bakgrunni er uppsjávarvinnsla Brims.Mynd/Brim. Sjálfbærni er framtíðarfjárfesting Sveinn segir að sjálfbær þróun snúist í raun um langtíma jafnvægi og ef hagsmunir samfélags, umhverfis og efnahags fari ekki saman, þá raskist jafnvægið. „Með því að tengja fjármögnun við mælanlega árangursvísa verða til hvatar fyrir allar einingar í virðiskeðju Brims; veiðar, vinnsla og sölu- og markaðsmál, til að vinna saman að meiri verðmætasköpun og minni umhverfisáhrifum. „Við eigum enn ekki aðra orkugjafa en olíu til að sækja fiskinn, en með betri nýtingu, vöruþróun og nýsköpun getum við skapað meiri verðmæti úr aflanum og þannig lækkað kolefnissporið.“ Með því að tengja fjármögnun við mælanlega árangursvísa verða til hvatar fyrir allar einingar í virðiskeðju Brims. Gagnsæi og mælanleiki Brim hefur birt sjálfbærnigögn samkvæmt alþjóðlega GRI-staðlinum frá árinu 2017 og bætti nýverið við CSRD gagnapakka í sjálfbærni- og ársskýrslu félagsins. Sveinn segir að slík gögn séu ekki aðeins til skrauts heldur raunveruleg stjórntæki. „Við greindum sérstaklega loftslagsáhættu í fyrra og framkvæmdum tvíþætta mikilvægisgreiningu. Annars vegar greindum við áhrif okkar á loftslagið og hins vegar áhrif loftslagsbreytinga á Brim. Þetta er leiðarvísir að framtíðinni.“ Þegar Sveinn er spurður hvort Brim sé leiðandi í sjálfbærnimálum innan sjávarútvegsins hér á landi segir hann það ekki vera sitt að dæma. „Það eru mörg fyrirtæki að gera mjög góða hluti. Þetta snýst ekki um keppni heldur samtal milli fyrirtækja, vísindasamfélagsins og stjórnvalda sem er grundvöllur að framþróun og leiðinni fram á við.“ Orkuskipti og samtal Að lokum ræðir Sveinn um það sem er framundan hjá Brim í loftslags- og sjálfbærnimálum. Þar eru orkuskipti lykilatriði en einnig segir hann þurfa skýrari ramma frá stjórnvöldum. „Við horfum stöðugt til þess að nýta aðföngin okkar sem best og mikilvægur þáttur í því er að nýta raforku hvar sem það er skynsamlegt en því miður hefur fyrirsjáanleiki í afhendingu raforku ekki verið nægilega góður. Brim, líkt og önnur fyrirtæki í matvælaframleiðslu á Íslandi, vinna verðmæti úr innlendum og endurnýjanlegum auðlindum. Ég hef trú á að verðlaunin frá Creditinfo og Festu verði hvatning til þess að samtalið á milli allra þessara aðila verði enn skilvirkara og markvissara en það er í dag. Framboð á þeim auðlindum er eðli málsins samkvæmt sveiflukennt. Fyrirkomulag raforkusölu og dreifingar er í dag óhagstætt til verðmætasköpunar úr endurnýjanlegum auðlindum og við köllum því eftir skýrri stefnu sem stuðlar að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda Íslands til lengri tíma.“ Fyrirtæki þurfa að geta séð fram í tímann þegar þau fjárfesta í dýrum innviðum og búnaði sem nýtir raforku segir Sveinn. „Samtalið milli stjórnvalda, vísinda og nýsköpunar, og atvinnulífsins skiptir mjög miklu máli. Ég hef trú á að verðlaunin frá Creditinfo og Festu verði hvatning til þess að samtalið á milli allra þessara aðila verði enn skilvirkara og markvissara en það er í dag.“ Hvatningarverðlaunin eru veitt samhliða birtingu lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2025. Dómnefnd vann úr lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki sem sýndu fram á skýra stefnu um samfélagsábyrgð, sjálfbærni, kynjajafnrétti og réttindi starfsfólks. Verðlaunin eru unnin í samstarfi við Festu – miðstöð um sjálfbærni. Í dómnefnd sátu Erla Ósk Ásgeirsdóttir formaður dómnefndar, fulltrúi Festu - miðstöðvar um sjálfbærni, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, fulltrúi Háskólans í Reykjavík og Ragnheiður Gestsdóttir, fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þessi grein er hluti af samstarfi Sýnar og Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki
Framúrskarandi fyrirtæki 2025 Sjálfbærni Sjávarútvegur Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Sjá meira