Innlent

Guð­mundur fetar í fót­spor Sivjar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Ari og Siv á tímamótunum í Svíþjóð.
Guðmundur Ari og Siv á tímamótunum í Svíþjóð. Alþingi

Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar er nýkjörinn formaður þekkingar- og menningarnefndar Norðurlandaráðs. Greint er frá tíðindunum á vef Alþingis.

Þar segir að tólf ár séu síðan íslenskur þingmaður var síðast í formennsku í einni af fagnefndum Norðurlandaráðs. Þar var Siv Friðleifsdóttir fyrrverandi ráðherra Framsóknarmanna.

Siv var formaður velferðarnefndar ráðsins 2007-2013. Siv situr nú í stjórnsýsluhindranaráði Norrænu ráðherranefndarinnar og var því á Norðurlandaráðsþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×