Innlent

Bein út­sending: Lang­vinn ein­kenni Covid

Atli Ísleifsson skrifar
Markmið fundarins er að veita heildstæða yfirsýn yfir langvinn einkenni covid frá mörgum sjónarhornum. Myndin er úr safni.
Markmið fundarins er að veita heildstæða yfirsýn yfir langvinn einkenni covid frá mörgum sjónarhornum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

„Langvinn einkenni Covid“ er yfirskrift annars fundar í fundaröðinni Heilsan okkar sem fram fer í Veröld, húsi Vigdísar, milli klukkan 11:30 og 13 í dag.

Markmið fundarins er að veita heildstæða yfirsýn yfir langvinn einkenni covid frá mörgum sjónarhornum. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Umsjón og ritstjórn: Jóhanna E. Torfadóttir

Fundarstjóri: Guðrún Asperlund, sóttvarnarlæknir

Dagskrá

  • Friðbjörn Sigurðsson, læknir – Í ljósi sögunnar - átti langvinnt Covid að koma á óvart?
  • Ingibjörg Magnúsdóttir, doktorsnemi í lýðheilsuvísindum – Langvinn andleg, líkamleg og vitræn einkenni COVID: Rannsóknir í alþjóðlega COVIDMENT samstarfinu
  • Karl Kristjánsson, yfirlæknir Reykjalundi – Langvinn einkenni eftir Covid, er ávinningur af endurhæfingu?
  • Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, yfirlæknir ofnæmislækninga á Landspítala – Ónæmiskerfið og langvinn einkenni Covid
  • Steinunn Gestsdóttir, prófessor í sálfræði – Í klónum á Covid
  • María Heimisdóttir, landlæknir – Stuðningur við sjúklinga – rétt þjónusta á réttum stað

Pallborðsumræður í lokin

Heilsan okkar er fundaröð Háskóla Íslands og Landspítala sem hefur það að markmiði að varpa ljósi á áríðandi mál líðandi stundar er varða heilsu og heilbrigðisþjónustu. Þessir mánaðarlegu upplýsingafundir eru öllum opnir og verða á dagskrá síðasta föstudag hvers mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×