Innlent

Ríkis­lög­reglu­stjóra sagt að endur­skoða reksturinn og allt á floti í hlákunni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um málefni embættis Ríkislögreglustjóra en í morgun birti dómsmálaráðuneytið úttekt sem gerð var á rekstri stofnunarinnar fyrr á árinu. 

Í henni kemur fram nokkur gagnrýni á rekstur stofnunarinnar og sagt að endurskoða þurfi bókhald og stjórnskipulag hennar.

Einnig fjöllum við um veðrið sem gengur nú yfir en eftir snjókomu síðustu daga er farið að hlána all verulega með auknum lofthita og roki víða.

Þá fjöllum við um Hrekkjavökuna sem margir halda hátíðlega í dag, en vegna veðursins verður slíkum hátíðarhöldum þó víða frestað fram á sunnudag. 

Í sportpakka dagsins verður svo fjallað um Bónusdeild karla í körfunni og slakan leik handboltalandsliðsins sem lá fyrir Þjóðverjum í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×