Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar 1. nóvember 2025 07:00 Í dag hófst sala á nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar í bókaverslunum landsins, líkt og fyrsta nóvember á hverju ári í tæpa þrjá áratugi. Fastur liður á íslenska bókaárinu. Þetta árið kostar bókin, titluð Tál, fullu verði 8.699 kr. í verslunum Pennans Eymundsson. Bókin hans í fyrra, Ferðalok, kostaði 8.499 kr. Fyrir okkur sem pælum mikið í því hvað bækur kosta er ágætt að hafa þennan fasta árlega viðmiðunarpunkt. Vísitala bókaverðs, reiknuð árlega. Arnaldarvísitalan. Fólki er einmitt tíðrætt við mig um verð á bókum, og hváir gjarnan yfir því hvað bækur séu orðnar dýrar. Ég skil vel að að það sé upplifun fólks þegar það horfir á verðmiðann, enda er Arnaldarvísitalan núna að hækka um 200 kr. milli ára og ekki verður það skárra ef við horfum lengra aftur í tímann. Árið 2005, fyrir 20 árum, sendi Arnaldur frá sér bókina Vetrarborgin, en leiðbeinandi verðið sem var gefið upp í Bókatíðindum það ár var 4.690 kr. fyrir þann titil. Þar er því um rúma 4.000 króna hækkun að ræða, upp í verð dagsins í dag. Mér finnst samt erfitt að taka undir þessar áhyggjur fólks yfir því að bækur séu orðnar dýrari, því þó talan á verðmiðanum hafi hækkað þá er ekki þar með sagt að hluturinn sé dýrari að raunvirði. Sérstaklega ekki í óðaverðbólgu örhagkerfis íslensku krónunnar. Ef maður slær til dæmis verðið á Ferðalokum, bók Arnaldar frá því í fyrra, inn í verðlagsreiknivél Hagstofunnar fær maður það út að samkvæmt almennri verðlagsþróun ætti Tál, bókin hans í ár, að kosta rúmlega 8.800 kr. Ef við miðum svo við verðið á Vetrarborginni fyrir 20 árum ætti bók ársins í ár að kosta 12.400 kr. Það er því morgunljóst að bækur hafa, miðað við flest annað sem fólk kaupir, lækkað umtalsvert að raunvirði á síðustu tveim áratugum. Fólk á því ekki að láta verðmiðann hræða sig núna í aðdraganda jóla. Það skiptir máli fyrir framtíð íslenskrar tungu að fólk kaupi bækur, gefi bækur og lesi bækur, hefur trúlega aldrei verið mikilvægara. Það hefur líka aldrei verið ódýrara, að minnsta kosti að raunvirði. Höfundur starfar sem bóksali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Bókaútgáfa Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag hófst sala á nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar í bókaverslunum landsins, líkt og fyrsta nóvember á hverju ári í tæpa þrjá áratugi. Fastur liður á íslenska bókaárinu. Þetta árið kostar bókin, titluð Tál, fullu verði 8.699 kr. í verslunum Pennans Eymundsson. Bókin hans í fyrra, Ferðalok, kostaði 8.499 kr. Fyrir okkur sem pælum mikið í því hvað bækur kosta er ágætt að hafa þennan fasta árlega viðmiðunarpunkt. Vísitala bókaverðs, reiknuð árlega. Arnaldarvísitalan. Fólki er einmitt tíðrætt við mig um verð á bókum, og hváir gjarnan yfir því hvað bækur séu orðnar dýrar. Ég skil vel að að það sé upplifun fólks þegar það horfir á verðmiðann, enda er Arnaldarvísitalan núna að hækka um 200 kr. milli ára og ekki verður það skárra ef við horfum lengra aftur í tímann. Árið 2005, fyrir 20 árum, sendi Arnaldur frá sér bókina Vetrarborgin, en leiðbeinandi verðið sem var gefið upp í Bókatíðindum það ár var 4.690 kr. fyrir þann titil. Þar er því um rúma 4.000 króna hækkun að ræða, upp í verð dagsins í dag. Mér finnst samt erfitt að taka undir þessar áhyggjur fólks yfir því að bækur séu orðnar dýrari, því þó talan á verðmiðanum hafi hækkað þá er ekki þar með sagt að hluturinn sé dýrari að raunvirði. Sérstaklega ekki í óðaverðbólgu örhagkerfis íslensku krónunnar. Ef maður slær til dæmis verðið á Ferðalokum, bók Arnaldar frá því í fyrra, inn í verðlagsreiknivél Hagstofunnar fær maður það út að samkvæmt almennri verðlagsþróun ætti Tál, bókin hans í ár, að kosta rúmlega 8.800 kr. Ef við miðum svo við verðið á Vetrarborginni fyrir 20 árum ætti bók ársins í ár að kosta 12.400 kr. Það er því morgunljóst að bækur hafa, miðað við flest annað sem fólk kaupir, lækkað umtalsvert að raunvirði á síðustu tveim áratugum. Fólk á því ekki að láta verðmiðann hræða sig núna í aðdraganda jóla. Það skiptir máli fyrir framtíð íslenskrar tungu að fólk kaupi bækur, gefi bækur og lesi bækur, hefur trúlega aldrei verið mikilvægara. Það hefur líka aldrei verið ódýrara, að minnsta kosti að raunvirði. Höfundur starfar sem bóksali.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar