Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2025 21:38 Bola Tinubu, forseti Nígeríu, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Getty Talsmaður Nígeríuforseta segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn í Nígeríu vegna ásakana um að þar í landi standi yfir umfangsmikil dráp á kristnum mönnum af hálfu íslamskra öfgamanna. Hann segir Trump, sem sagðist í gær undirbúa Stríðsmálaráðuneyti Bandaríkjanna undir innrás í Nígeríu, byggja hótanir sínar á misvísandi fréttaflutningi. Trump sagði að stjórnvöld í Nígeríu stæðu hjá meðan íslamskir hryðjuverkamenn væru að myrða kristna. Mögulega myndu Bandaríkin þurfa að skerast í leikinn í Nígeríu, í færslu á hans á eigin samfélagsmiðli Truth Social í gær. Ef kæmi til þess færu þeir inn með „byssur á lofti“ og yrði aðgerð þeirra „snögg, grimmileg og sæt.“ Daniel Bwala, talsmaður Bola Tinubu Nígeríuforseta, segir í viðtali við AP að hótun Bandaríkjaforseta sé í „stíl Trumps, þar sem hann fer inn af miklu afli til þess þröngva sér að samningaborðinu til þess að eiga samtal.“ Trump sem og Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins sem hefur farið mikinn í umræðunni um trúarofbeldi í Nígeríu, hafa, að sögn Bwala, stutt sig við tíu ára gamlar upplýsingar frá því þegar hryðjuverkasamtökin Boko Haram voru sem öflugust, og reyndu að koma á sharía-löggjöf í landinu. „Þegar kemur að mögulegum hernaðaraðgerðum í Nígeríu, þá verður að hafa í huga á leiðtogarnir tveir eru sammála um málefnið. Það er ekki eitthvað sem menn geta ráðist í einhliða, sérstaklega í ljósi þess að landið er sjálfstætt og styður ekki við þennan glæp,“ segir Bwala Fram kemur að Tinubu hafi lofað að vinna með Bandaríkjunum og öðrum erlendum aðilum til þess að „dýpka samstarf og vinna að verndun allra trúarhópa. Nígerska þjóðin, sem er sú fjölmennasta í Afríku, skiptist nokkurn veginn í tvennt hvað trúarbrögð varðar, helmingurinn er múhameðstrúar, og hinn helmingurinn kristinn. Samkvæmt fyrri umfjöllun AP um ástandið í Nígeríu segir að fórnarlömb árása í norðurhluta landsins, þar sem flestar slíkar árásir eiga sér stað og múslimar eru í meirihluta, séu að stærri hluta til múslimar en kristnir. Þá séu ástæður árásanna margvíslegar, og geta til að mynda varðað landsvæði og auðlindir. Engu að síður séu jafnframt árásir af trúarlegum toga. Nígería Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Trump sagði að stjórnvöld í Nígeríu stæðu hjá meðan íslamskir hryðjuverkamenn væru að myrða kristna. Mögulega myndu Bandaríkin þurfa að skerast í leikinn í Nígeríu, í færslu á hans á eigin samfélagsmiðli Truth Social í gær. Ef kæmi til þess færu þeir inn með „byssur á lofti“ og yrði aðgerð þeirra „snögg, grimmileg og sæt.“ Daniel Bwala, talsmaður Bola Tinubu Nígeríuforseta, segir í viðtali við AP að hótun Bandaríkjaforseta sé í „stíl Trumps, þar sem hann fer inn af miklu afli til þess þröngva sér að samningaborðinu til þess að eiga samtal.“ Trump sem og Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins sem hefur farið mikinn í umræðunni um trúarofbeldi í Nígeríu, hafa, að sögn Bwala, stutt sig við tíu ára gamlar upplýsingar frá því þegar hryðjuverkasamtökin Boko Haram voru sem öflugust, og reyndu að koma á sharía-löggjöf í landinu. „Þegar kemur að mögulegum hernaðaraðgerðum í Nígeríu, þá verður að hafa í huga á leiðtogarnir tveir eru sammála um málefnið. Það er ekki eitthvað sem menn geta ráðist í einhliða, sérstaklega í ljósi þess að landið er sjálfstætt og styður ekki við þennan glæp,“ segir Bwala Fram kemur að Tinubu hafi lofað að vinna með Bandaríkjunum og öðrum erlendum aðilum til þess að „dýpka samstarf og vinna að verndun allra trúarhópa. Nígerska þjóðin, sem er sú fjölmennasta í Afríku, skiptist nokkurn veginn í tvennt hvað trúarbrögð varðar, helmingurinn er múhameðstrúar, og hinn helmingurinn kristinn. Samkvæmt fyrri umfjöllun AP um ástandið í Nígeríu segir að fórnarlömb árása í norðurhluta landsins, þar sem flestar slíkar árásir eiga sér stað og múslimar eru í meirihluta, séu að stærri hluta til múslimar en kristnir. Þá séu ástæður árásanna margvíslegar, og geta til að mynda varðað landsvæði og auðlindir. Engu að síður séu jafnframt árásir af trúarlegum toga.
Nígería Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira