Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 14:31 „Eru vegatálmar á leiðinni í skólann í þínu landi?“ spurði hin 9 ára gamla Luceen mig í fullri einlægni. Mér féllust hendur. Tilhugsunin ein og sér var svo hræðileg – en engu að síður lýsir spurning Luceen daglegu lífi hennar í þorpi nálægt Hebron á Vesturbakkanum. Þar var ég stödd í síðustu viku að kynna mér starfsemi og verkefni UNICEF. Það eru yfir 900 vegatálmar og varðstöðvar á Vesturbakkanum (svæðið er lítillega stærra en sveitarfélag Skagafjarðar) og eru þau sett upp til að hefta frjálsa för Palestínumanna, slíta í sundur nágrannabyggðir, áreita, ógna og meiða þau sem þar fara í gegn. Líka börnin á leiðinni í skólann og kennara þeirra. Sum börn ganga allt að 12 km leið til að komast í skólann, stundum eru þau látin dúsa við vegatálma tímunum saman, jafnvel áreitt og lamin af þungvopnuðum ísraelskum hermönnum sem standa vaktina. Oft er kennurunum ekki hleypt í gegn og þurfa að snúa aftur heim – með þá von í farteskinu að þetta gangi betur daginn eftir. Landtökufólk gerir illt verra því þau beita öllum brögðum til að meiða og ógna, jafnvel með því að taka sér stöðu beint fyrir utan skólana, oftar en ekki með herinn með í liði, þeim (landtökufólkinu) til varnar. Viðbrögð sumra fjölskyldna við þessu ástandi er að hætta að senda börnin í skólann. Til viðbótar við þetta hefur nær öllum skólum sem reknir voru af UNRWA verið lokað og fjárskortur palestínskra stjórnvalda hefur leitt til þess að í ár er einungis kennt 3 daga vikunnar í skólum á þeirra vegum. Kennarar fá laun sín greidd seint og að hluta (nú í október var helmingur júlílauna greiddur út) en halda samt áfram að mæta til vinnu. Samfellan í skólagöngu palestínskra barna er að engu orðin. Áhrifin leyna sér ekki. Mæður sem ég hitti og ræddi við lýstu miklum áhyggjum af menntun, andlegri heilsu og framtíð barnanna sinna. Þær gera hvað þær geta til að kenna þeim heima og halda þeim að náminu en það á ekki að vera á þeirra ábyrgð. Þá eru börnin í dagskrárleysi fleiri daga en færri í hverri viku, eiga erfitt með að muna það sem var kennt þá fáu daga sem þau fara í skólann og eru smám saman að missa áhugann. Ein móðirin lýsti þeirri nístandi staðreynd að börnin hennar, sem hefðu ávallt verið góðir námsmenn og hún vænti að myndu öll fara í háskóla, væru nú á þeim stað að hún gat í besta falli vonað að þau yrðu fær um að lesa og skrifa. Margar mæður sögðust óttast sérstaklega hvað börnin sín lærðu þegar þau verðu heilu dögunum á götunni, í misgóðum félagsskap, í umhverfinu sem ég lýsti hér fyrir ofan. Það er ekkert eðlilegt við þetta ástand. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vinnur með palestínskum stjórnvöldum og UNRWA að öllum þeim úrbótum sem mögulegar eru, s.s. með margvíslegu framboði á uppbótartímum og skipulögðu ungmennastarfi. Við heimsóttum tvo skóla og frístundamiðstöð á Vesturbakkanum þar sem við hittum fjölda nemenda sem voru glöð og kát í skólanum, lögðu sig öll fram og sýndu okkur hugvitssöm verkefni sem þau höfðu unnið með afburðagóðum kennurum. Ég sá skýrt með eigin augum að metnaðinn og viljann skorti hvergi. Það sem vantar er afnám kerfisbundins ofbeldis gegn menntun palestínskra barna. Öll börn eiga rétt á menntun – skólagöngu sem er ekki rofin af hvers konar vegatálmum. Réttindi barna eru ávallt lykilþáttur í stóru myndinni og það blasir við að langvarandi friður í þessum hættulega heimshluta ávinnst ekki með þeirri leið sem er farin núna. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Eru vegatálmar á leiðinni í skólann í þínu landi?“ spurði hin 9 ára gamla Luceen mig í fullri einlægni. Mér féllust hendur. Tilhugsunin ein og sér var svo hræðileg – en engu að síður lýsir spurning Luceen daglegu lífi hennar í þorpi nálægt Hebron á Vesturbakkanum. Þar var ég stödd í síðustu viku að kynna mér starfsemi og verkefni UNICEF. Það eru yfir 900 vegatálmar og varðstöðvar á Vesturbakkanum (svæðið er lítillega stærra en sveitarfélag Skagafjarðar) og eru þau sett upp til að hefta frjálsa för Palestínumanna, slíta í sundur nágrannabyggðir, áreita, ógna og meiða þau sem þar fara í gegn. Líka börnin á leiðinni í skólann og kennara þeirra. Sum börn ganga allt að 12 km leið til að komast í skólann, stundum eru þau látin dúsa við vegatálma tímunum saman, jafnvel áreitt og lamin af þungvopnuðum ísraelskum hermönnum sem standa vaktina. Oft er kennurunum ekki hleypt í gegn og þurfa að snúa aftur heim – með þá von í farteskinu að þetta gangi betur daginn eftir. Landtökufólk gerir illt verra því þau beita öllum brögðum til að meiða og ógna, jafnvel með því að taka sér stöðu beint fyrir utan skólana, oftar en ekki með herinn með í liði, þeim (landtökufólkinu) til varnar. Viðbrögð sumra fjölskyldna við þessu ástandi er að hætta að senda börnin í skólann. Til viðbótar við þetta hefur nær öllum skólum sem reknir voru af UNRWA verið lokað og fjárskortur palestínskra stjórnvalda hefur leitt til þess að í ár er einungis kennt 3 daga vikunnar í skólum á þeirra vegum. Kennarar fá laun sín greidd seint og að hluta (nú í október var helmingur júlílauna greiddur út) en halda samt áfram að mæta til vinnu. Samfellan í skólagöngu palestínskra barna er að engu orðin. Áhrifin leyna sér ekki. Mæður sem ég hitti og ræddi við lýstu miklum áhyggjum af menntun, andlegri heilsu og framtíð barnanna sinna. Þær gera hvað þær geta til að kenna þeim heima og halda þeim að náminu en það á ekki að vera á þeirra ábyrgð. Þá eru börnin í dagskrárleysi fleiri daga en færri í hverri viku, eiga erfitt með að muna það sem var kennt þá fáu daga sem þau fara í skólann og eru smám saman að missa áhugann. Ein móðirin lýsti þeirri nístandi staðreynd að börnin hennar, sem hefðu ávallt verið góðir námsmenn og hún vænti að myndu öll fara í háskóla, væru nú á þeim stað að hún gat í besta falli vonað að þau yrðu fær um að lesa og skrifa. Margar mæður sögðust óttast sérstaklega hvað börnin sín lærðu þegar þau verðu heilu dögunum á götunni, í misgóðum félagsskap, í umhverfinu sem ég lýsti hér fyrir ofan. Það er ekkert eðlilegt við þetta ástand. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vinnur með palestínskum stjórnvöldum og UNRWA að öllum þeim úrbótum sem mögulegar eru, s.s. með margvíslegu framboði á uppbótartímum og skipulögðu ungmennastarfi. Við heimsóttum tvo skóla og frístundamiðstöð á Vesturbakkanum þar sem við hittum fjölda nemenda sem voru glöð og kát í skólanum, lögðu sig öll fram og sýndu okkur hugvitssöm verkefni sem þau höfðu unnið með afburðagóðum kennurum. Ég sá skýrt með eigin augum að metnaðinn og viljann skorti hvergi. Það sem vantar er afnám kerfisbundins ofbeldis gegn menntun palestínskra barna. Öll börn eiga rétt á menntun – skólagöngu sem er ekki rofin af hvers konar vegatálmum. Réttindi barna eru ávallt lykilþáttur í stóru myndinni og það blasir við að langvarandi friður í þessum hættulega heimshluta ávinnst ekki með þeirri leið sem er farin núna. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar