Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 14:12 Þrátt fyrir háværan orðróm hafa hvorki Björg Magnúsdóttir, Jakob Birgisson né Aðalsteinn Leifsson staðfest nokkuð um hvort þau gefi kost á sér í oddvitan. Aðalsteinn hefur hins vegar sagst vera að hugsa málið. Vísir/Samsett Stefnt er að því að leiðtogaprófkjör fari fram hjá Viðreisn í Reykjavík snemma á næsta ári, í janúar eða í síðasta lagi í byrjun febrúar. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við embættið og hafa þrír til fjórir þegar viðrað áhuga á að sækjast eftir embættinu innan flokksins að sögn formanns Viðreisnarfélagsins í Reykjavík. Félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti í lok október að haldið verði leiðtogaprófkjör þar sem oddviti flokksins í borginni verður valinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur þegar lýst því yfir að hún muni ekki sækjast aftur eftir sæti. „Við erum að horfa á mjög snemma á næsta ári. Fljótlega eftir áramót, í janúar en ekki seinna en í byrjun febrúar,“ segir Natan Kolbeinsson, formaður Viðreisnar í Reykjavík, í samtali við Vísi. Honum sé sjálfum kunnugt um þrjá til fjóra einstaklinga sem séu að horfa á oddvitasætið og þá hafi nokkrir tugir haft samband og lýst áhuga fyrir að vera ofarlega á lista flokksins í borginni. „Það er meiri áhugi en ég hef nokkru sinni upplifað á þeim fjórum árum sem ég hef verið með Viðreisn í borginni,“ segir Natan. Líkt og Vísir greindi frá í haust hafa meðal annars Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari og Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra verið orðuð við oddvitasætið. Sjá einnig: Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn hefur sagst vera að íhuga framboð en Björg hefur ekkert staðfest ennþá. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún hins vegar verið að kanna jarðveginn að undanförnu og boðið hinum og þessum innan flokksins í spjall yfir kaffibolla. Þá hefur nafni Jakobs Birgissonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og uppistandara, verið fleygt. „Maður á aldrei að segja aldrei. En ég er bara í ágætu starfi núna og hef annars bara almennt séð fyrir mér að fara aftur í uppistand,“ segir Jakob sem kveðst vera rólyndismaður og kippi sér ekki upp við það að vera nefndur í sambandi við borgarstjórnarframboð. Sem stendur beinist athyglin að störfum í dómsmálaráðuneytinu en annars hafi hann mest gaman af og vilji gjarnar setja orku sína í grín og skrif, sem er það sem hann var helst að fást við áður en hann tók við starfi aðstoðarmanns dómsmálaráðherra. „En ég verð auðvitað var við þessa umræðu,“ bætir Jakob við. Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti í lok október að haldið verði leiðtogaprófkjör þar sem oddviti flokksins í borginni verður valinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur þegar lýst því yfir að hún muni ekki sækjast aftur eftir sæti. „Við erum að horfa á mjög snemma á næsta ári. Fljótlega eftir áramót, í janúar en ekki seinna en í byrjun febrúar,“ segir Natan Kolbeinsson, formaður Viðreisnar í Reykjavík, í samtali við Vísi. Honum sé sjálfum kunnugt um þrjá til fjóra einstaklinga sem séu að horfa á oddvitasætið og þá hafi nokkrir tugir haft samband og lýst áhuga fyrir að vera ofarlega á lista flokksins í borginni. „Það er meiri áhugi en ég hef nokkru sinni upplifað á þeim fjórum árum sem ég hef verið með Viðreisn í borginni,“ segir Natan. Líkt og Vísir greindi frá í haust hafa meðal annars Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari og Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra verið orðuð við oddvitasætið. Sjá einnig: Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn hefur sagst vera að íhuga framboð en Björg hefur ekkert staðfest ennþá. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún hins vegar verið að kanna jarðveginn að undanförnu og boðið hinum og þessum innan flokksins í spjall yfir kaffibolla. Þá hefur nafni Jakobs Birgissonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og uppistandara, verið fleygt. „Maður á aldrei að segja aldrei. En ég er bara í ágætu starfi núna og hef annars bara almennt séð fyrir mér að fara aftur í uppistand,“ segir Jakob sem kveðst vera rólyndismaður og kippi sér ekki upp við það að vera nefndur í sambandi við borgarstjórnarframboð. Sem stendur beinist athyglin að störfum í dómsmálaráðuneytinu en annars hafi hann mest gaman af og vilji gjarnar setja orku sína í grín og skrif, sem er það sem hann var helst að fást við áður en hann tók við starfi aðstoðarmanns dómsmálaráðherra. „En ég verð auðvitað var við þessa umræðu,“ bætir Jakob við.
Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira