Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 14:12 Þrátt fyrir háværan orðróm hafa hvorki Björg Magnúsdóttir, Jakob Birgisson né Aðalsteinn Leifsson staðfest nokkuð um hvort þau gefi kost á sér í oddvitan. Aðalsteinn hefur hins vegar sagst vera að hugsa málið. Vísir/Samsett Stefnt er að því að leiðtogaprófkjör fari fram hjá Viðreisn í Reykjavík snemma á næsta ári, í janúar eða í síðasta lagi í byrjun febrúar. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við embættið og hafa þrír til fjórir þegar viðrað áhuga á að sækjast eftir embættinu innan flokksins að sögn formanns Viðreisnarfélagsins í Reykjavík. Félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti í lok október að haldið verði leiðtogaprófkjör þar sem oddviti flokksins í borginni verður valinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur þegar lýst því yfir að hún muni ekki sækjast aftur eftir sæti. „Við erum að horfa á mjög snemma á næsta ári. Fljótlega eftir áramót, í janúar en ekki seinna en í byrjun febrúar,“ segir Natan Kolbeinsson, formaður Viðreisnar í Reykjavík, í samtali við Vísi. Honum sé sjálfum kunnugt um þrjá til fjóra einstaklinga sem séu að horfa á oddvitasætið og þá hafi nokkrir tugir haft samband og lýst áhuga fyrir að vera ofarlega á lista flokksins í borginni. „Það er meiri áhugi en ég hef nokkru sinni upplifað á þeim fjórum árum sem ég hef verið með Viðreisn í borginni,“ segir Natan. Líkt og Vísir greindi frá í haust hafa meðal annars Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari og Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra verið orðuð við oddvitasætið. Sjá einnig: Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn hefur sagst vera að íhuga framboð en Björg hefur ekkert staðfest ennþá. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún hins vegar verið að kanna jarðveginn að undanförnu og boðið hinum og þessum innan flokksins í spjall yfir kaffibolla. Þá hefur nafni Jakobs Birgissonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og uppistandara, verið fleygt. „Maður á aldrei að segja aldrei. En ég er bara í ágætu starfi núna og hef annars bara almennt séð fyrir mér að fara aftur í uppistand,“ segir Jakob sem kveðst vera rólyndismaður og kippi sér ekki upp við það að vera nefndur í sambandi við borgarstjórnarframboð. Sem stendur beinist athyglin að störfum í dómsmálaráðuneytinu en annars hafi hann mest gaman af og vilji gjarnar setja orku sína í grín og skrif, sem er það sem hann var helst að fást við áður en hann tók við starfi aðstoðarmanns dómsmálaráðherra. „En ég verð auðvitað var við þessa umræðu,“ bætir Jakob við. Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti í lok október að haldið verði leiðtogaprófkjör þar sem oddviti flokksins í borginni verður valinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur þegar lýst því yfir að hún muni ekki sækjast aftur eftir sæti. „Við erum að horfa á mjög snemma á næsta ári. Fljótlega eftir áramót, í janúar en ekki seinna en í byrjun febrúar,“ segir Natan Kolbeinsson, formaður Viðreisnar í Reykjavík, í samtali við Vísi. Honum sé sjálfum kunnugt um þrjá til fjóra einstaklinga sem séu að horfa á oddvitasætið og þá hafi nokkrir tugir haft samband og lýst áhuga fyrir að vera ofarlega á lista flokksins í borginni. „Það er meiri áhugi en ég hef nokkru sinni upplifað á þeim fjórum árum sem ég hef verið með Viðreisn í borginni,“ segir Natan. Líkt og Vísir greindi frá í haust hafa meðal annars Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari og Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra verið orðuð við oddvitasætið. Sjá einnig: Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn hefur sagst vera að íhuga framboð en Björg hefur ekkert staðfest ennþá. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún hins vegar verið að kanna jarðveginn að undanförnu og boðið hinum og þessum innan flokksins í spjall yfir kaffibolla. Þá hefur nafni Jakobs Birgissonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og uppistandara, verið fleygt. „Maður á aldrei að segja aldrei. En ég er bara í ágætu starfi núna og hef annars bara almennt séð fyrir mér að fara aftur í uppistand,“ segir Jakob sem kveðst vera rólyndismaður og kippi sér ekki upp við það að vera nefndur í sambandi við borgarstjórnarframboð. Sem stendur beinist athyglin að störfum í dómsmálaráðuneytinu en annars hafi hann mest gaman af og vilji gjarnar setja orku sína í grín og skrif, sem er það sem hann var helst að fást við áður en hann tók við starfi aðstoðarmanns dómsmálaráðherra. „En ég verð auðvitað var við þessa umræðu,“ bætir Jakob við.
Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira