„Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Árni Sæberg skrifar 4. nóvember 2025 15:02 Einar Þorsteinsson gefur lítið fyrir fjárhagsáætlun meirihluta Heiðu Bjargar Hilmisdóttur. Vísir/Vilhelm Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir meirihlutann í borgarstjórn sýna algjört ábyrgðarleysi í fjárhagsáætlun sinni fyrir næsta ár og til 2030. Hann á ekki von á því að áætlanir um milljarðaafgang standist, sér í lagi vegna stöðunnar sem uppi er í efnahagsmálum. Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026, sem birt var í morgun, er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, ræddi fjárhagsáætlunina við Smára Jökul Jónsson, fréttamann Sýnar, að loknum blaðamannafundi í hádeginu. „Það er náttúrulega jákvæð þróun, þessi útkoma núna er niðurstaða mikillar hagræðingar á þessu kjörtímabili. Af því að við tókum við þessum mikla halla eftir vinstriflokkana á síðasta kjörtímabili og erum búin að vera að vinna hann niður. Skiluðum fimm milljarða afgangi árið sem við stýrðum borginni. Sá afgangur er horfinn í hítina núna,“ segir Einar en hann sat í meirihluta borgarstjórnar frá kosningum árið 2022 þangað til að hann sleit meirihlutasamstarfinu í febrúar. Kristrúnar Frostaveturinn mikli Nú hafi meirihlutinn lagt fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, sem sé mjög brothætt. Í grunninn sé það algjört ábyrgðarleysi að stilla áætluninni svona upp miðað við aðstæður í efnahagsmálunum. „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli í efnahagsmálum þar sem vaxtalækkunarferlið er botnfrosið og verðbólga er að aukast. Fasteignamarkaðurinn er í algjöru uppnámi vegna þess að bankarnir eru búnir að skrúfa fyrir lánin og á þeim tíma er meirihlutinn hér í borginni að gera ráð fyrir því að fá fjóra milljarða út úr sölu á byggingarlandi, hann veðjar á að fá sex milljarða rúma í arðgreiðslu frá Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem allt er í uppnámi vegna stöðunnar hjá Norðuráli, sem er stærsti kaupandi raforku af Orkuveitunni.“ Losa beltið þrátt fyrir stöðuna Þá segir Einar stóru pólitísku fréttirnar vera þær að meirihlutinn hafi stoltur tilkynnt að ekki eigi að hagræða í rekstri borgarinnar. Hagræðingarkröfu, sem hafi verið á laun, önnur en leik- og grunnskólakennara, hafi verið sparkað út úr ráðhúsinu. Það sé ótrúlegt ábyrgðarleysi að á meðan blikur eru á lofti í efnahagsmálum ætli meirihlutinn að losa beltið og láta næsta meirihluta sjá um skuldirnar. Er áætlunin bara út í loftið? „Hún er byggð á allt of mikilli bjartsýni. Þau eru að blása út tekjuhliðina til þess að geta sýnt fram á góða afkomu á næsta ári. Þetta er spá og ég, því miður, býst ekki við því að hún gangi eftir, miðað við alla þá óvissu sem er uppi í borginni.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026, sem birt var í morgun, er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, ræddi fjárhagsáætlunina við Smára Jökul Jónsson, fréttamann Sýnar, að loknum blaðamannafundi í hádeginu. „Það er náttúrulega jákvæð þróun, þessi útkoma núna er niðurstaða mikillar hagræðingar á þessu kjörtímabili. Af því að við tókum við þessum mikla halla eftir vinstriflokkana á síðasta kjörtímabili og erum búin að vera að vinna hann niður. Skiluðum fimm milljarða afgangi árið sem við stýrðum borginni. Sá afgangur er horfinn í hítina núna,“ segir Einar en hann sat í meirihluta borgarstjórnar frá kosningum árið 2022 þangað til að hann sleit meirihlutasamstarfinu í febrúar. Kristrúnar Frostaveturinn mikli Nú hafi meirihlutinn lagt fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, sem sé mjög brothætt. Í grunninn sé það algjört ábyrgðarleysi að stilla áætluninni svona upp miðað við aðstæður í efnahagsmálunum. „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli í efnahagsmálum þar sem vaxtalækkunarferlið er botnfrosið og verðbólga er að aukast. Fasteignamarkaðurinn er í algjöru uppnámi vegna þess að bankarnir eru búnir að skrúfa fyrir lánin og á þeim tíma er meirihlutinn hér í borginni að gera ráð fyrir því að fá fjóra milljarða út úr sölu á byggingarlandi, hann veðjar á að fá sex milljarða rúma í arðgreiðslu frá Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem allt er í uppnámi vegna stöðunnar hjá Norðuráli, sem er stærsti kaupandi raforku af Orkuveitunni.“ Losa beltið þrátt fyrir stöðuna Þá segir Einar stóru pólitísku fréttirnar vera þær að meirihlutinn hafi stoltur tilkynnt að ekki eigi að hagræða í rekstri borgarinnar. Hagræðingarkröfu, sem hafi verið á laun, önnur en leik- og grunnskólakennara, hafi verið sparkað út úr ráðhúsinu. Það sé ótrúlegt ábyrgðarleysi að á meðan blikur eru á lofti í efnahagsmálum ætli meirihlutinn að losa beltið og láta næsta meirihluta sjá um skuldirnar. Er áætlunin bara út í loftið? „Hún er byggð á allt of mikilli bjartsýni. Þau eru að blása út tekjuhliðina til þess að geta sýnt fram á góða afkomu á næsta ári. Þetta er spá og ég, því miður, býst ekki við því að hún gangi eftir, miðað við alla þá óvissu sem er uppi í borginni.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira