57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2025 08:00 Um þessar mundir finnast hvorki meira né minna en 57 íbúðir til sölu sé leitað eftir fasteignum á Siglufirði á fasteignavef Vísis. Þetta getur ekki annað en talist gríðarlegur fjöldi íbúða í byggðarlagi þar sem íbúar voru 1.163 í ársbyrjun. Frost hefur ríkt á fasteignamarkaði í heimabæ mínum undanfarin misseri en þannig þarf það alls ekki að vera. Staðreyndin er sú að fjöldi íbúa bæjarins hefur áhuga á að komast af leigumarkaði og kaupa eign. Jafnframt eru íbúar annarra svæða landsins sem vilja flytja í bæinn og kaupa á Siglufirði en hafa ekki átt erindi sem erfiði á núverandi húsnæðismarkaði. Húsnæðisverð á Íslandi hefur nefnilega hækkað meira en í flestum öðrum ríkjum OECD undanfarin ár og lánskjör verið afar óhagstæð. Nú hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kynnt fyrsta húsnæðispakkann sem á að taka á þessari stöðu. Ég hef trú á því að aðgerðirnar í pakkanum muni glæða fasteignamarkaðinn á Siglufirði lífi. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi hafa stjórnvöld smíðað vaxtaviðmið í samstarfi við Seðlabankann. Það ætti að eyða óvissu sem hefur verið uppi varðandi verðtryggð lán eftir dóminn í vaxtamálinu um daginn og veita bönkum tækifæri til að halda áfram að lána verðtryggt. Tveimur dögum eftir að pakkinn var lagður fram ákvað Seðlabankinn svo að liðka fyrir fasteignakaupum fyrstu kaupenda, sem mega nú taka allt að 90% lán fyrir sinni fyrstu eign og bankarnir hafa auk þess fengið auknar heimildir til að veita undanþágur frá greiðslubyrðarhlutfalli. Fyrstu kaupendur á Siglufirði og víðar munu svo líka geta verið í vissu um það að fá sín 10 ár af skattfrjálsri nýtingu séreignarsparnaðar vegna húsnæðiskaupa, sem hægt er að nýta upp í útborgun eða ráðstafa inn á lánið í hverjum mánuði. Hið sama á við um alla sem ekki hafa nýtt séreignarleiðina til þessa. Hlutdeildarlán sem virka fyrir fleiri Síðast en ekki síst eru það svo hlutdeildarlánin, sem auðvelda fyrstu kaupendum að komast inn á markaðinn án þess að fá lán eða meðgjöf frá foreldrum eða öðrum nákomnum. Því miður hefur þetta kerfi, eins og síðasta ríkisstjórn útfærði það, ekki virkað alveg nógu vel. Úthlutanir hlutdeildarlána hafa ekki verið nógu reglulegar, fjármögnunin hefur verið ótrygg og skilyrðin fyrir veitingu lánanna of þröng, jafnvel þrátt fyrir að þau hafi verið rýmkuð. Allt þetta og fleira til hefur svo valdið því að byggingarverktakar hafa ekki treyst sér í nægilega miklum mæli til að byggja íbúðir sérstaklega inn í úrræðið vegna þessa ófyrirsjáanleika. Þessu á að breyta með fyrrnefndum húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar. Búið er að ákveða að hækka framlög til hlutdeildarlánakerfisins úr 4 milljörðum upp í 5,5 milljarða króna. Veita á lánin í hverjum mánuði til að auka fyrirsjáanleika og koma á samningum á milli stjórnvalda og byggingaraðila um byggingu hagkvæmra íbúða inn í kerfið. Einnig verða lántökuskilyrði rýmkuð, svo fleiri eigi kost á því að taka hlutdeildarlán. Hlutdeildarlánin má nýta til kaupa á hagkvæmum íbúðum, en einnig geta þau fengist samþykkt fyrir eldri íbúðir utan höfuðborgarsvæðisins ef þær hafa verið gerðar upp sem nýjar. Ég hvet stjórnvöld til þess að liður í nýju og betra hlutdeildarlánakerfi verði að hagur verði af því að gera upp litlar íbúðir í gömlum húsum í þéttbýliskjörnum úti á landi og selja sem hagkvæmt húsnæði til fyrstu kaupenda inn í hlutdeildarlánakerfið. Einhverjar eignanna 57 sem kaupa má á Siglufirði þessa dagana gætu eflaust hentað vel í slíkt fyrirkomulag. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sæunn Gísladóttir Húsnæðismál Byggðamál Lánamál Samfylkingin Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir finnast hvorki meira né minna en 57 íbúðir til sölu sé leitað eftir fasteignum á Siglufirði á fasteignavef Vísis. Þetta getur ekki annað en talist gríðarlegur fjöldi íbúða í byggðarlagi þar sem íbúar voru 1.163 í ársbyrjun. Frost hefur ríkt á fasteignamarkaði í heimabæ mínum undanfarin misseri en þannig þarf það alls ekki að vera. Staðreyndin er sú að fjöldi íbúa bæjarins hefur áhuga á að komast af leigumarkaði og kaupa eign. Jafnframt eru íbúar annarra svæða landsins sem vilja flytja í bæinn og kaupa á Siglufirði en hafa ekki átt erindi sem erfiði á núverandi húsnæðismarkaði. Húsnæðisverð á Íslandi hefur nefnilega hækkað meira en í flestum öðrum ríkjum OECD undanfarin ár og lánskjör verið afar óhagstæð. Nú hefur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kynnt fyrsta húsnæðispakkann sem á að taka á þessari stöðu. Ég hef trú á því að aðgerðirnar í pakkanum muni glæða fasteignamarkaðinn á Siglufirði lífi. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi hafa stjórnvöld smíðað vaxtaviðmið í samstarfi við Seðlabankann. Það ætti að eyða óvissu sem hefur verið uppi varðandi verðtryggð lán eftir dóminn í vaxtamálinu um daginn og veita bönkum tækifæri til að halda áfram að lána verðtryggt. Tveimur dögum eftir að pakkinn var lagður fram ákvað Seðlabankinn svo að liðka fyrir fasteignakaupum fyrstu kaupenda, sem mega nú taka allt að 90% lán fyrir sinni fyrstu eign og bankarnir hafa auk þess fengið auknar heimildir til að veita undanþágur frá greiðslubyrðarhlutfalli. Fyrstu kaupendur á Siglufirði og víðar munu svo líka geta verið í vissu um það að fá sín 10 ár af skattfrjálsri nýtingu séreignarsparnaðar vegna húsnæðiskaupa, sem hægt er að nýta upp í útborgun eða ráðstafa inn á lánið í hverjum mánuði. Hið sama á við um alla sem ekki hafa nýtt séreignarleiðina til þessa. Hlutdeildarlán sem virka fyrir fleiri Síðast en ekki síst eru það svo hlutdeildarlánin, sem auðvelda fyrstu kaupendum að komast inn á markaðinn án þess að fá lán eða meðgjöf frá foreldrum eða öðrum nákomnum. Því miður hefur þetta kerfi, eins og síðasta ríkisstjórn útfærði það, ekki virkað alveg nógu vel. Úthlutanir hlutdeildarlána hafa ekki verið nógu reglulegar, fjármögnunin hefur verið ótrygg og skilyrðin fyrir veitingu lánanna of þröng, jafnvel þrátt fyrir að þau hafi verið rýmkuð. Allt þetta og fleira til hefur svo valdið því að byggingarverktakar hafa ekki treyst sér í nægilega miklum mæli til að byggja íbúðir sérstaklega inn í úrræðið vegna þessa ófyrirsjáanleika. Þessu á að breyta með fyrrnefndum húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar. Búið er að ákveða að hækka framlög til hlutdeildarlánakerfisins úr 4 milljörðum upp í 5,5 milljarða króna. Veita á lánin í hverjum mánuði til að auka fyrirsjáanleika og koma á samningum á milli stjórnvalda og byggingaraðila um byggingu hagkvæmra íbúða inn í kerfið. Einnig verða lántökuskilyrði rýmkuð, svo fleiri eigi kost á því að taka hlutdeildarlán. Hlutdeildarlánin má nýta til kaupa á hagkvæmum íbúðum, en einnig geta þau fengist samþykkt fyrir eldri íbúðir utan höfuðborgarsvæðisins ef þær hafa verið gerðar upp sem nýjar. Ég hvet stjórnvöld til þess að liður í nýju og betra hlutdeildarlánakerfi verði að hagur verði af því að gera upp litlar íbúðir í gömlum húsum í þéttbýliskjörnum úti á landi og selja sem hagkvæmt húsnæði til fyrstu kaupenda inn í hlutdeildarlánakerfið. Einhverjar eignanna 57 sem kaupa má á Siglufirði þessa dagana gætu eflaust hentað vel í slíkt fyrirkomulag. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingar.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun