Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar 8. nóvember 2025 10:02 Við Íslendingar sýndum mikla framsýni og pólitíska forystu fyrir rúmum 60 árum. Þá settum við okkur atvinnustefnu til að skapa verðmæti með öflugri orkuvinnslu og orkusæknum iðnaði og ná jafnframt orkuöryggi fyrir íslenskan almenning. Fyrsta aflstöðin sem nýstofnað orkufyrirtæki þjóðarinnar reisti frá grunni var Búrfellsstöð. Meginhlutverk hennar var að sjá álverinu í Straumsvík fyrir raforku og þegar það tók til starfa 1969 hófst um leið orkusækinn iðnaður hér á landi. Í aðdraganda þessa tók þjóðin fjölmargar ákvarðanir um hvar og hvernig ætti að byggja virkjanir, hvaða iðnað væri æskilegt að laða til landsins og hvernig laga þyrfti viðskiptaumhverfi okkar að nýrri verðmætasköpun. Í stuttu máli: Í hvað á orkan okkar að fara og hvernig keppum við í samfélagi þjóðanna? 12 þúsund störf Vegferðin um uppbyggingu orkuvinnslu og orkusækins iðnaðar hefur alla tíð haft djúpstæð áhrif á íslenskt samfélag og þar sannast að árangur næst þar sem tækifæri og undirbúningur mætast. Núna starfa um 3 þúsund manns við orkuvinnslu og orkusækinn iðnað og afleidd störf eru um 9 þúsund. Ýmsum þekkingarstörfum, t.d. í verkfræðiþjónustu, hefur fjölgað margfalt á þessari vegferð okkar. Núna flytja Íslendingar út þekkingu á hönnun, byggingu og ráðgjöf í orkumálum fyrir milljarða árlega og orkutengd nýsköpunarstörf hér skipta hundruðum. Engin önnur Evrópuþjóð stendur okkur framar í aðgengi að öruggri og hagkvæmri orku, skv. tölum frá World Energy Council. Sú staða er grundvöllur viðnámsþróttar samfélags okkar. Útflutningstekjur orkusækinnar starfsemi voru á síðasta ári tæplega 400 milljarðar kr. Þar fer næststærsti geiri atvinnulífsins á eftir ferðaþjónustunni, en sjávarútvegur og hugverkaiðnaður koma þar rétt á eftir, líka með yfir 300 milljarða hvor. Þessi staða endurspeglast líka í þeirri staðreynd að undanfarin fjögur ár hafa arðgreiðslur Landsvirkjunar til íslensks samfélags numið hátt í 100 milljörðum kr. Það er vert að benda á að Íslendingar eiga Landsvirkjun nánast skuldlausa. Sú staða skapar fjölbreytt tækifæri og slagkraft fyrir mögulegan vöxt og viðgang íslensks samfélags í heimi þar sem lönd keppast nú um að koma sér upp næstu kynslóð hagkerfa endurnýjanleika, hringrásar, hátækni og hagkvæmni. Samkeppnishæfnin forsenda verðmætasköpunar Forsenda verðmætasköpunar á Íslandi er samkeppnishæfni orkuvinnslu, orkusækins iðnaðar og íslensks viðskiptaumhverfis. Allir þessir þættir þurfa að vera samkeppnishæfir til að við getum keppt alþjóðlega. Alþjóðleg samkeppni hefur alltaf verið hörð og fer harðnandi eins og fram kom í nýlegri skýrslu Draghi um samkeppnishæfni Evrópu. Stundum gefur á bátinn og þá þurfum við að aðlagast og finna góðar leiðir áfram. En hver er samkeppnishæfni þessara þriggja þátta, orkuvinnslunnar, orkusækna iðnaðarins og viðskiptaumhverfisins? Okkur hefur tekist að nýta hagkvæma orkukosti og við getum, ef við viljum viðgang og vöxt orkusækinnar starfsemi, haldið áfram að forgangsraða og búa til fyrirsjáanleika um aðgengi að hagkvæmum orkukostum og landnýtingu næstu 10-15 ár. Landnýting okkar undir orkuvinnslu er hlutfallslega um einn þriðji af því sem hún er í Noregi, sem þýðir jafnframt að Norðmenn nota um 10 sinnum meira land undir endurnýjanlega orkuvinnslu en Íslendingar. Næsta áratuginn er samkeppnishæft að vinna orku á Íslandi með vatnsafli, jarðvarma og vindi á landi en aðrir orkukostir ná ekki keppa í hagkvæmni, a.m.k. ekki að svo stöddu. Viljum við nýta þau tækifæri sem blasa við? Eftirspurnin ekki óendanleg Stórnotendur leita til þeirra landa þar sem þeir ná að vera samkeppnishæfir hverju sinni. Þeir dreifa iðulega starfsemi sinni þannig að þeir geti dregið úr eða bætt í framleiðslu þar sem það er hagkvæmast. Við getum stutt viðgang núverandi viðskiptavina og tækifæri til vaxtar nýrrar orkusækinnar starfsemi en við þurfum að vera vel vakandi fyrir sóknarfærum. Eftirspurn eftir raforku á Íslandi er ekki óendanleg eins og stundum hefur verið haldið fram. Hún sveiflast eftir verði og aðstæðum í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Það verður áfram krefjandi verkefni að sækja orkusækinn iðnað til landsins. Þá gildir einu hvort um sé að ræða ál-, kísil- eða gagnaver, matvælaframleiðslu eða orkuskiptaverkefni. Viljum við halda áfram að sækja orkusækna starfsemi? Spilum bæði sókn og vörn Við Íslendingar þurfum að spila skynsamlega ef við viljum keppa í efstu deild viðskiptaumhverfis og hagsmunagæslu og skapa verðmæti til framtíðar, samfélagi okkar til heilla. Nýleg merki um atvinnustefnu og orkuöflunarvilja gefa góð fyrirheit um að íslensk stjórnvöld vilji spila til sigurs. Ef við ætlum að keppa þarf leikkerfi okkar að taka mið af styrkleikum okkar og veikleikum og við þurfum að spila bæði sókn og vörn. Sóknin getur m.a. byggt á langtímasamningum um orkusölu í markaðsumhverfi sem er áfram tvískipt, með skilyrtu flæði á milli stórnotenda og almennra notenda. Sóknin getur líka byggt á skilvirkum leyfisferlum og hóflegum sköttum og jafnvel ívilnunum, en ekki niðurgreiðslum, fyrir þær tegundir fjárfestinga sem við viljum laða til okkar. Að lokum þarf sóknin að byggja á áframhaldandi fjárfestingum í lykilinnviðum svo sem raforkuflutningum, gagnaflutningum, samgöngum og frekari þróun iðnaðarlóða. Á sama tíma þurfum við að verjast ógnum gegn samkeppnishæfni Íslands sem felast í tollum eða niðurgreiðslum til iðnaðar og orkuvinnslu, t.d. í Noregi og víðar í Evrópu. Okkar litla hagkerfi getur ekki niðurgreitt orkusækinn iðnað. Tvískipt markaðsumhverfi raforku hefur skilað mjög góðum árangri undanfarna áratugi. Með langtímasamningum fær orkusækinn iðnaður fyrirsjáanleika um samkeppnishæfa raforku gegn skuldbindingum um að halda úti starfsemi af ákveðnu tagi, á ákveðnum stöðum og yfir ákveðinn tíma. Á sama tíma fær almenningur örugga orku á viðráðanlegu verði. Evrópska markaðsfyrirkomulagið væri hægt að laga að íslenskum aðstæðum en það er nú í endurskoðun vegna vaxandi óánægju með samkeppnishæfni iðnaðar og orkuöryggi almennings þar. Íslenska leiðin hefur skapað mikil verðmæti og tryggt hagsmuni almennra notenda og við getum haldið áfram á þessari braut. Viljum við sækja og verjast eins og þarf? Í hvað á orkan okkar að fara? Áframhaldandi fjárfesting í endurnýjanlegri orkuvinnslu, flutningskerfi raforku, fjarskiptatengingum, öðrum innviðum og viðskiptaumhverfi okkar getur gert okkur kleift að viðhalda og sækja fjölbreytt tækifæri til verðmætasköpunar og þannig byggt undir velsæld þjóðarinnar. Við getum t.d. núna ráðist í orkuskiptaverkefni án niðurgreiðslna, framþróun núverandi viðskiptavina og stutt við vöxt í gagnaverum og matvælaframleiðslu. Nú er það okkar allra og þó sérstaklega stjórnvalda að svara mikilvægum spurningum: 1. Í hvað á orkan okkar að fara? Viljum við styðja við núverandi orkusækna starfsemi eins lengi og mögulegt er? Viljum við laða hingað til landsins nýja orkusækna starfsemi? Viljum við ná fram fullum orkuskiptum og taka skref þar sem það er mögulegt án niðurgreiðslna? 2. Hvernig keppum við alþjóðlega í þessum efnum? Við þurfum skýra pólitíska forystu til að svara þessum mikilvægu spurningum. Við bindum vonir við að fyrirhuguð atvinnustefna stjórnvalda og stefna um orkuöflun eyði óvissu um þessi mál á komandi mánuðum. Þannig getum við öll áfram sett kraft í að sækja hagsæld og lífsgæði fyrir okkur og komandi kynslóðir. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar sýndum mikla framsýni og pólitíska forystu fyrir rúmum 60 árum. Þá settum við okkur atvinnustefnu til að skapa verðmæti með öflugri orkuvinnslu og orkusæknum iðnaði og ná jafnframt orkuöryggi fyrir íslenskan almenning. Fyrsta aflstöðin sem nýstofnað orkufyrirtæki þjóðarinnar reisti frá grunni var Búrfellsstöð. Meginhlutverk hennar var að sjá álverinu í Straumsvík fyrir raforku og þegar það tók til starfa 1969 hófst um leið orkusækinn iðnaður hér á landi. Í aðdraganda þessa tók þjóðin fjölmargar ákvarðanir um hvar og hvernig ætti að byggja virkjanir, hvaða iðnað væri æskilegt að laða til landsins og hvernig laga þyrfti viðskiptaumhverfi okkar að nýrri verðmætasköpun. Í stuttu máli: Í hvað á orkan okkar að fara og hvernig keppum við í samfélagi þjóðanna? 12 þúsund störf Vegferðin um uppbyggingu orkuvinnslu og orkusækins iðnaðar hefur alla tíð haft djúpstæð áhrif á íslenskt samfélag og þar sannast að árangur næst þar sem tækifæri og undirbúningur mætast. Núna starfa um 3 þúsund manns við orkuvinnslu og orkusækinn iðnað og afleidd störf eru um 9 þúsund. Ýmsum þekkingarstörfum, t.d. í verkfræðiþjónustu, hefur fjölgað margfalt á þessari vegferð okkar. Núna flytja Íslendingar út þekkingu á hönnun, byggingu og ráðgjöf í orkumálum fyrir milljarða árlega og orkutengd nýsköpunarstörf hér skipta hundruðum. Engin önnur Evrópuþjóð stendur okkur framar í aðgengi að öruggri og hagkvæmri orku, skv. tölum frá World Energy Council. Sú staða er grundvöllur viðnámsþróttar samfélags okkar. Útflutningstekjur orkusækinnar starfsemi voru á síðasta ári tæplega 400 milljarðar kr. Þar fer næststærsti geiri atvinnulífsins á eftir ferðaþjónustunni, en sjávarútvegur og hugverkaiðnaður koma þar rétt á eftir, líka með yfir 300 milljarða hvor. Þessi staða endurspeglast líka í þeirri staðreynd að undanfarin fjögur ár hafa arðgreiðslur Landsvirkjunar til íslensks samfélags numið hátt í 100 milljörðum kr. Það er vert að benda á að Íslendingar eiga Landsvirkjun nánast skuldlausa. Sú staða skapar fjölbreytt tækifæri og slagkraft fyrir mögulegan vöxt og viðgang íslensks samfélags í heimi þar sem lönd keppast nú um að koma sér upp næstu kynslóð hagkerfa endurnýjanleika, hringrásar, hátækni og hagkvæmni. Samkeppnishæfnin forsenda verðmætasköpunar Forsenda verðmætasköpunar á Íslandi er samkeppnishæfni orkuvinnslu, orkusækins iðnaðar og íslensks viðskiptaumhverfis. Allir þessir þættir þurfa að vera samkeppnishæfir til að við getum keppt alþjóðlega. Alþjóðleg samkeppni hefur alltaf verið hörð og fer harðnandi eins og fram kom í nýlegri skýrslu Draghi um samkeppnishæfni Evrópu. Stundum gefur á bátinn og þá þurfum við að aðlagast og finna góðar leiðir áfram. En hver er samkeppnishæfni þessara þriggja þátta, orkuvinnslunnar, orkusækna iðnaðarins og viðskiptaumhverfisins? Okkur hefur tekist að nýta hagkvæma orkukosti og við getum, ef við viljum viðgang og vöxt orkusækinnar starfsemi, haldið áfram að forgangsraða og búa til fyrirsjáanleika um aðgengi að hagkvæmum orkukostum og landnýtingu næstu 10-15 ár. Landnýting okkar undir orkuvinnslu er hlutfallslega um einn þriðji af því sem hún er í Noregi, sem þýðir jafnframt að Norðmenn nota um 10 sinnum meira land undir endurnýjanlega orkuvinnslu en Íslendingar. Næsta áratuginn er samkeppnishæft að vinna orku á Íslandi með vatnsafli, jarðvarma og vindi á landi en aðrir orkukostir ná ekki keppa í hagkvæmni, a.m.k. ekki að svo stöddu. Viljum við nýta þau tækifæri sem blasa við? Eftirspurnin ekki óendanleg Stórnotendur leita til þeirra landa þar sem þeir ná að vera samkeppnishæfir hverju sinni. Þeir dreifa iðulega starfsemi sinni þannig að þeir geti dregið úr eða bætt í framleiðslu þar sem það er hagkvæmast. Við getum stutt viðgang núverandi viðskiptavina og tækifæri til vaxtar nýrrar orkusækinnar starfsemi en við þurfum að vera vel vakandi fyrir sóknarfærum. Eftirspurn eftir raforku á Íslandi er ekki óendanleg eins og stundum hefur verið haldið fram. Hún sveiflast eftir verði og aðstæðum í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Það verður áfram krefjandi verkefni að sækja orkusækinn iðnað til landsins. Þá gildir einu hvort um sé að ræða ál-, kísil- eða gagnaver, matvælaframleiðslu eða orkuskiptaverkefni. Viljum við halda áfram að sækja orkusækna starfsemi? Spilum bæði sókn og vörn Við Íslendingar þurfum að spila skynsamlega ef við viljum keppa í efstu deild viðskiptaumhverfis og hagsmunagæslu og skapa verðmæti til framtíðar, samfélagi okkar til heilla. Nýleg merki um atvinnustefnu og orkuöflunarvilja gefa góð fyrirheit um að íslensk stjórnvöld vilji spila til sigurs. Ef við ætlum að keppa þarf leikkerfi okkar að taka mið af styrkleikum okkar og veikleikum og við þurfum að spila bæði sókn og vörn. Sóknin getur m.a. byggt á langtímasamningum um orkusölu í markaðsumhverfi sem er áfram tvískipt, með skilyrtu flæði á milli stórnotenda og almennra notenda. Sóknin getur líka byggt á skilvirkum leyfisferlum og hóflegum sköttum og jafnvel ívilnunum, en ekki niðurgreiðslum, fyrir þær tegundir fjárfestinga sem við viljum laða til okkar. Að lokum þarf sóknin að byggja á áframhaldandi fjárfestingum í lykilinnviðum svo sem raforkuflutningum, gagnaflutningum, samgöngum og frekari þróun iðnaðarlóða. Á sama tíma þurfum við að verjast ógnum gegn samkeppnishæfni Íslands sem felast í tollum eða niðurgreiðslum til iðnaðar og orkuvinnslu, t.d. í Noregi og víðar í Evrópu. Okkar litla hagkerfi getur ekki niðurgreitt orkusækinn iðnað. Tvískipt markaðsumhverfi raforku hefur skilað mjög góðum árangri undanfarna áratugi. Með langtímasamningum fær orkusækinn iðnaður fyrirsjáanleika um samkeppnishæfa raforku gegn skuldbindingum um að halda úti starfsemi af ákveðnu tagi, á ákveðnum stöðum og yfir ákveðinn tíma. Á sama tíma fær almenningur örugga orku á viðráðanlegu verði. Evrópska markaðsfyrirkomulagið væri hægt að laga að íslenskum aðstæðum en það er nú í endurskoðun vegna vaxandi óánægju með samkeppnishæfni iðnaðar og orkuöryggi almennings þar. Íslenska leiðin hefur skapað mikil verðmæti og tryggt hagsmuni almennra notenda og við getum haldið áfram á þessari braut. Viljum við sækja og verjast eins og þarf? Í hvað á orkan okkar að fara? Áframhaldandi fjárfesting í endurnýjanlegri orkuvinnslu, flutningskerfi raforku, fjarskiptatengingum, öðrum innviðum og viðskiptaumhverfi okkar getur gert okkur kleift að viðhalda og sækja fjölbreytt tækifæri til verðmætasköpunar og þannig byggt undir velsæld þjóðarinnar. Við getum t.d. núna ráðist í orkuskiptaverkefni án niðurgreiðslna, framþróun núverandi viðskiptavina og stutt við vöxt í gagnaverum og matvælaframleiðslu. Nú er það okkar allra og þó sérstaklega stjórnvalda að svara mikilvægum spurningum: 1. Í hvað á orkan okkar að fara? Viljum við styðja við núverandi orkusækna starfsemi eins lengi og mögulegt er? Viljum við laða hingað til landsins nýja orkusækna starfsemi? Viljum við ná fram fullum orkuskiptum og taka skref þar sem það er mögulegt án niðurgreiðslna? 2. Hvernig keppum við alþjóðlega í þessum efnum? Við þurfum skýra pólitíska forystu til að svara þessum mikilvægu spurningum. Við bindum vonir við að fyrirhuguð atvinnustefna stjórnvalda og stefna um orkuöflun eyði óvissu um þessi mál á komandi mánuðum. Þannig getum við öll áfram sett kraft í að sækja hagsæld og lífsgæði fyrir okkur og komandi kynslóðir. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar