Innlent

Píratar kjósa for­mann í lok mánaðar

Agnar Már Másson skrifar
Dóra Björt og Alexandra Briem hafa báðar boðið sig fram.
Dóra Björt og Alexandra Briem hafa báðar boðið sig fram. Samsett Mynd

Píratar munu aftur reyna að kjósa sér sinn fyrsta formann eftir að formgalli varð til þess að fresta þurfti aukaaðalfundi flokksins í október. Annar aukaaðalfundur flokksins verður því haldinn 29. nóvember. Að minnsta kosti tveir borgarfulltrúar sækjast eftir því að verða fyrsti formaður flokksins.

Aukaaðalfundi Pírata var frestað fimmtudaginn 30. október vegna formgalla. Sögulegur fundur var í vændum þar sem til stóð að kjósa í ný formanns- og varaformannsembætti Pírata. 

Frá stofnun flokksins hefur flokkurinn verið formannslaus, en þá hugmynd fékk flokkurinn í arf frá Borgarahreyfingunni.

Þar sem láðist að setja inn í fundarboðið fyrirkomulag á hvernig yrði kostið til embættis formanns þurfti að fresta formannskjörinu sem verður nú haldið 29. nóvember í Veislusmáranum að Sporhömrum 3 samkvæmt tölvupósti sem Píratar sendu félagsmönnum. 

Þar er tekið fram að kjörstjórn muni senda leiðbeiningar vegna kosninganna, sem hefjast viku fyrir aðalfundinn.

Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata og Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn, hafa báðar lýst því yfir að þær muni bjóða sig fram til formanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×