Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. nóvember 2025 12:13 Meðferðarheimilið Stuðlar er til húsa í Grafarvoginum í Reykjavík. vísir/vilhelm Umboðsmaður barna segir stöðuna í meðferðarkerfinu vera grafalvarlega og ítrekar að gæta skuli varúðar þegar valdi er beitt. Starfsmaður Stuðla er með stöðu sakbornings vegna meintrar árásar innan meðferðarheimilisins. Starfsmaður á Stuðlum er grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára dreng sem var skjólstæðingur á meðferðarheimilinu. Meint árás átti sér stað í lok júní en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er atvikalýsing drengsins á þann veg að hann hafi verið að óska eftir því að fá að hringja í móður sína þegar að meint árás hafi átt sér stað. Drengnum hafi verið mikið niðri fyrir og með tárin í augunum þegar að starfsmaðurinn hafnaði beiðni hans og kallaði hann „grenjuskjóðu“. Drengurinn hafi áður verið uppnefndur innan veggja stofnunarinnar og brást því illa við og skvetti úr vatnsglasi á starfsmanninn. Í kjölfarið hafi starfsmaðurinn ráðist á drenginn og beitt hann hálstaki. Barna- og fjölskyldustofa hefur ekki svarað spurningum fréttastofu. Drengurinn hafi verið með sýnilega áverka eftir atvikið. Lögmaður drengsins sagði í gær að drengurinn hafi óttast um líf sitt og að hann hafi komið í verra ástandi út af Stuðlum en hann var í þegar hann fyrst kom þangað. Grafalavarleg staða Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir stöðuna á Stuðlum alvarlega en rúmlega ár er síðan drengur fórst í eldsvoða á heimilinu. Sú rannsókn stendur enn yfir en þrír eru með stöðu sakbornings í málinu. Einnig hefur staðan á meðferðarheimilinu Bjargey verið til umfjöllunar undanfarið. „Ég vil ítreka það sem ég og embættið höfum komið á framfæri oft núna. Staðan í þessum málum er grafalvarleg. Það er nauðsynlegt að taka þessi meðferðarmál til endurskoðunar. Við erum að heyra af allt of mörgum málum, alvarlegum málum í meðferðarkerfinu. Það er ekki hægt að una við þetta lengur,“ segir Salvör. Neyðarástand hafi ríkt í málaflokknum frá síðasta ári. Sem dæmi um viðbrögð nefnir hún að þau hafi þegar hvatt forsætisráðherra til að ráðast í sérstaka rannsókn á afdrifum þeirra sem farið hafa í gegnum meðferðarkerfið. „Ég hvet stjórnvöld til að gera það sem gera þarf. Ég vona svo sannarlega að úr þeirri rannsókn verði sem fyrst. Þeim ber að skoða það hvort það þurfi að víkka út slíka rannsókn.“ Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir/Einar Hún ítrekar að valbeitingu skuli aðeins beita í neyð. „Auðvitað verður að beita valdbeitingu með mikilli varúð. Staðan er auðvitað þannig að þessi hópur barna er í mjög viðkvæmri stöðu og þau sem eru í neyðarvistun á Stuðlum eru frelsissvipt. Þetta er eins viðkvæmur hópur og hægt er. Það þarf að fara eins varlega í þetta og kostur er.“ Málefni Stuðla Barnavernd Réttindi barna Meðferðarheimili Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Starfsmaður á Stuðlum er grunaður um að hafa ráðist á fjórtán ára dreng sem var skjólstæðingur á meðferðarheimilinu. Meint árás átti sér stað í lok júní en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er atvikalýsing drengsins á þann veg að hann hafi verið að óska eftir því að fá að hringja í móður sína þegar að meint árás hafi átt sér stað. Drengnum hafi verið mikið niðri fyrir og með tárin í augunum þegar að starfsmaðurinn hafnaði beiðni hans og kallaði hann „grenjuskjóðu“. Drengurinn hafi áður verið uppnefndur innan veggja stofnunarinnar og brást því illa við og skvetti úr vatnsglasi á starfsmanninn. Í kjölfarið hafi starfsmaðurinn ráðist á drenginn og beitt hann hálstaki. Barna- og fjölskyldustofa hefur ekki svarað spurningum fréttastofu. Drengurinn hafi verið með sýnilega áverka eftir atvikið. Lögmaður drengsins sagði í gær að drengurinn hafi óttast um líf sitt og að hann hafi komið í verra ástandi út af Stuðlum en hann var í þegar hann fyrst kom þangað. Grafalavarleg staða Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir stöðuna á Stuðlum alvarlega en rúmlega ár er síðan drengur fórst í eldsvoða á heimilinu. Sú rannsókn stendur enn yfir en þrír eru með stöðu sakbornings í málinu. Einnig hefur staðan á meðferðarheimilinu Bjargey verið til umfjöllunar undanfarið. „Ég vil ítreka það sem ég og embættið höfum komið á framfæri oft núna. Staðan í þessum málum er grafalvarleg. Það er nauðsynlegt að taka þessi meðferðarmál til endurskoðunar. Við erum að heyra af allt of mörgum málum, alvarlegum málum í meðferðarkerfinu. Það er ekki hægt að una við þetta lengur,“ segir Salvör. Neyðarástand hafi ríkt í málaflokknum frá síðasta ári. Sem dæmi um viðbrögð nefnir hún að þau hafi þegar hvatt forsætisráðherra til að ráðast í sérstaka rannsókn á afdrifum þeirra sem farið hafa í gegnum meðferðarkerfið. „Ég hvet stjórnvöld til að gera það sem gera þarf. Ég vona svo sannarlega að úr þeirri rannsókn verði sem fyrst. Þeim ber að skoða það hvort það þurfi að víkka út slíka rannsókn.“ Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir/Einar Hún ítrekar að valbeitingu skuli aðeins beita í neyð. „Auðvitað verður að beita valdbeitingu með mikilli varúð. Staðan er auðvitað þannig að þessi hópur barna er í mjög viðkvæmri stöðu og þau sem eru í neyðarvistun á Stuðlum eru frelsissvipt. Þetta er eins viðkvæmur hópur og hægt er. Það þarf að fara eins varlega í þetta og kostur er.“
Málefni Stuðla Barnavernd Réttindi barna Meðferðarheimili Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira