Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 14. nóvember 2025 09:02 Öll börn eiga skilið að njóta bernsku sinnar. Börn sem upplifa öryggi og njóta sín ná meiri árangri í námi og öðlast meiri félagshæfni en önnur börn. Tryggasta leiðin til að skapa samfélag með jöfnum tækifærum fyrir alla er að byggja upp skólakerfi sem eflir öll börn og ungmenni til aukinnar menntunar, mennsku og farsældar, óháð bakgrunni þeirra. Við viljum menntakerfi sem gerir öllum kleift að ná árangri og upplifa gildi virkrar samfélagsþátttöku. Íslendingum af erlendum uppruna fjölgar stöðugt. Fjölgunin hefur verið ör alla þessa öld en frá lokum Covid-19 hefur fjölgunin verið veruleg. Stór hópur þessara nýju Íslendinga eru börn. Við þurfum að opna faðminn gagnvart þessum börnum, og bjóða þeim með, hlusta á raddir þeirra og sýna áhuga og samkennd gangvart þeirra reynslu og þekkingu. Við tölum um inngildingu en hún snýr að því að skapa tækifæri og vettvang fyrir alla til virkrar lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu óháð bakgrunni, tungumáli eða öðrum þáttum sem allt of oft ýta undir fordóma, aðskilnað og mismunun. Þetta gildir jafnt um börnin og foreldra þeirra. Kennum íslensku í sérhverjum skóla En það er vandasamt að taka á móti börnum sem kunna ekki stakt orð í íslensku og mennta þau. Þetta þekkja allir kennarar. Bakgrunnur barnanna er afar ólíkur og við þurfum að gefa þeim tíma til að fóta sig í samfélaginu um leið og við þurfum að opna faðminn. Það þarf að vera til staðar þekking, umgjörð og skipulag sem styður vel við nám nýkominna nemenda. Í nokkrum sveitarfélögum hefur byggst upp góð reynsla í að skapa nýjum nemendum sérstakar aðstæður fyrstu vikurnar í íslenskum skóla og vísa ég þá til dæmis til Háaleitisskóla í Reykjanesbæ og fjögurra íslenskuvera Reykjavíkurborgar. Þarna fá börnin mikilvægt skjól fyrstu vikurnar í skóla en eru samt strax hluti af skólasamfélaginu með þátttöku í frístundastarfi og þeim námsgreinum sem þau hafa forsendur til, líkt og íþróttir, list- og verkgreinar og stærðfræði, allt eftir námslegri stöðu. Íslenskukennsla strax Þessir nemendur þurfa markvissa kennslu og það verður að vera til staðar þekking hjá kennurum í að fylgja eftir hæfniramma í íslensku sem öðru tungumáli. Það þarf að tryggja öllum börnunum gæðakennslu og það er á ábyrgð fræðsluyfirvalda og skólastjórnenda. Hún þarf að hefjast strax þegar barn flyst til landsins og vera í boði öllum börnum. Mikilvægt er að byrja strax á að aðstoða börn en einnig þarf að huga að foreldrunum og þurfa þeir að taka virkan þátt í íslenskukennslu barna sinna til að byrja með. Ég sé fyrir mér að foreldrar fái foreldrafræðslu og menningarmiðlun í einhvern tíma eftir að barn byrjar í skóla. Yfirfærslan úr skjóli fyrstu viknanna yfir í fulla þátttöku í almennu bekk þarf síðan að vera skýr og vel studd. Það skiptir líka máli að kennarar hafi aðgengi að starfsþróun á þessu sviði, hafi gott aðgengi að námsefni og verkfærum en það erum við í Mennta- og barnamálaráðuneytinu og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu að byggja upp í gegnum MEMM verkefnið. Það á ekki hver og einn kennari, skóli eða sveitarfélag að þurfa að finna upp hjólið. Við þurfum og ætlum að gera betur. Það er ekki inngilding að setja nemendur strax inn í almennan bekk skóla án viðeigandi stuðnings og það er ekki heldur inngilding að stofna sérstaka móttökuskóla. Veitum börnunum öryggi í fyrstu skrefunum og styðjum þau til vaxtar í gegnum farsælt skóla- og frístundastarf. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Íslensk tunga Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innflytjendamál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Öll börn eiga skilið að njóta bernsku sinnar. Börn sem upplifa öryggi og njóta sín ná meiri árangri í námi og öðlast meiri félagshæfni en önnur börn. Tryggasta leiðin til að skapa samfélag með jöfnum tækifærum fyrir alla er að byggja upp skólakerfi sem eflir öll börn og ungmenni til aukinnar menntunar, mennsku og farsældar, óháð bakgrunni þeirra. Við viljum menntakerfi sem gerir öllum kleift að ná árangri og upplifa gildi virkrar samfélagsþátttöku. Íslendingum af erlendum uppruna fjölgar stöðugt. Fjölgunin hefur verið ör alla þessa öld en frá lokum Covid-19 hefur fjölgunin verið veruleg. Stór hópur þessara nýju Íslendinga eru börn. Við þurfum að opna faðminn gagnvart þessum börnum, og bjóða þeim með, hlusta á raddir þeirra og sýna áhuga og samkennd gangvart þeirra reynslu og þekkingu. Við tölum um inngildingu en hún snýr að því að skapa tækifæri og vettvang fyrir alla til virkrar lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu óháð bakgrunni, tungumáli eða öðrum þáttum sem allt of oft ýta undir fordóma, aðskilnað og mismunun. Þetta gildir jafnt um börnin og foreldra þeirra. Kennum íslensku í sérhverjum skóla En það er vandasamt að taka á móti börnum sem kunna ekki stakt orð í íslensku og mennta þau. Þetta þekkja allir kennarar. Bakgrunnur barnanna er afar ólíkur og við þurfum að gefa þeim tíma til að fóta sig í samfélaginu um leið og við þurfum að opna faðminn. Það þarf að vera til staðar þekking, umgjörð og skipulag sem styður vel við nám nýkominna nemenda. Í nokkrum sveitarfélögum hefur byggst upp góð reynsla í að skapa nýjum nemendum sérstakar aðstæður fyrstu vikurnar í íslenskum skóla og vísa ég þá til dæmis til Háaleitisskóla í Reykjanesbæ og fjögurra íslenskuvera Reykjavíkurborgar. Þarna fá börnin mikilvægt skjól fyrstu vikurnar í skóla en eru samt strax hluti af skólasamfélaginu með þátttöku í frístundastarfi og þeim námsgreinum sem þau hafa forsendur til, líkt og íþróttir, list- og verkgreinar og stærðfræði, allt eftir námslegri stöðu. Íslenskukennsla strax Þessir nemendur þurfa markvissa kennslu og það verður að vera til staðar þekking hjá kennurum í að fylgja eftir hæfniramma í íslensku sem öðru tungumáli. Það þarf að tryggja öllum börnunum gæðakennslu og það er á ábyrgð fræðsluyfirvalda og skólastjórnenda. Hún þarf að hefjast strax þegar barn flyst til landsins og vera í boði öllum börnum. Mikilvægt er að byrja strax á að aðstoða börn en einnig þarf að huga að foreldrunum og þurfa þeir að taka virkan þátt í íslenskukennslu barna sinna til að byrja með. Ég sé fyrir mér að foreldrar fái foreldrafræðslu og menningarmiðlun í einhvern tíma eftir að barn byrjar í skóla. Yfirfærslan úr skjóli fyrstu viknanna yfir í fulla þátttöku í almennu bekk þarf síðan að vera skýr og vel studd. Það skiptir líka máli að kennarar hafi aðgengi að starfsþróun á þessu sviði, hafi gott aðgengi að námsefni og verkfærum en það erum við í Mennta- og barnamálaráðuneytinu og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu að byggja upp í gegnum MEMM verkefnið. Það á ekki hver og einn kennari, skóli eða sveitarfélag að þurfa að finna upp hjólið. Við þurfum og ætlum að gera betur. Það er ekki inngilding að setja nemendur strax inn í almennan bekk skóla án viðeigandi stuðnings og það er ekki heldur inngilding að stofna sérstaka móttökuskóla. Veitum börnunum öryggi í fyrstu skrefunum og styðjum þau til vaxtar í gegnum farsælt skóla- og frístundastarf. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun