Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. nóvember 2025 16:15 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Félagar í Kennarasambandi Íslands hafa ekki fengið launahækkun samkvæmt ákvæði um launatöfluauka í kjarasamningi sem undirritaður var í nóvember í fyrra. Formaður Kennarasambandsins telur að kennarar eigi fullan rétt á hækkuninni og segir deiluna snúast um orðaleiki, en málinu hefur verið vísað til Félagsdóms. „Í síðustu kjarasamningsgerð var búið til atriði sem heitir launatöfluauki, sem þýðir að einu sinnui á ári eru reiknað hvað laun hafa hækkað mikið á almennum vinnumarkaði,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. „Ef þau hafa hækkað meira en á opinberum markaði á að hækka laun á móti. Ef laun hækkuðu til dæmis um þrjú prósent á almennum markaði, en tvö prósent hjá hinu opinbera, á sjálfkrafa að koma hækkun upp á eitt prósent.“ „Þetta er orðaleikur“ Magnús segir að félagar í BHM og BSRB hafi verið með viðlíka ákvæði í sínum kjarasamningum og hafi fengið umrædda hækkun í september. Kennarar hafi ekki fengið sína hækkun vegna þess að launagreiðendur halda því fram að kjarasamningur þeirra hafi verið óvenjulegur, hann hafi verið innanhússtillaga en ekki hefðbundinn kjarasamningur. „Við í Kennarasambandinu segjum að þetta sé venjulegur kjarasamningur hjá okkur. Við segjum, þetta er orðaleikur, þvæla. Sannarlega á okkar fólk sama rétt og BSRB á þessum launatöfluauka.“ „Mismunandi skilningur á orðalagi þýðir að okkar fólk er ekki að fá þennan launatöfluauka núna.“ Samkvæmt samningi hafi kennarar átt að fá launahækkun frá og með fyrsta september síðastliðnum. Kennarasambandið hafi ákveðið að stefna launagreiðendum og stefnan hafi verið tekin til þingfestingar á þriðjudaginn. Málsaðilum hafi verið gefinn frestur til 15. desember að skila inn greinargerðum, og dómurinn verði væntanlega tekinn upp í janúar eða febrúar. „Launagreiðendur segja að innanhússtillaga sé ekki formlegur kjarasamningur. Dómurinn mun koma til með að hafa áhrif. Ef þetta tekur ekki gildi mun það draga verulega úr vægi innanhússtillagna,“ segir Magnús Þór. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
„Í síðustu kjarasamningsgerð var búið til atriði sem heitir launatöfluauki, sem þýðir að einu sinnui á ári eru reiknað hvað laun hafa hækkað mikið á almennum vinnumarkaði,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. „Ef þau hafa hækkað meira en á opinberum markaði á að hækka laun á móti. Ef laun hækkuðu til dæmis um þrjú prósent á almennum markaði, en tvö prósent hjá hinu opinbera, á sjálfkrafa að koma hækkun upp á eitt prósent.“ „Þetta er orðaleikur“ Magnús segir að félagar í BHM og BSRB hafi verið með viðlíka ákvæði í sínum kjarasamningum og hafi fengið umrædda hækkun í september. Kennarar hafi ekki fengið sína hækkun vegna þess að launagreiðendur halda því fram að kjarasamningur þeirra hafi verið óvenjulegur, hann hafi verið innanhússtillaga en ekki hefðbundinn kjarasamningur. „Við í Kennarasambandinu segjum að þetta sé venjulegur kjarasamningur hjá okkur. Við segjum, þetta er orðaleikur, þvæla. Sannarlega á okkar fólk sama rétt og BSRB á þessum launatöfluauka.“ „Mismunandi skilningur á orðalagi þýðir að okkar fólk er ekki að fá þennan launatöfluauka núna.“ Samkvæmt samningi hafi kennarar átt að fá launahækkun frá og með fyrsta september síðastliðnum. Kennarasambandið hafi ákveðið að stefna launagreiðendum og stefnan hafi verið tekin til þingfestingar á þriðjudaginn. Málsaðilum hafi verið gefinn frestur til 15. desember að skila inn greinargerðum, og dómurinn verði væntanlega tekinn upp í janúar eða febrúar. „Launagreiðendur segja að innanhússtillaga sé ekki formlegur kjarasamningur. Dómurinn mun koma til með að hafa áhrif. Ef þetta tekur ekki gildi mun það draga verulega úr vægi innanhússtillagna,“ segir Magnús Þór.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira