Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2025 16:41 Frá Kjarnagötu á Akureyri þar sem voðaverkin áttu sér stað. Vísir Þorsteinn Hermann Þorbjörnsson hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að svipta sambýliskonu sína lífi á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl í fyrra og dæmdur í sextán ára fangelsi. Í Héraðsdómi Norðurlands eystra var hann ekki dæmdur fyrir manndráp heldur ofbeldi í nánu sambandi sem leiddi til dauða og aðeins dæmdur til tólf ára fangelsisvistar. Sá dómur var harðlega gagnrýndur. Landsréttur kvað upp sinn dóm síðdegis. Í dóminum segir að eftir uppkvaðningu dóms héraðsdóms hafi geðlæknar verið dómkvaddir til þess að meta sakhæfi Þorsteins Hermanns. Niðurstaða þeirra hafi verið að Þorsteinn hafi á verknaðartíma ekki verið haldinn neinum þeim sjúkdómum sem taldir séu upp í almennum hegningarlögum, sem hefðu gert hann alls ófæran um að stjórna gerðum sínum. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra, þar sem málsatvikum er lýst, er ítarlega reifaður í fréttinni hér að neðan: Gat ekki dulist að bani gæti hlotist af atlögunni Í dómi Landsréttar segir að rétturinn hafi talið að þótt ekki lægi fyrir hvernig Þorsteinn Hermann hafi veitt konunni þann áverka sem dró hana til dauða, þá yrði ekki véfengt með skynsamlegum rökum að hann hefði veitt henni þá áverka sem leiddu til andláts hennar. Rétturinn hafi talið að áverkar konunnar hefðu hlotist af krafti sem Þorsteinn Hermann hafi beitt gagnvart kviði, höfði, hálsi, bringu, brjóstkassa og útlimum með þeim afleiðingum sem lýst var í ákæru. Rétturinn hafi miðað við að atlaga hans hefði beinst sérstaklega að viðkvæmum svæðum líkamans og verið ofsafengin. Lagt hafi verið til grundvallar að Þorsteini Hermanni hafi ekki getað dulist að bani gæti hlotist af atlögunni. Hann hafi því verið sakfelldur fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi. Einnig sakfelldur fyrir fyrra ofbeldisverk Þorsteinn Hermann var einnig ákærður fyrir brot í nánu sambandi í febrúar sama ár og hann banaði konunni. Hann var sagður hafa nefbrotið konuna, veitt henni áverka aftan á hálsi og hnakka, undir öðru auga og á handlegg. Hann var sakfelldur fyrir það brot bæði í héraði og Landsrétti. Þorsteinn Hermann var í héraði dæmdur til að greiða tveimur sonum þeirra fjórar milljónir króna hvorum í miskabætur og öðrum þeirra 1,1 milljón króna í skaðabætur vegna útfararkostnaðar. Landsréttur lækkaði miskabæturnar í þrjár milljónir og staðfesti dóm héraðsdóms varðandi skaðabæturnar. Dómurinn harðlega gagnrýndur Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra var harðlega gagnrýndur á sínum tíma. Meginástæðan var að Þorsteinn var ekki dæmdur fyrir manndráp, þar sem ekki taldist sannað að hann hefði haft ásetning til þess að myrða konu sína né hefði mátt vita að bani hlytist af árás hans. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, sagði í samtali við fréttastofu að sá dómur hefði valdið henni vonbrigðum. Hún velti því fyrir sér hvort dómurinn hafi verið mildari vegna þess að um heimilisofbeldi hafi verið að ræða. „Maður hefur það á tilfinningunni að það vinni gegn dómnum að þetta sé heimilisofbeldi, að þetta langvarandi hræðilega ofbeldi sem hefur átt sér stað skuli enda svona. Ef þetta hefði verið utanaðkomandi aðili sem hefði komið inn á heimilið og framið slíkan verknað, því ef maður les dóminn þá er verknaðurinn greinilega til þess fallinn að valda miklum skaða, þá hugsar maður sig um hvort dómurinn hefði hljómað öðruvísi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Akureyri Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Landsréttur kvað upp sinn dóm síðdegis. Í dóminum segir að eftir uppkvaðningu dóms héraðsdóms hafi geðlæknar verið dómkvaddir til þess að meta sakhæfi Þorsteins Hermanns. Niðurstaða þeirra hafi verið að Þorsteinn hafi á verknaðartíma ekki verið haldinn neinum þeim sjúkdómum sem taldir séu upp í almennum hegningarlögum, sem hefðu gert hann alls ófæran um að stjórna gerðum sínum. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra, þar sem málsatvikum er lýst, er ítarlega reifaður í fréttinni hér að neðan: Gat ekki dulist að bani gæti hlotist af atlögunni Í dómi Landsréttar segir að rétturinn hafi talið að þótt ekki lægi fyrir hvernig Þorsteinn Hermann hafi veitt konunni þann áverka sem dró hana til dauða, þá yrði ekki véfengt með skynsamlegum rökum að hann hefði veitt henni þá áverka sem leiddu til andláts hennar. Rétturinn hafi talið að áverkar konunnar hefðu hlotist af krafti sem Þorsteinn Hermann hafi beitt gagnvart kviði, höfði, hálsi, bringu, brjóstkassa og útlimum með þeim afleiðingum sem lýst var í ákæru. Rétturinn hafi miðað við að atlaga hans hefði beinst sérstaklega að viðkvæmum svæðum líkamans og verið ofsafengin. Lagt hafi verið til grundvallar að Þorsteini Hermanni hafi ekki getað dulist að bani gæti hlotist af atlögunni. Hann hafi því verið sakfelldur fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi. Einnig sakfelldur fyrir fyrra ofbeldisverk Þorsteinn Hermann var einnig ákærður fyrir brot í nánu sambandi í febrúar sama ár og hann banaði konunni. Hann var sagður hafa nefbrotið konuna, veitt henni áverka aftan á hálsi og hnakka, undir öðru auga og á handlegg. Hann var sakfelldur fyrir það brot bæði í héraði og Landsrétti. Þorsteinn Hermann var í héraði dæmdur til að greiða tveimur sonum þeirra fjórar milljónir króna hvorum í miskabætur og öðrum þeirra 1,1 milljón króna í skaðabætur vegna útfararkostnaðar. Landsréttur lækkaði miskabæturnar í þrjár milljónir og staðfesti dóm héraðsdóms varðandi skaðabæturnar. Dómurinn harðlega gagnrýndur Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra var harðlega gagnrýndur á sínum tíma. Meginástæðan var að Þorsteinn var ekki dæmdur fyrir manndráp, þar sem ekki taldist sannað að hann hefði haft ásetning til þess að myrða konu sína né hefði mátt vita að bani hlytist af árás hans. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, sagði í samtali við fréttastofu að sá dómur hefði valdið henni vonbrigðum. Hún velti því fyrir sér hvort dómurinn hafi verið mildari vegna þess að um heimilisofbeldi hafi verið að ræða. „Maður hefur það á tilfinningunni að það vinni gegn dómnum að þetta sé heimilisofbeldi, að þetta langvarandi hræðilega ofbeldi sem hefur átt sér stað skuli enda svona. Ef þetta hefði verið utanaðkomandi aðili sem hefði komið inn á heimilið og framið slíkan verknað, því ef maður les dóminn þá er verknaðurinn greinilega til þess fallinn að valda miklum skaða, þá hugsar maður sig um hvort dómurinn hefði hljómað öðruvísi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Akureyri Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira