Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir og Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifa 14. nóvember 2025 12:00 Þrátt fyrir nýlegar umbætur á Menntasjóði námsmanna er ljóst að íslenska námslánakerfið nær enn ekki markmiði sínu um að fjárfesta í framtíð þjóðarinnar. Enn er íslenskum háskólanemum gert að greiða markaðsvexti af lánum sínum, sem hefur í för með sér afar þunga greiðslubyrði. Nokkuð sem samræmist illa því hlutverki sjóðsins að vera félagslegur jöfnunarsjóður, sem ætlað er að tryggja íslenskum stúdentum jöfn tækifæri til háskólamenntunar. Þó að ákveðnar lagfæringar hafi verið gerðar á lögum um sjóðinn er verkefninu ekki lokið. Heildarendurskoðun laganna stendur fyrir dyrum og mikilvægt er að hefja hana án frekari tafa. LÍS og BHM eru tilbúin í þá vinnu. Afnemum vaxtaálagið Við stofnun Menntasjóðs námsmanna var tekin sú umdeilda ákvörðun að færa áhættuna af vanskilum frá ríkinu yfir á lántakendur. Þeir bera nú ekki aðeins markaðsvexti, sem eru margfalt hærri en í hinu gamla LÍN-kerfi, heldur greiða einnig fyrir þau lán sem fara í vanskil. Það er gert með vaxtaálagi, sem hefur verið haldið föstu í hæstu hæðum (0,8% aukavextir) frá því nýja kerfið var innleitt. Þetta er eitt af því sem gerir MSNM-kerfið mun ósanngjarnara en eldra kerfi og eitt af því sem stjórnvöld verða að sýna vilja til að leiðrétta. Með því aðafnema vaxtaálagiðer hægt að tryggja að áhætta vegna vanskila bitni ekki á stúdentum. Burt með 35 ára múrinn Það er vert að skoða ákvæði laganna um þröskuldinn sem takmarkar möguleika til tekjutengingar endurgreiðslu lánanna. Aldurstakmark tekjutengingar endurgreiðslna mismunar þeim sem ljúka námi síðar á lífsleiðinni. Sem stendur er eingöngu möguleiki fyrir lántakendur að sækja um tekjutengdar afborganir ef þeir eru undir 35 ára aldri. Þetta fer ekki saman við þá staðreynd að meðalaldur íslenskra stúdenta er hærri en almennt gerist í Evrópu. Sama gildir um skort á sveigjanleika gagnvart foreldrum í námi. Núverandi reglur gera ekki ráð fyrir töku fæðingarorlofs eða tímabundnu hléi til að sinna ungum börnum, sem getur leitt til þess að foreldrar missi lánshæfi eða námsstyrk. Þetta er óviðunandi og þarf að leiðrétta með hagsmuni foreldra í námi og barna þeirra að leiðarljósi. Stuðningur í formi sveigjanleika Til að tryggja jafnt aðgengi til náms og raunverulegan stuðning við stúdenta kalla LÍS og BHM eftir námslánakerfi sem tekur mið af fjölbreyttum aðstæðum íslenskra stúdenta. Námsstyrkur við útskrift á að vera hvati til þess að klára háskólanám á réttum tíma, en án svigrúms er það einfaldlega refsing fyrir þau sem standa hallari fæti efnahagslega og foreldra í námi. Að lokum krefjumst við þess að fyrirkomulagið um lán fyrir loknum einingum sé endurskoðað. Ef stúdentar ná ekki að klára lágmarkseiningafjölda, sem er í dag 22 ECTS, ber þeim að endurgreiða strax lán annarinnar - þó að um sé að ræða lán með markaðsvöxtum. Hægt væri að taka norska styrkjakerfið til fyrirmyndar, en þar fá stúdentar lánað fyrir skráðum einingum. Ef lágmarksnámsárangri er ekki náð fær viðkomandi samt lánið en missir rétt á námsstyrk þá önnina, í stað þess að vera refsað með reikningi upp á hálfa milljón. Fjárfesting í fólki Námslánakerfið á að vera fjárfesting í framtíð þjóðarinnar. Til þess að svo megi verða þarf að breyta nokkrum mikilvægum atriðum; létta endurgreiðslubyrði með lægra vaxtastigi, afnema vaxtaálagið, auka sveigjanleika og tryggja að kerfið geti brugðist við óvæntum atburðum í lífi stúdenta meðan á námstíma stendur. Eins er mikilvægt að auka hlut námsstyrkja í kerfinu og endurskoða aldurstengdar hindranir. Þetta myndi tryggja að sjóðurinn standi undir félagslegu hlutverki sínu og opni fólki leið að háskólamenntun án þess að það þurfi að leggja lífsafkomu sína að veði. Með þetta að leiðarljósi eru LÍS og BHM til í vinnuna við frekari endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna. Höfundar: Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM og Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla- og menntamál Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir nýlegar umbætur á Menntasjóði námsmanna er ljóst að íslenska námslánakerfið nær enn ekki markmiði sínu um að fjárfesta í framtíð þjóðarinnar. Enn er íslenskum háskólanemum gert að greiða markaðsvexti af lánum sínum, sem hefur í för með sér afar þunga greiðslubyrði. Nokkuð sem samræmist illa því hlutverki sjóðsins að vera félagslegur jöfnunarsjóður, sem ætlað er að tryggja íslenskum stúdentum jöfn tækifæri til háskólamenntunar. Þó að ákveðnar lagfæringar hafi verið gerðar á lögum um sjóðinn er verkefninu ekki lokið. Heildarendurskoðun laganna stendur fyrir dyrum og mikilvægt er að hefja hana án frekari tafa. LÍS og BHM eru tilbúin í þá vinnu. Afnemum vaxtaálagið Við stofnun Menntasjóðs námsmanna var tekin sú umdeilda ákvörðun að færa áhættuna af vanskilum frá ríkinu yfir á lántakendur. Þeir bera nú ekki aðeins markaðsvexti, sem eru margfalt hærri en í hinu gamla LÍN-kerfi, heldur greiða einnig fyrir þau lán sem fara í vanskil. Það er gert með vaxtaálagi, sem hefur verið haldið föstu í hæstu hæðum (0,8% aukavextir) frá því nýja kerfið var innleitt. Þetta er eitt af því sem gerir MSNM-kerfið mun ósanngjarnara en eldra kerfi og eitt af því sem stjórnvöld verða að sýna vilja til að leiðrétta. Með því aðafnema vaxtaálagiðer hægt að tryggja að áhætta vegna vanskila bitni ekki á stúdentum. Burt með 35 ára múrinn Það er vert að skoða ákvæði laganna um þröskuldinn sem takmarkar möguleika til tekjutengingar endurgreiðslu lánanna. Aldurstakmark tekjutengingar endurgreiðslna mismunar þeim sem ljúka námi síðar á lífsleiðinni. Sem stendur er eingöngu möguleiki fyrir lántakendur að sækja um tekjutengdar afborganir ef þeir eru undir 35 ára aldri. Þetta fer ekki saman við þá staðreynd að meðalaldur íslenskra stúdenta er hærri en almennt gerist í Evrópu. Sama gildir um skort á sveigjanleika gagnvart foreldrum í námi. Núverandi reglur gera ekki ráð fyrir töku fæðingarorlofs eða tímabundnu hléi til að sinna ungum börnum, sem getur leitt til þess að foreldrar missi lánshæfi eða námsstyrk. Þetta er óviðunandi og þarf að leiðrétta með hagsmuni foreldra í námi og barna þeirra að leiðarljósi. Stuðningur í formi sveigjanleika Til að tryggja jafnt aðgengi til náms og raunverulegan stuðning við stúdenta kalla LÍS og BHM eftir námslánakerfi sem tekur mið af fjölbreyttum aðstæðum íslenskra stúdenta. Námsstyrkur við útskrift á að vera hvati til þess að klára háskólanám á réttum tíma, en án svigrúms er það einfaldlega refsing fyrir þau sem standa hallari fæti efnahagslega og foreldra í námi. Að lokum krefjumst við þess að fyrirkomulagið um lán fyrir loknum einingum sé endurskoðað. Ef stúdentar ná ekki að klára lágmarkseiningafjölda, sem er í dag 22 ECTS, ber þeim að endurgreiða strax lán annarinnar - þó að um sé að ræða lán með markaðsvöxtum. Hægt væri að taka norska styrkjakerfið til fyrirmyndar, en þar fá stúdentar lánað fyrir skráðum einingum. Ef lágmarksnámsárangri er ekki náð fær viðkomandi samt lánið en missir rétt á námsstyrk þá önnina, í stað þess að vera refsað með reikningi upp á hálfa milljón. Fjárfesting í fólki Námslánakerfið á að vera fjárfesting í framtíð þjóðarinnar. Til þess að svo megi verða þarf að breyta nokkrum mikilvægum atriðum; létta endurgreiðslubyrði með lægra vaxtastigi, afnema vaxtaálagið, auka sveigjanleika og tryggja að kerfið geti brugðist við óvæntum atburðum í lífi stúdenta meðan á námstíma stendur. Eins er mikilvægt að auka hlut námsstyrkja í kerfinu og endurskoða aldurstengdar hindranir. Þetta myndi tryggja að sjóðurinn standi undir félagslegu hlutverki sínu og opni fólki leið að háskólamenntun án þess að það þurfi að leggja lífsafkomu sína að veði. Með þetta að leiðarljósi eru LÍS og BHM til í vinnuna við frekari endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna. Höfundar: Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM og Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun