„Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 14. nóvember 2025 13:32 Þegar alvarleg kynferðisbrot koma upp - sér í lagi þegar börn eru þolendur - bregður mörgum hversu ítarlegar og nákvæmar lýsingar birtast í fjölmiðlum. Oft spyr ég mig til hvers við erum með lokað þinghald til að vernda brotaþola þegar lýsingar á ofbeldinu birtast svo nánast óhindrað í fjölmiðlum? Við eigum að vernda þolendur, ekki aðeins lagalega, heldur einnig tilfinningalega og félagslega. Orðalag sem afvegaleiðir og skaðar þolendur Fyrir utan þessar berskjaldandi lýsingar sést oft orðalag sem villir um fyrir lesendum, til dæmis að ,,samræði” hafi átt sér stað á milli fullorðins og barns. Slíkt orðalag er ekki aðeins rangt heldur skaðlegt. Barn getur aldrei gefið samþykki til kynferðislegra athafna, sama hverjar aðstæðurnar eru. Þegar fullorðinn einstaklingur snertir barn á kynferðislegan hátt er það alltaf ofbeldi og alltaf kynferðisbrot, óháð því hvaða lýsingar koma í fréttum eða lagalegum textum. Í nýlegri frétt um karlmann sem var ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni var sagt að hann hafi haft „önnur kynferðismök en samræði við stúlku” og að hann hafði „notfært sér að þannig var ástatt um stúlkuna að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga”. Hvernig er hægt að halda því fram að fullorðnir hafi „samræði“ við börn og hvernig eiga börn að geta spornað við kynferðisofbeldi? Ábyrgðin aldrei á brotaþolum Enn og aftur er ábyrgðin sett á þolendur að geta einhvern veginn spornað við verknaðinum, líka þegar þau eru leikskólabörn. Við sem samfélag getum ekki samþykkt þetta orðalag. Það getur ekki átt heima í lagalegu umhverfi sem snýr að börnum. Þegar notað er rangt orðalag hlífum við ekki þolendum - við hlífum gerendum. Með því að velja orð sem hljóma gagnkvæm eða hlutlaus er hægt að draga úr ábyrgð þess sem braut gegn barni. Raunveruleikinn er sá að: barn getur ekki gefið samþykki og getur ekki varið sig, sérstaklega ekki gegn fullorðnum. Fjölmiðlar verða að axla ábyrgð Ef fjölmiðlar vilja gegna hlutverki sínu sem verndarar gagnsæis og upplýsinga verða þeir að byrja á því að nota rétt og skýrt orðalag. Það verður að vera hægt að fjalla um þessi mál án þess að endurtaka ranghugmyndir réttarkerfis fortíðar eða menningar sem hefur forðast að nefna hluti sínum réttu nöfnum. Við hljótum að vera öll sammála um að núverandi nálgun er bæði úrelt og dregur úr alvarleika brota. Orð móta viðhorf. „Samræði við barn“ er orðalag sem er ekki til í raunveruleikanum. Þetta er alltaf ofbeldi. Þetta er alltaf misnotkun. Þetta er alltaf nauðgun. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þegar alvarleg kynferðisbrot koma upp - sér í lagi þegar börn eru þolendur - bregður mörgum hversu ítarlegar og nákvæmar lýsingar birtast í fjölmiðlum. Oft spyr ég mig til hvers við erum með lokað þinghald til að vernda brotaþola þegar lýsingar á ofbeldinu birtast svo nánast óhindrað í fjölmiðlum? Við eigum að vernda þolendur, ekki aðeins lagalega, heldur einnig tilfinningalega og félagslega. Orðalag sem afvegaleiðir og skaðar þolendur Fyrir utan þessar berskjaldandi lýsingar sést oft orðalag sem villir um fyrir lesendum, til dæmis að ,,samræði” hafi átt sér stað á milli fullorðins og barns. Slíkt orðalag er ekki aðeins rangt heldur skaðlegt. Barn getur aldrei gefið samþykki til kynferðislegra athafna, sama hverjar aðstæðurnar eru. Þegar fullorðinn einstaklingur snertir barn á kynferðislegan hátt er það alltaf ofbeldi og alltaf kynferðisbrot, óháð því hvaða lýsingar koma í fréttum eða lagalegum textum. Í nýlegri frétt um karlmann sem var ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni var sagt að hann hafi haft „önnur kynferðismök en samræði við stúlku” og að hann hafði „notfært sér að þannig var ástatt um stúlkuna að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga”. Hvernig er hægt að halda því fram að fullorðnir hafi „samræði“ við börn og hvernig eiga börn að geta spornað við kynferðisofbeldi? Ábyrgðin aldrei á brotaþolum Enn og aftur er ábyrgðin sett á þolendur að geta einhvern veginn spornað við verknaðinum, líka þegar þau eru leikskólabörn. Við sem samfélag getum ekki samþykkt þetta orðalag. Það getur ekki átt heima í lagalegu umhverfi sem snýr að börnum. Þegar notað er rangt orðalag hlífum við ekki þolendum - við hlífum gerendum. Með því að velja orð sem hljóma gagnkvæm eða hlutlaus er hægt að draga úr ábyrgð þess sem braut gegn barni. Raunveruleikinn er sá að: barn getur ekki gefið samþykki og getur ekki varið sig, sérstaklega ekki gegn fullorðnum. Fjölmiðlar verða að axla ábyrgð Ef fjölmiðlar vilja gegna hlutverki sínu sem verndarar gagnsæis og upplýsinga verða þeir að byrja á því að nota rétt og skýrt orðalag. Það verður að vera hægt að fjalla um þessi mál án þess að endurtaka ranghugmyndir réttarkerfis fortíðar eða menningar sem hefur forðast að nefna hluti sínum réttu nöfnum. Við hljótum að vera öll sammála um að núverandi nálgun er bæði úrelt og dregur úr alvarleika brota. Orð móta viðhorf. „Samræði við barn“ er orðalag sem er ekki til í raunveruleikanum. Þetta er alltaf ofbeldi. Þetta er alltaf misnotkun. Þetta er alltaf nauðgun. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar