Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar 14. nóvember 2025 14:33 Þann 10. nóvember síðastliðinn birtist á vef stjórnarráðsins yfirlýsing frá utanríkisráðherra, í kjölfar þess að ráðherrann hafði synjað Vélfagi ehf. um framlengingu á undanþágu frá frystingu fjármuna þess. Í yfirlýsingunni heldur utanríkisráðherrann því meðal annars fram að skort hafi á samstarfsvilja af hálfu Vélfags ehf., að félagið hafi ekki gripið til lögmætra aðgerða til að fá frystingunni aflétt og gerðar hafi verið tilraunir af félagsins hálfu til að grafa undan tilgangi frystingar fjármuna þess. Þessar ásakanir utanríkisráðherra eru rangar og gefa vísbendingu um að utanríkisráðherra hafi hvorki kynnt sér samskipti Vélfags ehf. við undirmenn hans né þau gögn sem lögð hafa verið fram af félagsins hálfu. Hið rétta er að Vélfag ehf., stjórnendur félagsins og hluthafar hafa sýnt fullan samstarfsvilja allt frá því Arion banki hf. tilkynnti Vélfagi ehf. bréflega 8. júlí síðastliðinn að fjármunir þess hefðu verið frystir. Ítrekað hefur verið óskað eftir fundum bæði með utanríkisráðherra, undirmönnum hans og Arion banka hf., öll gögn hafa verið afhent, sem óskað hefur verið eftir og leitað hefur verið leiðsagnar um þau skilyrði sem talið er nauðsynlegt að uppfylla til að fá frystingunni aflétt eða fá undanþágu framlengda. Vélfag ehf. hefur ekkert um það að segja hverjir hluthafar þess eru og getur ekki gripið til aðgerða til að „losa um eignarhaldið“ eins og gefið er til kynna í yfirlýsingu utanríkisráðherra. Það liggur hins vegar fyrir að frá 9. ágúst 2023 hefur Vélfag ehf. hvorki með beinum né óbeinum hætti verið í eigu eða undir stjórn Norebo JSC samstæðunnar, sem var sett á þvingunarlista Evrópusambandsins 20. maí 2025. Frysting fjármuna Vélfags ehf. byggist á ákvörðun sem Arion banki tók samkvæmt leiðbeiningum og í samráði og við utanríkisráðherra 8. júlí síðastliðinn. Ákvörðunin var byggð á lögum um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna nr. 68/2023, sem tóku gildi 8. júlí 2023. Framkvæmd þeirra er á valdsviði utanríkisráðherra. Á beitingu laganna hefur ekki áður reynt fyrir dómstólum. Utanríkisráðherra bendir á bankana og bankinn á ráðherrann Frá því ákvörðun um frystingu var tekin hafa stjórnendur Arion banka hf. og utanríkisráðherra átt í samskiptum um málið og framkvæmd frystingarinnar. Í grundvallaratriðum eru bankamennirnir og utanríkisráðherra ósammála um það hver beri ábyrgð á því að aflétta frystingunni. Bankamennirnir segja að frysting eigi sér stað á grundvelli lagaskyldu en að síðari aðgerðir, eins og aflétting eða veiting undanþágu frá frystingunni, sé á valdsviði utanríkisráðherra. Ráðherrann heldur því hins vegar fram að hann hafi aðeins heimild til að veita undanþágur eða aflétta frystingu í afar takmörkuðum tilvikum og að það heyri undir bankann að aflétta frystingu í tilviki Vélfags ehf. Vélfag ehf. er því á milli steins og sleggju, þar sem hvorki utanríkisráðherra né bankamennirnir telja sér heimilt að aflétta frystingu fjármuna þess. Þessi lagalega klemma er eitt þeirra atriða sem fjallað var um í málflutningi fimmtudag 6. nóvember síðastliðinn í máli Vélfags ehf. gegn íslenska ríkinu. Að aðalmeðferð lokinni var málið dómtekið og er nú beðið dóms. Réttur Vélfags ehf. verður valdníðslu að bráð Þegar réttaróvissa sem þessi er uppi vegna óskýrleika í lögum verða handhafar opinbers valds að beita valdi sínu af varfærni, gæta meðalhófs og skerða ekki möguleika þess sem valdi er beittur til að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt til að fá úrlausn um réttindi og skyldur fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Utanríkisráðherra hefur kosið að virða þennan rétt Vélfags ehf. að vettugi og þjarmað harðar að félaginu eftir dómtöku máls þess gegn íslenska ríkinu með því að fella niður frá og með 10. nóvember allar undanþágur sem félagið hafði frá frystingu. Þessi valdníðsla utanríkisráðherra leiddi til þess að Vélfag ehf. varð að stöðva starfsemi sína frá og með 11. nóvember, enda allar peningalegar eignir frystar og ekki hægt að gera neina samninga eða efna þegar gerða samninga, meðal annars ekki samningi um liðlega 300 mkr. viðskipti sem utanríkisráðherra hafði þó leyft Vélfagi ehf. að gera í september síðastliðnum. Reynt að hafa áhrif á dómstóla Utanríkisráðherra, sem ekkert vill vita af frystingu fjármuna Vélfags ehf. taldi engu að síður rétt að mæta í viðtal í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV, daginn sem mál Vélfags ehf. gegn íslenska ríkinu var dómtekið, og lýsa því yfir að hann og ráðuneyti hans hafi í einu og öllu farið að lögum og gætt vandaðrar stjórnsýslu. Þessi ummæli ráðherrans fela í sér tilraun til að raska trausti og skapa ójafnvægi í opinberri umræðu um mál sem er til meðferðar hjá dómstólum. Utanríkisráðherra lét þetta ekki duga því að morgni 10. nóvember tók hann þá gríðarlega íþyngjandi ákvörðun að synja beiðni Vélfags ehf. um framlengingu á undanþágu frá frystingu og birti áðurnefnda yfirlýsingu um þá ákvörðun á vef stjórnarráðsins samdægurs. Sú háttsemi utanríkisráðherra sem hér hefur verið tíunduð er kennslubókardæmi um valdhroka og misbeitingu opinbers valds í því skyni að keyra Vélfag ehf. í þrot áður en dómstólar fá endanlega skorið úr um lögmæti aðgerða hans. Vilji eigenda Vélfags ehf. og stjórnenda félagsins og starfsfólks stendur til þess að leita allra leiða sem lög heimila til að fá því ólögmæta ástandi aflétt, sem utanríkisráðherra og Arion banki hf. komu á í samstarfi 8. júlí síðastliðinn en geta ekki komið sér saman um að aflétta. Utanríkisráðherra ætti að vekja athygli Alþingis á þeim vanda sem hann er í frekar en að bera rangar sakir á Vélfag ehf. í fréttatíma ríkissjónvarpsins og fréttatilkynningu á vef stjórnarráðsins. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður G. Guðjónsson Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 10. nóvember síðastliðinn birtist á vef stjórnarráðsins yfirlýsing frá utanríkisráðherra, í kjölfar þess að ráðherrann hafði synjað Vélfagi ehf. um framlengingu á undanþágu frá frystingu fjármuna þess. Í yfirlýsingunni heldur utanríkisráðherrann því meðal annars fram að skort hafi á samstarfsvilja af hálfu Vélfags ehf., að félagið hafi ekki gripið til lögmætra aðgerða til að fá frystingunni aflétt og gerðar hafi verið tilraunir af félagsins hálfu til að grafa undan tilgangi frystingar fjármuna þess. Þessar ásakanir utanríkisráðherra eru rangar og gefa vísbendingu um að utanríkisráðherra hafi hvorki kynnt sér samskipti Vélfags ehf. við undirmenn hans né þau gögn sem lögð hafa verið fram af félagsins hálfu. Hið rétta er að Vélfag ehf., stjórnendur félagsins og hluthafar hafa sýnt fullan samstarfsvilja allt frá því Arion banki hf. tilkynnti Vélfagi ehf. bréflega 8. júlí síðastliðinn að fjármunir þess hefðu verið frystir. Ítrekað hefur verið óskað eftir fundum bæði með utanríkisráðherra, undirmönnum hans og Arion banka hf., öll gögn hafa verið afhent, sem óskað hefur verið eftir og leitað hefur verið leiðsagnar um þau skilyrði sem talið er nauðsynlegt að uppfylla til að fá frystingunni aflétt eða fá undanþágu framlengda. Vélfag ehf. hefur ekkert um það að segja hverjir hluthafar þess eru og getur ekki gripið til aðgerða til að „losa um eignarhaldið“ eins og gefið er til kynna í yfirlýsingu utanríkisráðherra. Það liggur hins vegar fyrir að frá 9. ágúst 2023 hefur Vélfag ehf. hvorki með beinum né óbeinum hætti verið í eigu eða undir stjórn Norebo JSC samstæðunnar, sem var sett á þvingunarlista Evrópusambandsins 20. maí 2025. Frysting fjármuna Vélfags ehf. byggist á ákvörðun sem Arion banki tók samkvæmt leiðbeiningum og í samráði og við utanríkisráðherra 8. júlí síðastliðinn. Ákvörðunin var byggð á lögum um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna nr. 68/2023, sem tóku gildi 8. júlí 2023. Framkvæmd þeirra er á valdsviði utanríkisráðherra. Á beitingu laganna hefur ekki áður reynt fyrir dómstólum. Utanríkisráðherra bendir á bankana og bankinn á ráðherrann Frá því ákvörðun um frystingu var tekin hafa stjórnendur Arion banka hf. og utanríkisráðherra átt í samskiptum um málið og framkvæmd frystingarinnar. Í grundvallaratriðum eru bankamennirnir og utanríkisráðherra ósammála um það hver beri ábyrgð á því að aflétta frystingunni. Bankamennirnir segja að frysting eigi sér stað á grundvelli lagaskyldu en að síðari aðgerðir, eins og aflétting eða veiting undanþágu frá frystingunni, sé á valdsviði utanríkisráðherra. Ráðherrann heldur því hins vegar fram að hann hafi aðeins heimild til að veita undanþágur eða aflétta frystingu í afar takmörkuðum tilvikum og að það heyri undir bankann að aflétta frystingu í tilviki Vélfags ehf. Vélfag ehf. er því á milli steins og sleggju, þar sem hvorki utanríkisráðherra né bankamennirnir telja sér heimilt að aflétta frystingu fjármuna þess. Þessi lagalega klemma er eitt þeirra atriða sem fjallað var um í málflutningi fimmtudag 6. nóvember síðastliðinn í máli Vélfags ehf. gegn íslenska ríkinu. Að aðalmeðferð lokinni var málið dómtekið og er nú beðið dóms. Réttur Vélfags ehf. verður valdníðslu að bráð Þegar réttaróvissa sem þessi er uppi vegna óskýrleika í lögum verða handhafar opinbers valds að beita valdi sínu af varfærni, gæta meðalhófs og skerða ekki möguleika þess sem valdi er beittur til að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt til að fá úrlausn um réttindi og skyldur fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Utanríkisráðherra hefur kosið að virða þennan rétt Vélfags ehf. að vettugi og þjarmað harðar að félaginu eftir dómtöku máls þess gegn íslenska ríkinu með því að fella niður frá og með 10. nóvember allar undanþágur sem félagið hafði frá frystingu. Þessi valdníðsla utanríkisráðherra leiddi til þess að Vélfag ehf. varð að stöðva starfsemi sína frá og með 11. nóvember, enda allar peningalegar eignir frystar og ekki hægt að gera neina samninga eða efna þegar gerða samninga, meðal annars ekki samningi um liðlega 300 mkr. viðskipti sem utanríkisráðherra hafði þó leyft Vélfagi ehf. að gera í september síðastliðnum. Reynt að hafa áhrif á dómstóla Utanríkisráðherra, sem ekkert vill vita af frystingu fjármuna Vélfags ehf. taldi engu að síður rétt að mæta í viðtal í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV, daginn sem mál Vélfags ehf. gegn íslenska ríkinu var dómtekið, og lýsa því yfir að hann og ráðuneyti hans hafi í einu og öllu farið að lögum og gætt vandaðrar stjórnsýslu. Þessi ummæli ráðherrans fela í sér tilraun til að raska trausti og skapa ójafnvægi í opinberri umræðu um mál sem er til meðferðar hjá dómstólum. Utanríkisráðherra lét þetta ekki duga því að morgni 10. nóvember tók hann þá gríðarlega íþyngjandi ákvörðun að synja beiðni Vélfags ehf. um framlengingu á undanþágu frá frystingu og birti áðurnefnda yfirlýsingu um þá ákvörðun á vef stjórnarráðsins samdægurs. Sú háttsemi utanríkisráðherra sem hér hefur verið tíunduð er kennslubókardæmi um valdhroka og misbeitingu opinbers valds í því skyni að keyra Vélfag ehf. í þrot áður en dómstólar fá endanlega skorið úr um lögmæti aðgerða hans. Vilji eigenda Vélfags ehf. og stjórnenda félagsins og starfsfólks stendur til þess að leita allra leiða sem lög heimila til að fá því ólögmæta ástandi aflétt, sem utanríkisráðherra og Arion banki hf. komu á í samstarfi 8. júlí síðastliðinn en geta ekki komið sér saman um að aflétta. Utanríkisráðherra ætti að vekja athygli Alþingis á þeim vanda sem hann er í frekar en að bera rangar sakir á Vélfag ehf. í fréttatíma ríkissjónvarpsins og fréttatilkynningu á vef stjórnarráðsins. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar