Erlent

Á­rekstur rútu rann­sakaður sem mann­dráp af gá­leysi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Málið er rannsakað sem manndráp af gáleysi.
Málið er rannsakað sem manndráp af gáleysi. EPA

Þrír eru látnir og aðrir þrír slasaðir eftir að tveggja hæða rúta lenti á biðskýli í miðborg Stokkhólms. Rútubílstjórinn var handtekinn á vettvangi en engar vísbendingar eru um að atvikið hafi verið viljandi.

Fjöldi viðbragðsaðila var kallaður út á vettvang síðdegis í gær þegar rútan lenti á biðskýlinu sem er við Valhallvagen-götu í miðborg Stokkhólms. Um er að ræða umferðarþunga götu og var háannatími umferðar. Bílstjórinn var einn inni í rútunni.

Þrír létust og þrír slösuðust, þar af tveir alvarlega og liggja þeir enn inni á sjúkrahúsi. Rútubílstjórinn er einnig á sjúkrahúsi en ekki talinn alvarlega slasaður. Lögregla hefur enn ekki 

Samkvæmt BBC sáu vitni rútuna keyra yfir röð af fólki sem beið rútunnar. Hún hafi svo endað á staur fyrir framan biðskýlið.

„Það hljóta að hafa verið fleiri undir rútunni,“ sagði vitni.

Bílstjórinn handtekinn

Bílstjóri rútunnar var handtekinn á vettvangi og verður hann yfirheyrður. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki væru vísbendingar um að atvikið hefði verið viljandi og er það rannsakað sem manndráp og líkamsmeiðingar af gáleysi.

„Greyið maðurinn, ég veit ekki hvað ég á að segja. Hann var svo sleginn. Þegar lögreglan fór með hann út úr rútunni sá hann fólk á jörðinni sem hafði látist og það sló hann enn meira,“ sagði vitni í samtali við SVT.

Sænska rannsóknarnefnd slysa rannsakar nú málið með lögreglu. 

Blóm og kerti á vettvangi

Rútan hefur verið fjarlægð af vettvangi en í stað hennar hefur fólk komið fyrir blómum og kertum á vettvangi.

Fólk hefur komið fyrir kertum á vettvanginum.EPA

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svía, sagði í tilkynningu að hugur hans væri fyrst og fremst með þeim sem lentu í atvikinu og aðstandendum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×