Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. nóvember 2025 10:35 Donald Trump ætlar að lögsækja BBC. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti blaðamönnum í gær að hann hyggst lögsækja breska ríkisútvarpið þrátt fyrir að forsvarsmenn þess hafi beðist afsökunar á klippingu fréttaskýringarþáttarins Panorama þar sem ræða hans er klippt í því skyni að breyta skilaboðum forsetans. Hann hótar lögsókn upp á milljarð dala. Í Panorama var tveimur ræðum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt skeytt saman í klippingu sem lét forsetann líta út fyrir að hafa hvatt meira til árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum 6. janúar heldur en hann gerði í raun. Trump sagði því í þættinum: „Við ætlum að ganga að þinghúsinu og ég verð með ykkur þar, og við munum berjast. Við munum berjast til enda.“ Orðin voru klippt saman upp úr ræðunni en um klukkustund var á milli þeirra. Fréttaskýran ber nafnið Trump: A Second Chance? og var birt fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra þar sem Trump sigraði. Daily Telegraph gerði umfjöllun um klippingu þáttarins og í kjölfar þess sögðu bæði Tim Davie forstöðumaður og Deborah Turness fréttastjóri af sér störfum. Trump var þó ekki sáttur með þáttinn og sagði breska ríkisútvarpið þurfa að afturkalla þáttinn í heild, biðja Trump sjálfan afsökunar og greiða honum fyrir skaðann sem þátturinn olli. Ef fjölmiðillinn yrði ekki við þessu myndi hann lögsækja hann upp á milljarð dollara, tæpar 127 milljarða íslenskra króna. BBC bað Trump þá afsökunar og samþykktu að þátturinn verði ekki aftur sýndur. Hins vegar hafna þau kröfu Trumps um að honum verði greiddar bætur vegna málsins. Samir Shah, stjórnarformaður BBC, sendi forsetanum persónulega afsökunarbeiðni samkvæmt The Guardian. Það virðist ekki hafa nægt forsetanum og ætlar hann því að lögsækja BBC. Donald Trump Fjölmiðlar Bretland Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Í Panorama var tveimur ræðum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt skeytt saman í klippingu sem lét forsetann líta út fyrir að hafa hvatt meira til árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum 6. janúar heldur en hann gerði í raun. Trump sagði því í þættinum: „Við ætlum að ganga að þinghúsinu og ég verð með ykkur þar, og við munum berjast. Við munum berjast til enda.“ Orðin voru klippt saman upp úr ræðunni en um klukkustund var á milli þeirra. Fréttaskýran ber nafnið Trump: A Second Chance? og var birt fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra þar sem Trump sigraði. Daily Telegraph gerði umfjöllun um klippingu þáttarins og í kjölfar þess sögðu bæði Tim Davie forstöðumaður og Deborah Turness fréttastjóri af sér störfum. Trump var þó ekki sáttur með þáttinn og sagði breska ríkisútvarpið þurfa að afturkalla þáttinn í heild, biðja Trump sjálfan afsökunar og greiða honum fyrir skaðann sem þátturinn olli. Ef fjölmiðillinn yrði ekki við þessu myndi hann lögsækja hann upp á milljarð dollara, tæpar 127 milljarða íslenskra króna. BBC bað Trump þá afsökunar og samþykktu að þátturinn verði ekki aftur sýndur. Hins vegar hafna þau kröfu Trumps um að honum verði greiddar bætur vegna málsins. Samir Shah, stjórnarformaður BBC, sendi forsetanum persónulega afsökunarbeiðni samkvæmt The Guardian. Það virðist ekki hafa nægt forsetanum og ætlar hann því að lögsækja BBC.
Donald Trump Fjölmiðlar Bretland Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira