Innherji

Flutnings­kostnaður raf­orku rokið upp og er marg­falt hærri en í nágranna­löndum

Hörður Ægisson skrifar
Samkvæmt sviðsmyndagreiningum sem KPMG hefur gert þá mun óbreytt regluverk í kringum tekjumörk Landsnets skila innviðafyrirtækinu verulega hækkandi arðsemi á komandi árum.
Samkvæmt sviðsmyndagreiningum sem KPMG hefur gert þá mun óbreytt regluverk í kringum tekjumörk Landsnets skila innviðafyrirtækinu verulega hækkandi arðsemi á komandi árum. vísir/vilhelm

Flutningskostnaður raforku á Íslandi, sem hefur nærri tvöfaldast á fimm árum, er mun hærri en í flestum öðrum nágrannalöndum og vegna fyrirhugaðra framkvæmda Landsnets er útlit er fyrir að hann hækki að óbreyttu enn verulega á næstu árum, samkvæmt greiningu. Mikið eigið fé hefur byggst upp í Landsneti á rúmum áratug, drifið áfram af háum flutningsgjöldum og endurmati rekstrarfjármuna, en frá 2012 hefur árleg meðalávöxtun þess verið um sautján prósent, vel umfram leyfða arðsemi sem er sett af Orkustofnun.


Tengdar fréttir

„Þurfum að spyrja hvort samkeppnin sé farin valda okkur of miklum kostnaði“

Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins setur spurningamerki við skynsemi þess að leggja tvo ljósleiðara í nánast öll hús á landinu og mögulega sé kominn tími á að velta því upp hvort áherslan þar á samkeppni sé „farin að valda okkur of miklum kostnaði.“ Þá segist hann hafa persónulega lítinn skilning á því, sem virðist vera „tabú“ í umræðu hér á landi, af hverju einkafjárfestar megi ekki hafa aðkomu að fjárfestingu í félagslegum innviðum og hagnast á henni.

Orku­stofn­un seg­ir mik­il­vægt að skoð­a fyr­ir­kom­u­lag við kaup Lands­nets á orku

Deildarstjóri Raforkueftirlits Orkustofnunar segir mikilvægt að skoða fyrirkomulag á kaupum á flutningstöpum og leggja mat á hagkvæmni þeirra. Sérstaklega í ljósi þess að gagnsæi raforkuviðskipta hafi stóraukist á undanförnum mánuðum með tilkomu markaðstorga. Aukið aðgengi að markaðsupplýsingum sé tilefni þess að nú vinni Raforkueftirlitið að leiðbeiningum um innkaup flutningstapa.

Arðgreiðslur frá stórum ríkis­félögum um tíu milljörðum yfir áætlun fjár­laga

Hlutdeild ríkissjóðs í boðuðum arðgreiðslum stærstu ríkisfyrirtækjanna, einkum Landsbankans og Landsvirkjunar, verður nærri tíu milljörðum króna meiri á þessu ári heldur en hafði verið áætlað í fjárlögum sem voru samþykkt í nóvember í fyrra. Arðgreiðslurnar minnka hins vegar lítillega að umfangi á milli ára en þar munar mestu um minni hagnað hjá Landsvirkjun eftir að hafa skilað metafkomu á árinu 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×