Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. nóvember 2025 19:01 Jón K. Jacobsen er varastjórnarformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra. vísir/ívar Óvenju margir sem glímdu við fíknivanda hafa látist í mánuðinum og á einungis tíu daga tímabili létust fjórir karlmenn. Varastjórnarformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir nóg komið. Fjórir karlmenn létust á voveiflegan og sviplegan máta á um tíu daga tímabili í þessum mánuði. Allir höfðu glímt við fíknivanda og sumir verið inn og út af meðferðarheimilum. Einn þeirra sem lést í síðustu viku var í kringum fimmtugt. Aðrir tveir voru átján ára og 21 árs. Þeir létust með sólarhrings millibili. Annar maður á þrítugsaldri lést vikuna fyrir það eftir baráttu við fíknivanda. Dánarorsök í málunum liggur ekki fyrir þar sem krufning á enn eftir að fara fram. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um óvenju mörg dauðsföll að ræða á skömmum tíma þar sem fíkniefni koma við sögu. „Mjög sorgleg staða í þjóðfélaginu“ Stjórnarmeðlimur hjá Samtökum aðstandenda og fíknisjúkra segir um áfellisdóm fyrir meðferðarkerfið að ræða. „Þetta er bara mjög sorgleg staða í þjóðfélaginu og hvort sem við erum að tala um undir átján eða yfir átján, þá er kerfið ekki að grípa þetta. Ég þekki suma af þessum persónulega og ég hef verið með svona stráka, fósturbörn eins og ég kalla þá. Sem eru inni á geðdeild í dag og það er engin hjálp. Hvað er planið? Í einu tilfelli er einstaklingur sem deyr um nóttina eftir að hann kemur af geðdeild. Það hlýtur að vera eitthvað stórt að í kerfinu. Þetta er fjársvelt kerfi.“ Sonur Jóns lést í eldsvoða á Stuðlum fyrir rúmu ári síðan. Það sé gott að geta verið til staðar fyrir aðra aðstandendur. „Ég sagði það strax á minningarathöfninni fyrir strákinn minn fyrir ári síðan að ég ætlaði að heiðra hans minningu með því að halda áfram að berjast fyrir hinum týndu börnunum. Ég hef alveg verið í því og rétt þeim hjá kerfinu heilan skóla og meðferðarúrræði. Þeir vilja bara ekki lausnina.“ „Kemur af mjög góðum foreldrum“ Hann ítrekar mikilvægi þess að grípa fyrr inn í. Ekki sé aðeins við meðferðarkerfið að sakast heldur þurfi allar stofnanir þar sem börn og fíknisjúkir koma við sögu að líta sér nærri. „Mitt áhugasvið hefur alltaf verið að grípa þá fyrr. Eins og með strákinn minn, skólinn, greiningar? Við lögum þetta ekki með pillum. Það vantar þessi grunngildi. Allt kerfið, fangelsiskerfið og heilbrigðiskerfið. Núna finnst mér þetta útspil hjá barna- og menntamálaráðherra að setja þetta yfir á heilbrigðisráðuneytið ekki nægilega gott. Hefur ekki heilbrigðisráðuneytið verið með alla þessa krakka? Þau koma bara verr út úr því. Það eru mörg ár síðan það var nóg komið.“ Jón hafi þekkt einn þeirra látnu. „Hann kemur af mjög góðum foreldrum. Ég þekki foreldrana og hvað faðirinn hefur gert. Hann hefur lagt mikið til í þessu. Það er ofboðslega erfitt að loka hurðinni á þetta. Þegar þú verður átján ára, hver á að grípa þig þá? Hefur kannski ekki fengið hjálp fyrstu átján árin og síðan bara hvað? Áttu bara að fara í röðina á Vog eða?“ Fíkn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Sjá meira
Fjórir karlmenn létust á voveiflegan og sviplegan máta á um tíu daga tímabili í þessum mánuði. Allir höfðu glímt við fíknivanda og sumir verið inn og út af meðferðarheimilum. Einn þeirra sem lést í síðustu viku var í kringum fimmtugt. Aðrir tveir voru átján ára og 21 árs. Þeir létust með sólarhrings millibili. Annar maður á þrítugsaldri lést vikuna fyrir það eftir baráttu við fíknivanda. Dánarorsök í málunum liggur ekki fyrir þar sem krufning á enn eftir að fara fram. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um óvenju mörg dauðsföll að ræða á skömmum tíma þar sem fíkniefni koma við sögu. „Mjög sorgleg staða í þjóðfélaginu“ Stjórnarmeðlimur hjá Samtökum aðstandenda og fíknisjúkra segir um áfellisdóm fyrir meðferðarkerfið að ræða. „Þetta er bara mjög sorgleg staða í þjóðfélaginu og hvort sem við erum að tala um undir átján eða yfir átján, þá er kerfið ekki að grípa þetta. Ég þekki suma af þessum persónulega og ég hef verið með svona stráka, fósturbörn eins og ég kalla þá. Sem eru inni á geðdeild í dag og það er engin hjálp. Hvað er planið? Í einu tilfelli er einstaklingur sem deyr um nóttina eftir að hann kemur af geðdeild. Það hlýtur að vera eitthvað stórt að í kerfinu. Þetta er fjársvelt kerfi.“ Sonur Jóns lést í eldsvoða á Stuðlum fyrir rúmu ári síðan. Það sé gott að geta verið til staðar fyrir aðra aðstandendur. „Ég sagði það strax á minningarathöfninni fyrir strákinn minn fyrir ári síðan að ég ætlaði að heiðra hans minningu með því að halda áfram að berjast fyrir hinum týndu börnunum. Ég hef alveg verið í því og rétt þeim hjá kerfinu heilan skóla og meðferðarúrræði. Þeir vilja bara ekki lausnina.“ „Kemur af mjög góðum foreldrum“ Hann ítrekar mikilvægi þess að grípa fyrr inn í. Ekki sé aðeins við meðferðarkerfið að sakast heldur þurfi allar stofnanir þar sem börn og fíknisjúkir koma við sögu að líta sér nærri. „Mitt áhugasvið hefur alltaf verið að grípa þá fyrr. Eins og með strákinn minn, skólinn, greiningar? Við lögum þetta ekki með pillum. Það vantar þessi grunngildi. Allt kerfið, fangelsiskerfið og heilbrigðiskerfið. Núna finnst mér þetta útspil hjá barna- og menntamálaráðherra að setja þetta yfir á heilbrigðisráðuneytið ekki nægilega gott. Hefur ekki heilbrigðisráðuneytið verið með alla þessa krakka? Þau koma bara verr út úr því. Það eru mörg ár síðan það var nóg komið.“ Jón hafi þekkt einn þeirra látnu. „Hann kemur af mjög góðum foreldrum. Ég þekki foreldrana og hvað faðirinn hefur gert. Hann hefur lagt mikið til í þessu. Það er ofboðslega erfitt að loka hurðinni á þetta. Þegar þú verður átján ára, hver á að grípa þig þá? Hefur kannski ekki fengið hjálp fyrstu átján árin og síðan bara hvað? Áttu bara að fara í röðina á Vog eða?“
Fíkn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent