Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar 18. nóvember 2025 16:03 Á samfélagsmiðlum og netþjónustum bjóða einstaklingar og fyrirtæki nú í auknum mæli þjónustu iðnaðarmanna án þess að hafa til þess lögbundin réttindi eða löggildingu. Samtök rafverktaka, SART, vara við þessari þróun. Rafmagnsvinna án fagþekkingar felur í sér mikla öryggisáhættu auk þess sem að hún skerðir neytendavernd og grefur undan löglega reknum fyrirtækjum. Neytendur eru því hvattir til að ganga úr skugga um að aðeins löggildir rafverktakar sinni slíkri vinnu. Réttindi tryggja gæði og öryggi Í mörgum iðngreinum, sérstaklega þar sem vinna snertir öryggi og heilsu fólks, eru gerðar skýrar kröfur um ákveðin starfsréttindi og löggildingu. Þetta á m.a. við um rafverktaka, blikksmiði, pípulagningamenn, húsasmiði o.fl. Þessar kröfur eru byggðar á lögum og reglugerðum og ætlaðar að tryggja að vinna sé unnin faglega, samkvæmt viðurkenndum stöðlum og af ábyrgð. Réttindalausir aðilar lúta hvorki eftirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) né bera sömu faglegu eða lagalegu ábyrgð og löggildir iðnaðarmenn. Ef tjón eða gallar koma upp í kjölfar slíkra verka getur reynst erfitt fyrir neytendur að fá bætur eða úrlausn sinna mála. Löggilding rafverktaka er forsenda þess að unnt sé að sinna rafmagnsvinnu á öruggan og löglegan hátt á Íslandi. Löggilding er veitt af HMS og felur í sér að viðkomandi fyrirtæki uppfylli skilyrði um faglega hæfni, ábyrgð og öryggi, þar á meðal að hafa löggiltan rafvirkjameistara sem ábyrgðarmann. Einungis slíkir aðilar mega annast uppsetningu og viðhald rafbúnaðar sem tengdur er við rafveitu. Ólöggilt rafmagnsvinna er því ólögleg og getur auk þess verið stórhættuleg. Ef rafmagnsvinna er unnin af ólöggiltum aðila og reynist gölluð eða veldur tjóni er réttarstaða neytenda veik. Verkkaupar eiga erfitt með að leita réttar síns og upp hafa komið tilvik þar sem neytendur sitja uppi með kostnað af viðgerðum eða lagfæringum vegna óvandaðrar eða hættulegrar vinnu. Þá getur vinna réttindalausra haft áhrif á útgáfu vottorða, fasteignaviðskipti og tryggingabætur, ef framkvæmdir standast ekki lög og reglur. Svört vinna og skattsvik grafa undan atvinnulífinu Þegar þjónusta er veitt af réttindalausum aðilum er oft um að ræða óskráðan rekstur og svokallaða svarta vinnu. Í slíkum tilvikum eru ekki greiddir skattar og opinber gjöld, né tryggingar sem eiga að vernda verkkaupa ef eitthvað fer úrskeiðis. Þetta hefur áhrif á samkeppni og efnahagslíf. Fyrirtæki sem starfa samkvæmt lögum verða undir í samkeppni við aðila sem sniðganga reglur. Slík skekkja rýrir traust, dregur úr gæðum þjónustu og bitnar að lokum á neytendum og samfélaginu í heild. Samtök rafverktaka hvetja neytendur til að velja rétt Samtök rafverktaka minna á að faglærðir og löggiltir iðnaðarmenn eru burðarás í öruggu og heilbrigðu atvinnulífi. Með því að velja rétta aðila til verka og hafna þjónustu sem ekki uppfyllir lagaskilyrði stuðla verkkaupar að auknum gæðum, bættu öryggi og heilbrigðari samkeppni. Neytendur eiga rétt á að óska eftir upplýsingum um fagmenntun þeirra sem auglýsa þjónustu sína og hægt er að nálgast slíkar upplýsingar með ýmsum hætti. Til að auðvelda neytendum aðgengi að upplýsingum um fyrirtæki þar sem iðnameistarar starfa rekur Meistaradeild Samtaka iðnaðarins t.d. vefinn meistarinn.is. Þar er að finna skrá yfir fyrirtæki sem eru innan raða fjölmargra meistarafélaga í byggingar- og mannvirkjagerð, svo sem rafiðnaði, húsasmíði, málaraiðn og fleira. Á vefnum geta neytendur leitað að meisturum eftir landshlutum og greinum. Samtök rafverktaka hvetja alla sem hyggjast ráða raferktaka til starfa að ganga úr skugga um að verkið sé í höndum ábyrgra og löggiltra aðila. Það er hagur allra – neytenda, iðnaðarmanna og samfélagsins í heild. Höfundur er formaður Samtaka rafverktaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á samfélagsmiðlum og netþjónustum bjóða einstaklingar og fyrirtæki nú í auknum mæli þjónustu iðnaðarmanna án þess að hafa til þess lögbundin réttindi eða löggildingu. Samtök rafverktaka, SART, vara við þessari þróun. Rafmagnsvinna án fagþekkingar felur í sér mikla öryggisáhættu auk þess sem að hún skerðir neytendavernd og grefur undan löglega reknum fyrirtækjum. Neytendur eru því hvattir til að ganga úr skugga um að aðeins löggildir rafverktakar sinni slíkri vinnu. Réttindi tryggja gæði og öryggi Í mörgum iðngreinum, sérstaklega þar sem vinna snertir öryggi og heilsu fólks, eru gerðar skýrar kröfur um ákveðin starfsréttindi og löggildingu. Þetta á m.a. við um rafverktaka, blikksmiði, pípulagningamenn, húsasmiði o.fl. Þessar kröfur eru byggðar á lögum og reglugerðum og ætlaðar að tryggja að vinna sé unnin faglega, samkvæmt viðurkenndum stöðlum og af ábyrgð. Réttindalausir aðilar lúta hvorki eftirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) né bera sömu faglegu eða lagalegu ábyrgð og löggildir iðnaðarmenn. Ef tjón eða gallar koma upp í kjölfar slíkra verka getur reynst erfitt fyrir neytendur að fá bætur eða úrlausn sinna mála. Löggilding rafverktaka er forsenda þess að unnt sé að sinna rafmagnsvinnu á öruggan og löglegan hátt á Íslandi. Löggilding er veitt af HMS og felur í sér að viðkomandi fyrirtæki uppfylli skilyrði um faglega hæfni, ábyrgð og öryggi, þar á meðal að hafa löggiltan rafvirkjameistara sem ábyrgðarmann. Einungis slíkir aðilar mega annast uppsetningu og viðhald rafbúnaðar sem tengdur er við rafveitu. Ólöggilt rafmagnsvinna er því ólögleg og getur auk þess verið stórhættuleg. Ef rafmagnsvinna er unnin af ólöggiltum aðila og reynist gölluð eða veldur tjóni er réttarstaða neytenda veik. Verkkaupar eiga erfitt með að leita réttar síns og upp hafa komið tilvik þar sem neytendur sitja uppi með kostnað af viðgerðum eða lagfæringum vegna óvandaðrar eða hættulegrar vinnu. Þá getur vinna réttindalausra haft áhrif á útgáfu vottorða, fasteignaviðskipti og tryggingabætur, ef framkvæmdir standast ekki lög og reglur. Svört vinna og skattsvik grafa undan atvinnulífinu Þegar þjónusta er veitt af réttindalausum aðilum er oft um að ræða óskráðan rekstur og svokallaða svarta vinnu. Í slíkum tilvikum eru ekki greiddir skattar og opinber gjöld, né tryggingar sem eiga að vernda verkkaupa ef eitthvað fer úrskeiðis. Þetta hefur áhrif á samkeppni og efnahagslíf. Fyrirtæki sem starfa samkvæmt lögum verða undir í samkeppni við aðila sem sniðganga reglur. Slík skekkja rýrir traust, dregur úr gæðum þjónustu og bitnar að lokum á neytendum og samfélaginu í heild. Samtök rafverktaka hvetja neytendur til að velja rétt Samtök rafverktaka minna á að faglærðir og löggiltir iðnaðarmenn eru burðarás í öruggu og heilbrigðu atvinnulífi. Með því að velja rétta aðila til verka og hafna þjónustu sem ekki uppfyllir lagaskilyrði stuðla verkkaupar að auknum gæðum, bættu öryggi og heilbrigðari samkeppni. Neytendur eiga rétt á að óska eftir upplýsingum um fagmenntun þeirra sem auglýsa þjónustu sína og hægt er að nálgast slíkar upplýsingar með ýmsum hætti. Til að auðvelda neytendum aðgengi að upplýsingum um fyrirtæki þar sem iðnameistarar starfa rekur Meistaradeild Samtaka iðnaðarins t.d. vefinn meistarinn.is. Þar er að finna skrá yfir fyrirtæki sem eru innan raða fjölmargra meistarafélaga í byggingar- og mannvirkjagerð, svo sem rafiðnaði, húsasmíði, málaraiðn og fleira. Á vefnum geta neytendur leitað að meisturum eftir landshlutum og greinum. Samtök rafverktaka hvetja alla sem hyggjast ráða raferktaka til starfa að ganga úr skugga um að verkið sé í höndum ábyrgra og löggiltra aðila. Það er hagur allra – neytenda, iðnaðarmanna og samfélagsins í heild. Höfundur er formaður Samtaka rafverktaka.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun