Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2025 14:19 Bræðurnir Andrew (t.h.) og Tristan Tate (t.v.) eru meðal annars sakaðir um að hafa stýrt mansalshring í Rúmeníu. Þeir eiga hauk í horni í Hvíta húsinu að því er virðist. Vísir/EPA Bandarískur embættismaður á snærum Hvíta hússins reyndi að hafa áhrif á rannsókn á Andrew Tate, sem sakaður er um mansal í þremur löndum, fyrr á þessu ári. Skammaði hann fulltrúa heimavarnarráðuneytis og skipaði þá að skila snjalltækjum Tate sem landamæraverðir lögðu hald á. Tate og bróðir hans Tristan eru samfélagsmiðlaáhrifavaldar en Andrew hefur sjálfur lýst sér sem kvenhatara. Þeir hafa verið sakaðir um kynferðisbrot í Rúmeníu, Bretlandi og Bandaríkjunum, þar á meðal um að hafa stýrt mansalshring í Rúmeníu. Þegar bræðurnir ferðuðust til Flórída í febrúar, fullvissir um að þeir nytu stuðnings Donalds Trump sem var nýtekinn við sem forseti, voru þeir stöðvaðir af landamæravörðum sem lögðu hald á snjalltæki þeirra. Nokkrum dögum síðar hafði tengiliður heimavarnaráðuneytisins í Hvíta húsinu samband við háttsetta embættismenn í ráðuneytinu og las þeim pistilinn fyrir að hafa grípa til aðgerða gegn Tate-bræðrunum, að því er kemur fram í umfjöllun rannsóknarblaðamennskusamtakanna Pro Publica. Ráðuneytið ætti að skila þeim tækjunum þá þegar. Lagði tengiliðurinn áherslu á að þau skilaboð kæmu beint frá Hvíta húsinu. Tengiliðurinn er lögfræðingur sem vann fyrir Tate-bræðurna áður en hann hóf störf í Hvíta húsinu. Fáheyrð afskipti Fulltrúum ráðuneytisins var brugðið við þessi afskipti lögfræðingsins. Löggæslusérfræðingar sem Pro Publica ræddi við segja að bein afskipti Hvíta hússins af handlagningu muna á landamærunum séu fáheyrð. Pro Publica segir ekki ljóst hvort að afskipti tengiliðsins hafi hindrað rannsókn á bræðrunum eða hvers vegna landamæraverðir lögðu hald á fjarskiptatækin. Hvorki Hvíta húsið né ráðuneytið svaraði spurningum miðilsins. Léttu líf vitorðskonu Epstein Tate-bræður eru ekki einu kynferðisbrotamennirnir sem Trump forseti og Hvíta húss hans hafa lagt lykkju á leið sína til þess að aðstoða á undanförnum misserum. Trump hefur legið undir miklum þrýstingi vegna tengsla sinna við Jeffrey Epstein, kynferðisbrotamanninn og auðkýfinginn, sem lést í fangelsi eftir að hann var sakaður um mansal árið 2019. Forsetinn hefur reynt að koma í veg fyrir að gögn úr fórum Epstein og rannsókn á honum líti dagsins ljós. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tilkynnti honum fyrr á þessu ári að nafn hans kæmi fyrir í þeim skjölum. Ghislaine Maxwell, samverkakona í brotum Epstein gegn ungum konum, var í lok sumars flutt í þægilegra fangelsi skömmu eftir að Todd Blanche, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við hana í fangelsi í júlí. Fordæmalaust er að varadómsmálaráðherra taki persónulega að sér að stýra slíku viðtalið. Bandaríkin Donald Trump Mál Andrew Tate Erlend sakamál Rúmenía Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Tate og bróðir hans Tristan eru samfélagsmiðlaáhrifavaldar en Andrew hefur sjálfur lýst sér sem kvenhatara. Þeir hafa verið sakaðir um kynferðisbrot í Rúmeníu, Bretlandi og Bandaríkjunum, þar á meðal um að hafa stýrt mansalshring í Rúmeníu. Þegar bræðurnir ferðuðust til Flórída í febrúar, fullvissir um að þeir nytu stuðnings Donalds Trump sem var nýtekinn við sem forseti, voru þeir stöðvaðir af landamæravörðum sem lögðu hald á snjalltæki þeirra. Nokkrum dögum síðar hafði tengiliður heimavarnaráðuneytisins í Hvíta húsinu samband við háttsetta embættismenn í ráðuneytinu og las þeim pistilinn fyrir að hafa grípa til aðgerða gegn Tate-bræðrunum, að því er kemur fram í umfjöllun rannsóknarblaðamennskusamtakanna Pro Publica. Ráðuneytið ætti að skila þeim tækjunum þá þegar. Lagði tengiliðurinn áherslu á að þau skilaboð kæmu beint frá Hvíta húsinu. Tengiliðurinn er lögfræðingur sem vann fyrir Tate-bræðurna áður en hann hóf störf í Hvíta húsinu. Fáheyrð afskipti Fulltrúum ráðuneytisins var brugðið við þessi afskipti lögfræðingsins. Löggæslusérfræðingar sem Pro Publica ræddi við segja að bein afskipti Hvíta hússins af handlagningu muna á landamærunum séu fáheyrð. Pro Publica segir ekki ljóst hvort að afskipti tengiliðsins hafi hindrað rannsókn á bræðrunum eða hvers vegna landamæraverðir lögðu hald á fjarskiptatækin. Hvorki Hvíta húsið né ráðuneytið svaraði spurningum miðilsins. Léttu líf vitorðskonu Epstein Tate-bræður eru ekki einu kynferðisbrotamennirnir sem Trump forseti og Hvíta húss hans hafa lagt lykkju á leið sína til þess að aðstoða á undanförnum misserum. Trump hefur legið undir miklum þrýstingi vegna tengsla sinna við Jeffrey Epstein, kynferðisbrotamanninn og auðkýfinginn, sem lést í fangelsi eftir að hann var sakaður um mansal árið 2019. Forsetinn hefur reynt að koma í veg fyrir að gögn úr fórum Epstein og rannsókn á honum líti dagsins ljós. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tilkynnti honum fyrr á þessu ári að nafn hans kæmi fyrir í þeim skjölum. Ghislaine Maxwell, samverkakona í brotum Epstein gegn ungum konum, var í lok sumars flutt í þægilegra fangelsi skömmu eftir að Todd Blanche, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við hana í fangelsi í júlí. Fordæmalaust er að varadómsmálaráðherra taki persónulega að sér að stýra slíku viðtalið.
Bandaríkin Donald Trump Mál Andrew Tate Erlend sakamál Rúmenía Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira