Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 19. nóvember 2025 14:01 Frumvarp um kílómetragjald sem nú liggur fyrir Alþingi er bylting í fjármögnun samgöngukerfisins. Með því að taka upp gjald á hvern ekinn kílómetra og um leið leggja niður olíu- og bensíngjöld á að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og viðhald vega landsins. Markmiðið með kílómetragjaldinu er skýrt: Að bregðast við lækkandi tekjum vegan orkuskipta og minnkandi eldsneytisnotkun með kerfi sem endurspeglar raunverulega notkun ökutækja til að bæta og viðhalda vegakerfinu. Þó að breytingin sé í fljótu bragði rökrétt í ljósi ofangreindra breytinga, tækniframfara og umhverfissjónarmiða, verður að gæta þess að hún verði sanngjörn og komi til jafns við alla. Það er viss óréttlæti fólgið í því að kílómetragjald á ódýran smábíl (t.d. Toyota Aygo sem vegur um eitt tonn) verður það sama og á dýrum stórum og breyttum jeppa (t.d. Landrover Defender sem vegur 2.5 tonn). Það er undarleg ákvörðun að hafa sama kílómetragjald fyrir smábíl og fyrir stóran breyttan jeppa í ljósi þess að jeppinn spænir upp slitlag á vegum í miklu meira mæli en smábíllinn. Til viðbótar þessu er ójafnt aðgengi að umhverfisvænum bílum (t.d. rafmagnsbílum) því þeir eru enn of dýrir í innkaupum og í mörgum tilvikum langt fyrir utan fjárhagslega getu fólks með lágar eða meðaltekjur að kaupa. Af þeim sökum neyðist margt fólk með lágar- og meðaltekjur til þess að kaupa eldri, ódýrari og óumhverfisvænni bíla sem ganga fyrir bensíni eða dísil. Af þeirri ástæðu er það lykilatriði að sú lækkun á dæluverði sem lofað er í frumvarpinu gangi eftir og skili sér til neytenda. Í frumvarpinu er boðað að lækkun á lítra verði allt að 105 krónur af bensínlítra og 88 krónur af dísillítra. Verðbreytingar á bensíni og dísel hafa áhrif á vísitölu neysluverðs og þ.a.l. áhrif á lán. Það er einmitt hér sem áhyggjur minar vakna hvort þessar fyrirhuguðu lækkanir skili sér til neytenda. Frumvarpið getur skapað svigrúm fyrir olíufélög til ”að nota ferðina” til að hækka álagningu sína. Olíufélögin hafa engan trúverðuleika meðal neytenda í ljósi hegðunar sinnar við að hækka verð á dælu um leið og heimsmarkaðsverð á bensíni hækkar en hafa á móti sýnt ótrúlega tregðu til að lækka verð á bensíni þegar heimsmarkaðsverð þess lækkar. Ef verðvitund neytenda ruglast og eftirlit er ekki til staðar, getur ávinningurinn af breytingunni horfið – og bitnað mest á þeim sem minnst mega sín. Það er ekki síður mikilvægt að þessi lækkun skili sér í ljósi þess hve mikil áhrif bensín- og díselverð vegur í vísitölu neysluverðs. Gangi ekki lækkunin að fullu til baka hefur það áhrif á vísitölu neysluverðs og gerir öll lán landsmanna dýrari en ella. Til að tryggja að neytendur fái raunverulega lækkun á eldsneytisverði hvet ég stjórnvöld til að setja á laggirnar virkt og gagnsætt eftirlit sem gæti verið samstarf Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, FÍB og Verðlagseftirlits ASÍ. Aðhald með olíufélögunum er nauðsynlegt til að tryggja að markmið frumvarpsins nái fram að ganga – ekki aðeins í bókhaldi ríkisins, heldur í veski almennings. Við má bæta að þegar frumvarpið er skoðað og þau gjöld sem þungaflutningsökutæki koma til með að greiða er það of lágt til að skapa skattalegan hvata til að færa þungaflutninga af vegum landsins yfir í sjóflutninga. Það er staðreynd að þungaflutningar á vegum landsins fara illa með vegina. Kílómetragjald getur verið réttlát og skilvirk leið til að fjármagna vegakerfið. En réttlæti í framkvæmd krefst þess að við hugum að öllum hópum samfélagsins – ekki síst þeim sem ekki hafa efni á að taka þátt í orkuskiptunum strax. Sanngirni, aðgengi og aðhald verða að vera leiðarljós í þessari breytingu. Höfundur er heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kílómetragjald Skattar, tollar og gjöld Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Frumvarp um kílómetragjald sem nú liggur fyrir Alþingi er bylting í fjármögnun samgöngukerfisins. Með því að taka upp gjald á hvern ekinn kílómetra og um leið leggja niður olíu- og bensíngjöld á að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og viðhald vega landsins. Markmiðið með kílómetragjaldinu er skýrt: Að bregðast við lækkandi tekjum vegan orkuskipta og minnkandi eldsneytisnotkun með kerfi sem endurspeglar raunverulega notkun ökutækja til að bæta og viðhalda vegakerfinu. Þó að breytingin sé í fljótu bragði rökrétt í ljósi ofangreindra breytinga, tækniframfara og umhverfissjónarmiða, verður að gæta þess að hún verði sanngjörn og komi til jafns við alla. Það er viss óréttlæti fólgið í því að kílómetragjald á ódýran smábíl (t.d. Toyota Aygo sem vegur um eitt tonn) verður það sama og á dýrum stórum og breyttum jeppa (t.d. Landrover Defender sem vegur 2.5 tonn). Það er undarleg ákvörðun að hafa sama kílómetragjald fyrir smábíl og fyrir stóran breyttan jeppa í ljósi þess að jeppinn spænir upp slitlag á vegum í miklu meira mæli en smábíllinn. Til viðbótar þessu er ójafnt aðgengi að umhverfisvænum bílum (t.d. rafmagnsbílum) því þeir eru enn of dýrir í innkaupum og í mörgum tilvikum langt fyrir utan fjárhagslega getu fólks með lágar eða meðaltekjur að kaupa. Af þeim sökum neyðist margt fólk með lágar- og meðaltekjur til þess að kaupa eldri, ódýrari og óumhverfisvænni bíla sem ganga fyrir bensíni eða dísil. Af þeirri ástæðu er það lykilatriði að sú lækkun á dæluverði sem lofað er í frumvarpinu gangi eftir og skili sér til neytenda. Í frumvarpinu er boðað að lækkun á lítra verði allt að 105 krónur af bensínlítra og 88 krónur af dísillítra. Verðbreytingar á bensíni og dísel hafa áhrif á vísitölu neysluverðs og þ.a.l. áhrif á lán. Það er einmitt hér sem áhyggjur minar vakna hvort þessar fyrirhuguðu lækkanir skili sér til neytenda. Frumvarpið getur skapað svigrúm fyrir olíufélög til ”að nota ferðina” til að hækka álagningu sína. Olíufélögin hafa engan trúverðuleika meðal neytenda í ljósi hegðunar sinnar við að hækka verð á dælu um leið og heimsmarkaðsverð á bensíni hækkar en hafa á móti sýnt ótrúlega tregðu til að lækka verð á bensíni þegar heimsmarkaðsverð þess lækkar. Ef verðvitund neytenda ruglast og eftirlit er ekki til staðar, getur ávinningurinn af breytingunni horfið – og bitnað mest á þeim sem minnst mega sín. Það er ekki síður mikilvægt að þessi lækkun skili sér í ljósi þess hve mikil áhrif bensín- og díselverð vegur í vísitölu neysluverðs. Gangi ekki lækkunin að fullu til baka hefur það áhrif á vísitölu neysluverðs og gerir öll lán landsmanna dýrari en ella. Til að tryggja að neytendur fái raunverulega lækkun á eldsneytisverði hvet ég stjórnvöld til að setja á laggirnar virkt og gagnsætt eftirlit sem gæti verið samstarf Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtakanna, FÍB og Verðlagseftirlits ASÍ. Aðhald með olíufélögunum er nauðsynlegt til að tryggja að markmið frumvarpsins nái fram að ganga – ekki aðeins í bókhaldi ríkisins, heldur í veski almennings. Við má bæta að þegar frumvarpið er skoðað og þau gjöld sem þungaflutningsökutæki koma til með að greiða er það of lágt til að skapa skattalegan hvata til að færa þungaflutninga af vegum landsins yfir í sjóflutninga. Það er staðreynd að þungaflutningar á vegum landsins fara illa með vegina. Kílómetragjald getur verið réttlát og skilvirk leið til að fjármagna vegakerfið. En réttlæti í framkvæmd krefst þess að við hugum að öllum hópum samfélagsins – ekki síst þeim sem ekki hafa efni á að taka þátt í orkuskiptunum strax. Sanngirni, aðgengi og aðhald verða að vera leiðarljós í þessari breytingu. Höfundur er heilsuhagfræðingur.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun