Innlent

Maður að trufla um­ferð og eldur í bakaríi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sex gistu fangageymslur lögreglu núna í morgun.
Sex gistu fangageymslur lögreglu núna í morgun. Vísir/Ívar Fannar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna manns sem var sagður standa úti á miðri götu í miðborginni og trufla umferð. Hann hljóp á brott undan lögreglu en fannst skömmu síðar. Maðurinn var handtekinn, enda ekki í ástandi til að sýsla með eigin hagsmuni, segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar. Hann er grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti.

Lögregla handtók einnig mann sem var að valda ónæði við fjölbýlishús en sá reyndist hafa fíkniefni í fórum sínum og hótaði lögreglumönnum. Þá var tilkynnt um árekstur og afstungu en lögreglu tókst að hafa uppi á tjónvaldinum.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eld sem kviknaði út frá ofni í bakaríi og er það mál í rannsókn hjá lögreglu. Þá var manni í annarlegu ástandi vísað út af veitingastað.

Lögregla stöðvaði einnig mann á 150 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst og hafði afskipti af öðrum ökumanni sem var að flytja aðra bifreið á kerru. Heildarþunginn reyndist umfram leyfða heildarþyngd bifreiðarinnar, farmurinn ekki tryggilega festur og kerran ekki með öll lögboðin ljós. Viðkomandi var sektaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×