Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar 21. nóvember 2025 07:30 Undanfarið hefur gefið á bátinn hjá útflutningsgreinum á Íslandi. Má þar helst nefna alvarlega bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, rekstrarstöðvun PCC á Bakka, áskoranir hjá Alvotech, gjaldþrot Play og núna síðast ákvörðun Evrópusambandsins um að setja tolla á kísiljárn. Í ljósi þess er enn þá mikilvægara að huga vel að þeim vaxtarmöguleikum sem eru í þróun gervigreindar á Íslandi. Sundar Pichai forstjóri Google lítur svo á að gervigreind muni hafa meiri áhrif á þróun mannkynsins en eldur eða rafmagn. Stjarnfræðilegar fjárfestingar stærstu fyrirtækja í heimi í þróun gervigreindar styðja við þetta. Endurnýjanleg orka, kalt loftslag, traust flutningskerfi og mannauður valda því að Ísland er í kjörstöðu til að byggja upp þessa atvinnugrein. Gagnaversstarfsemi er sniðin að atvinnustefnu Íslands Stjórnarráð Íslands hefur gefið út drög að atvinnustefnu Íslands til ársins 2035 en í henni eru meginmarkmiðin eftirfarandi: hærri landsframleiðsla á mann, hærri framleiðni vinnuafls, útflutningur sé fjölbreyttari og losi minna og loks að atvinnutekjur aukist í öllum landshlutum. Gagnaversstarfsemi er líkt og sniðin að þessum markmiðum. Fjárfestingar í atvinnugreininni eru gífurlegar, framleiðni starfsfólks er há og útflutningur fer fram á ljóshraða í gegnum gagnatengingar Íslands við umheiminn. Starfsemi þeirra er knúin áfram af endurnýjanlegri orku og er án þess útblásturs sem fylgir útflutningi á áþreifanlegum vörum. Þá starfa gagnaverin þrjú sem eru nú þegar á Íslandi um allt land eða í Reykjanesbæ, á Blönduósi og Akureyri. Eitt það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert til að styðja við uppbyggingu þessarar atvinnugreinar er að búa henni fyrirsjáanlegt og skýrt viðskiptaumhverfi til lengri tíma. Það gefur því góð fyrirheit að stjórnvöld séu að vinna að atvinnustefnu til næstu 10 ára. Til að ná árangri þarf að yfirstíga áskoranir Orð eru til alls fyrst en það er vissulega einfaldara að tala um að grípa tækifærin en að grípa þau í raun og veru. Þó að enginn vafi leiki á því að tækifærin í gervigreind séu mikil þá þarf líka að yfirstíga áskoranir. Það er t.d. eðlilegt að hafa áhyggjur af því hvort verið sé að offjárfesta í greininni. Þar af leiðandi er mikilvægt að Ísland nálgist uppbyggingu atvinnugreinarinnar af skynsemi og velji sér sterka samstarfsaðila. Í þessu samhengi er gott að hafa hugfast að aðeins 2,5% af raforkuframleiðslu á Íslandi á fyrri helmingi ársins fór til gagnavera og því er útsetning (e. exposure) Íslands gagnvart gervigreindaráhættu mjög lítil. Önnur áskorun sem þarf að komast yfir er hár flutningskostnaður raforku. Ísland er í harðri samkeppni við hin Norðurlöndin um að fá til sín gervigreindarverkefni og það er erfitt að keppa þegar flutningskostnaður raforku hér á landi hefur nærri tvöfaldast á 5 árum líkt og Innherji fjallaði nýverið um. Þessi staðreynd skerðir samkeppnishæfni landsins svo um munar og útlit er fyrir að kostnaðurinn haldi áfram að hækka á ósjálfbærum hraða á næstu árum ef ekkert er að gert. Tækifærið er núna. Með samkeppnishæfni að leiðarljósi og skýrri framtíðarsýn hagaðila getur Ísland verið í forystu í þróun gervigreindar. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Landsvirkjun Gagnaver Orkumál Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur gefið á bátinn hjá útflutningsgreinum á Íslandi. Má þar helst nefna alvarlega bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, rekstrarstöðvun PCC á Bakka, áskoranir hjá Alvotech, gjaldþrot Play og núna síðast ákvörðun Evrópusambandsins um að setja tolla á kísiljárn. Í ljósi þess er enn þá mikilvægara að huga vel að þeim vaxtarmöguleikum sem eru í þróun gervigreindar á Íslandi. Sundar Pichai forstjóri Google lítur svo á að gervigreind muni hafa meiri áhrif á þróun mannkynsins en eldur eða rafmagn. Stjarnfræðilegar fjárfestingar stærstu fyrirtækja í heimi í þróun gervigreindar styðja við þetta. Endurnýjanleg orka, kalt loftslag, traust flutningskerfi og mannauður valda því að Ísland er í kjörstöðu til að byggja upp þessa atvinnugrein. Gagnaversstarfsemi er sniðin að atvinnustefnu Íslands Stjórnarráð Íslands hefur gefið út drög að atvinnustefnu Íslands til ársins 2035 en í henni eru meginmarkmiðin eftirfarandi: hærri landsframleiðsla á mann, hærri framleiðni vinnuafls, útflutningur sé fjölbreyttari og losi minna og loks að atvinnutekjur aukist í öllum landshlutum. Gagnaversstarfsemi er líkt og sniðin að þessum markmiðum. Fjárfestingar í atvinnugreininni eru gífurlegar, framleiðni starfsfólks er há og útflutningur fer fram á ljóshraða í gegnum gagnatengingar Íslands við umheiminn. Starfsemi þeirra er knúin áfram af endurnýjanlegri orku og er án þess útblásturs sem fylgir útflutningi á áþreifanlegum vörum. Þá starfa gagnaverin þrjú sem eru nú þegar á Íslandi um allt land eða í Reykjanesbæ, á Blönduósi og Akureyri. Eitt það mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert til að styðja við uppbyggingu þessarar atvinnugreinar er að búa henni fyrirsjáanlegt og skýrt viðskiptaumhverfi til lengri tíma. Það gefur því góð fyrirheit að stjórnvöld séu að vinna að atvinnustefnu til næstu 10 ára. Til að ná árangri þarf að yfirstíga áskoranir Orð eru til alls fyrst en það er vissulega einfaldara að tala um að grípa tækifærin en að grípa þau í raun og veru. Þó að enginn vafi leiki á því að tækifærin í gervigreind séu mikil þá þarf líka að yfirstíga áskoranir. Það er t.d. eðlilegt að hafa áhyggjur af því hvort verið sé að offjárfesta í greininni. Þar af leiðandi er mikilvægt að Ísland nálgist uppbyggingu atvinnugreinarinnar af skynsemi og velji sér sterka samstarfsaðila. Í þessu samhengi er gott að hafa hugfast að aðeins 2,5% af raforkuframleiðslu á Íslandi á fyrri helmingi ársins fór til gagnavera og því er útsetning (e. exposure) Íslands gagnvart gervigreindaráhættu mjög lítil. Önnur áskorun sem þarf að komast yfir er hár flutningskostnaður raforku. Ísland er í harðri samkeppni við hin Norðurlöndin um að fá til sín gervigreindarverkefni og það er erfitt að keppa þegar flutningskostnaður raforku hér á landi hefur nærri tvöfaldast á 5 árum líkt og Innherji fjallaði nýverið um. Þessi staðreynd skerðir samkeppnishæfni landsins svo um munar og útlit er fyrir að kostnaðurinn haldi áfram að hækka á ósjálfbærum hraða á næstu árum ef ekkert er að gert. Tækifærið er núna. Með samkeppnishæfni að leiðarljósi og skýrri framtíðarsýn hagaðila getur Ísland verið í forystu í þróun gervigreindar. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar