Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2025 16:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í dag mikinn á samfélagsmiðli sínum þar sem hann kallaði meðal annars eftir því að sex þingmenn Demókrataflokksins yrðu hengdir. Er það eftir að umræddir þingmenn birtu ávarp þar sem þeir hvöttu bandaríska hermenn til að fylgja ekki skipunum frá Hvíta húsinu, ef þær skipanir væru ólöglegar. Trump hefur deilt fjölda færsla á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, þar sem þingmennirnir eru kallaðir hryðjuverkamenn, föðurlandssvikarar og kallað er eftir því að þeir verði ákærðir fyrir landráð, svo eitthvað sé nefnt. Ein færslan sem Trump deildi er frá síðu með járnkross í aðalmynd en viðkomandi kallar eftir því að þingmennirnir verði hengdir og segir að George Washington hefði gert slíkt. Í eigin færslum hefur Trump einnig sagt að réttast væri að ákæra þingmennina fyrir landráð. Þeir séu svikarar og að ummæli þeirra séu stórhættuleg. „Orð þeirra geta ekki staðið. Við munum ekki eiga ríki áfram!!! Það verður að SETJA FORDÆMI,“ skrifaði Trump í einni færslu. Í annarri skrifaði hann að hegðun þingmannanna væri slæm og hættuleg. Þeir væru svikarar og landsráðsmenn og ættu að vera fangelsaðir. Síðan bætti hann við þriðju færslunni: „LANDRÁÐ, refsivert með DAUÐAREFSINGU!“ Birtu myndband eftir árásir Sex þingmenn Demókrataflokksins, sem voru á árum áður í hernum eða störfuðu fyrir leyniþjónustur Bandaríkjanna, birtu á þriðjudaginn myndband á X. Þar báðu þau hermenn og starfsmenn leyniþjónusta um að fylgja ekki ótilgreindum skipunum frá ríkisstjórn Trumps, ef þær skipanir væru ólöglegar. Umræddir þingmenn eru Elissa Slotkin, Mark Kelly, Jason Crow, Maggie Goodlander, Chris Deluzio og Chrissy Houlahan. Þau sögðu aðila innan Bandaríkjanna ógna stjórnarskrá ríkisins og sögðu að þau myndu standa við bak hermanna sem neituðu ólöglegum skipunum. We want to speak directly to members of the Military and the Intelligence Community.The American people need you to stand up for our laws and our Constitution.Don’t give up the ship. pic.twitter.com/N8lW0EpQ7r— Sen. Elissa Slotkin (@SenatorSlotkin) November 18, 2025 Samkvæmt lögum Bandaríkjanna er hermönnum skylt að neita að fylgja ólöglegum skipunum. Það að reyna að verjast lögsókn seinna meir með því að segjast eingöngu hafa verið að fylgja skipunum að ofar fríar engan ábyrgð. Meðal þess sem þingmennirnir vísa til í myndbandinu er að ríkisstjórn Trumps hafi beitt hernum gegn bandarískum ríkisborgurum, sem er í flestum tilfellum gegn lögum. Myndbandið var einnig birt í kjölfar þess að bandarískir herinn hefur grandað bátum á Kyrra- og Karíbahafi, sem sagðir eru hafa verið notaðir til að flytja fíkniefni til Bandaríkjanna og Evrópu. Að minnsta kosti áttatíu manns hafa fallið í tuttugu slíkum árásum á undanförnum vikum. Deilt er um það hvort þessar árásir séu yfir höfuð löglegar en ríkisstjórn Trumps hefur ekki lagt fram neinar haldbærar sannanir fyrir því að bátarnir hafi verið notaðir til að smygla og enginn dómstóll hefur fjallað um það hvort mennirnir um borð hafi verið sekir um einhvert lögbrot. Þá er ekki dauðarefsing við því að smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna. Árásirnar hafa því verið kallaðar aftökur utan dóms og laga. Kvarta yfir orðræðu Demókrata Eftir að áhrifavaldurinn Charlie Kirk var myrtur kvörtuðu Repúblikanar ítrekað yfir því að orðræða Demókrata og bandamanna þeirra hefði leitt til morðsins. Það að kalla Trump, stuðningsmenn hans og aðra orðum eins fasista hefði leitt til ofbeldis í garð íhaldsmanna. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sagði til að mynda á ráðstefnu í dag að öfgasinnuð vinstri hreyfing, sem hann sagði óvini þeirra sem voru á ráðstefnunni hefði myrt vin sinn. .@VP: "Don't let the debates that we're having internally blind us to the fact that we're up against a radical leftist movement that murdered my friend... have our debates, but focus on the enemy so we can win victories that matter for the American people." pic.twitter.com/Xk2ViR5wXC— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) November 20, 2025 Trump hefur um árabil talað um pólitíska andstæðinga sína og aðra sem honum hefur verið illa við með þeim hætti eins og hann gerir í færslunum sem nefndar eru hér að ofan. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Trump hefur deilt fjölda færsla á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, þar sem þingmennirnir eru kallaðir hryðjuverkamenn, föðurlandssvikarar og kallað er eftir því að þeir verði ákærðir fyrir landráð, svo eitthvað sé nefnt. Ein færslan sem Trump deildi er frá síðu með járnkross í aðalmynd en viðkomandi kallar eftir því að þingmennirnir verði hengdir og segir að George Washington hefði gert slíkt. Í eigin færslum hefur Trump einnig sagt að réttast væri að ákæra þingmennina fyrir landráð. Þeir séu svikarar og að ummæli þeirra séu stórhættuleg. „Orð þeirra geta ekki staðið. Við munum ekki eiga ríki áfram!!! Það verður að SETJA FORDÆMI,“ skrifaði Trump í einni færslu. Í annarri skrifaði hann að hegðun þingmannanna væri slæm og hættuleg. Þeir væru svikarar og landsráðsmenn og ættu að vera fangelsaðir. Síðan bætti hann við þriðju færslunni: „LANDRÁÐ, refsivert með DAUÐAREFSINGU!“ Birtu myndband eftir árásir Sex þingmenn Demókrataflokksins, sem voru á árum áður í hernum eða störfuðu fyrir leyniþjónustur Bandaríkjanna, birtu á þriðjudaginn myndband á X. Þar báðu þau hermenn og starfsmenn leyniþjónusta um að fylgja ekki ótilgreindum skipunum frá ríkisstjórn Trumps, ef þær skipanir væru ólöglegar. Umræddir þingmenn eru Elissa Slotkin, Mark Kelly, Jason Crow, Maggie Goodlander, Chris Deluzio og Chrissy Houlahan. Þau sögðu aðila innan Bandaríkjanna ógna stjórnarskrá ríkisins og sögðu að þau myndu standa við bak hermanna sem neituðu ólöglegum skipunum. We want to speak directly to members of the Military and the Intelligence Community.The American people need you to stand up for our laws and our Constitution.Don’t give up the ship. pic.twitter.com/N8lW0EpQ7r— Sen. Elissa Slotkin (@SenatorSlotkin) November 18, 2025 Samkvæmt lögum Bandaríkjanna er hermönnum skylt að neita að fylgja ólöglegum skipunum. Það að reyna að verjast lögsókn seinna meir með því að segjast eingöngu hafa verið að fylgja skipunum að ofar fríar engan ábyrgð. Meðal þess sem þingmennirnir vísa til í myndbandinu er að ríkisstjórn Trumps hafi beitt hernum gegn bandarískum ríkisborgurum, sem er í flestum tilfellum gegn lögum. Myndbandið var einnig birt í kjölfar þess að bandarískir herinn hefur grandað bátum á Kyrra- og Karíbahafi, sem sagðir eru hafa verið notaðir til að flytja fíkniefni til Bandaríkjanna og Evrópu. Að minnsta kosti áttatíu manns hafa fallið í tuttugu slíkum árásum á undanförnum vikum. Deilt er um það hvort þessar árásir séu yfir höfuð löglegar en ríkisstjórn Trumps hefur ekki lagt fram neinar haldbærar sannanir fyrir því að bátarnir hafi verið notaðir til að smygla og enginn dómstóll hefur fjallað um það hvort mennirnir um borð hafi verið sekir um einhvert lögbrot. Þá er ekki dauðarefsing við því að smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna. Árásirnar hafa því verið kallaðar aftökur utan dóms og laga. Kvarta yfir orðræðu Demókrata Eftir að áhrifavaldurinn Charlie Kirk var myrtur kvörtuðu Repúblikanar ítrekað yfir því að orðræða Demókrata og bandamanna þeirra hefði leitt til morðsins. Það að kalla Trump, stuðningsmenn hans og aðra orðum eins fasista hefði leitt til ofbeldis í garð íhaldsmanna. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sagði til að mynda á ráðstefnu í dag að öfgasinnuð vinstri hreyfing, sem hann sagði óvini þeirra sem voru á ráðstefnunni hefði myrt vin sinn. .@VP: "Don't let the debates that we're having internally blind us to the fact that we're up against a radical leftist movement that murdered my friend... have our debates, but focus on the enemy so we can win victories that matter for the American people." pic.twitter.com/Xk2ViR5wXC— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) November 20, 2025 Trump hefur um árabil talað um pólitíska andstæðinga sína og aðra sem honum hefur verið illa við með þeim hætti eins og hann gerir í færslunum sem nefndar eru hér að ofan.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira