Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. nóvember 2025 15:46 Íslendingar elska að bíða í röð eftir nýjum erlendum vörum og verslunum. Íslendingar elska að standa og bíða í röð, það hefur margoft sýnt sig. Í hvert sinn sem ný erlend vara eða verslun kemur til landins þá stekkur landinn til og húkir í röð. Nýjasta biðröðin tengdist sölu á Nocco-jóladagatölum í Smáralind síðustu helgi en Íslendingar hafa líka beðið eftir kleinuhringjum, strigaskóm og ýmsu öðru. Orkudrykkjafyrirtækið Nocco opnaði tímabundna verslun í Smáralind síðasta sunnudag þar sem nýtt jóladagatal var til sölu. Eftirspurnin eftir slíku dagatali er greinilega mikil því gríðarlöng röð myndaðist og teygði sig um hálfan verslunarkjarnann. Þessi Nocco-biðröð var líka kveikjan að upprifjun á eldri biðröðum og hefur Vísri tekið saman fimm fáránlegar biðraðir sem vöktu athygli. Lindex - Áttu að endast í vikur en kláruðust á fyrsta degi Sænska fataverslunin Lindex var opnuð 12. nóvember 2011 í Smáralind og streymdi fólk í hundraðatali að. Ötröð myndaðist við verslunina og biðraðir við og inni í henni. Nær allar vörur verslunarinnar, sem áttu að endast í nokkrar vikur, seldust strax upp svo loka þurfti versluninni. Opnunarhelgi íslensku verslunarinnar sló jafnframt met í sextíu ára sögu verslunarkeðjunnar. „Við vissum að það var mikill áhugi á Lindex á Íslandi en þessi opnunarhelgi fór fram úr okkar björtustu vonum. Ísland tvöfaldaði síðasta met,“ sagði Kaisa Lyckdal, upplýsingafulltrúi Lindex á aðalskrifstofu fyrirtækisins, um opnunina á sínum tíma. Versluninni var lokað í nokkra daga en hún opnuð aftur viku frá opnunardegi. Vinsældirnar hjöðnuðu þó bara lítillega og mynduðust biðraðir við mátunarklefana. Starfsfólki var sömuleiðis fjölgað til muna eftir reynsluna frá örtröðinni um opnunarhelgina. Bauhaus - Löng bílaröð og þúsundir á planinu Byggingavöruverslunin Bauhaus átti fyrst að opna árið 2008 en því var seinkað vegna Bankahrunsins. Hún var á endanum opnuð laugardaginn 5. maí árið 2012 - aðeins nokkrum mánuðum eftir opnun Lindex. Æsingurinn og kaupgleðin sýndu greinilega að Hrunið fjórum árum var fjarlæg minning. Fyrir opnunina hafði myndast löng bílaröð á Vesturlandsvegi, algjört umferðaröngþveiti við verslunina og búið að leggja í öll sex hundruð bílastæði verslunarinnar. Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar, áætlaði að milli fimm og sex þúsund manns hefðu verið fyrir utan verslunina þegar hún var opnuð til að taka þátt í happdrætti og kaupa gasgrill og fleira á opnunartilboði. Fyrstu vikuna versluðu Íslendingar í Bauhaus fyrir tæpan milljarð króna. Húrra-röðin - Tjaldað á Hverfisgötunni Kanye West hóf Yeezy-skósamstarf með Adidas árið 2013 og urðu skórnir gríðarvinsælir um allan heim. Ísland var ekki undanskilið því æði og í hvert skipti sem Húrra Reykjavík seldi Yeezy-skó myndaðist biðröð við verslunina. Stór hluti af æðinu var að skórnir voru í hvert skipti seldir í takmörkuðu upplagi. Fyrstu Yeezy-skórnir fóru í sölu 18. febrúar 2016 og greip fjöldi fólks til þess ráðs að tjalda í röð við verslunina. Tveir drengir sem tjölduðu í tvo sólarhringa ræddu við Ísland í dag um biðina. Yeezy-skórnir fóru aftur í sölu um haustið og svo líka rétt fyrir jól það árið. Í seinna skiptið biðu hátt í tvö hundruð manns í röð eftir því að geta keypt skóna. Yeezy-skórnir fóru nokkrum sinnum til viðbótar í sölu hjá Húrra, vor og sumar 2017 og aftur sumarið 2018, en í hvert skipti mynduðust langar biðraðir eftir skónum. Costco - Steinar stóð vaktina Það var eitthvað í loftinu árið 2017 sem má sannarlega segja að hafi verið stóra biðraðaár landsins. Fyrir utan áðurnefndar biðraðir við Húrra þá komu tvö stór bandarísk vörumerki til landsins og fylgdu þeim raðir. Á vormánuðum kom smásölurisinn Costco til landsins og var opnunar vöruhússins í Kauptúni í Garðabæ beðið með mikilli eftirvæntingu. Fyrir opnunina var búið að sækja um 40 þúsund aðildarkort hjá versluninni. Um hálftíma fyrir opnun verslunarinnar tók fólk að streyma að og myndaðist röð. Steinar var fremstur í röðinni. Fremstur í röðinni var Steinar nokkur sem hafði mætt níu tímum fyrir opnun og gisti í stól í versluninni. Nóttin hafði verið köld en lét hann sig hafa það vegna þess hve mikið hann brynni fyrir hagsmuni neytenda. Verslunin var stappfull allan fyrsta daginn og næstu vikurnar eftir opnun. Vísir var með beina útsendingu frá vöruhúsinu þar sem rætt var við kaupglaða Íslendinga og stemmingin fönguð. Dunkin Donut's - Biðröð í heila viku Þúsundir manna streymdu í Costco en biðröðin þar var ekkert á við biðröðina sem myndaðist fyrir utan kleinuhringjastaðinn Dunkin Donut's sem var opnaður 4. ágúst sama ár. Opnun Krispy Kreme ári fyrr skipti þar engu máli. Sjá: Á fjórða hundrað manns í röð þegar Krispy Kreme opnaði Fyrir opnun kleinuhringjastaðarins höfðu eigendur hans gefið út að fyrstu fimmtíu gestirnir fengju glaðning. Þó nokkrir mættu níu kvöldið fyrir opnunina, heilum tólf tímum áður, með stóla eða tjöld. „Nóttin var köld en samt frekar fljót að líða,“ sagði Agatha Rún Karlsdóttir, sem var fremst í röðinni. Auk hennar biðu um fimmtíu aðrir í röð fyrir utan staðinn þegar hann var opnaður. Eftir því sem leið á daginn lengdist röðin bara og seldust um tólf þúsund kleinuhringir þennan fyrsta dag. Eftirspurnin minnkaði þó ekkert og var áfram röð við staðinn næstu sex daga eftir opnunina. Enda löngu sannað að Íslendingar elska að bíða í röð. Smáralind Costco Tíska og hönnun Neytendur Orkudrykkir Tengdar fréttir Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Þegar fréttir bárust af því að slagsmál hefðu brotist út í verslun skammt frá heimili mínu í London yfir nýrri sendingu af Labubu-böngsum voru fyrstu viðbrögð mín að setja mig á háan hest: Sauðir, hugsaði ég með mér þar sem ég las dagblaðið yfir matcha-tei og Dúbaí-súkkulaði, óraveg frá hjörðinni. Eða svo taldi ég. 2. október 2025 07:03 Hjarðhegðun Íslendinga Hjarðhegðun Íslendinga endurspeglar smæð samfélagsins og hræðsluna við það að vera utangátta. Eða hvað? Hvers vegna er landinn á einu auga bragði klæddur í samskonar skó, ferðast til sömu áfangastaðanna og kaupir eins húsgögn? 19. febrúar 2024 07:00 Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Íslendingar virðast elska góð æði. Allavega er hægt að nefna fjölmörg æði sem hafa gripið landann í gegnum tíðina. 25. september 2025 15:01 Eftirminnilegustu raðir okkar tíma Í dag er Black Friday, Svartur föstudagur eða fössari, eða hvað sem auglýsendur kjósa að kalla þennan blessaða dag. Honum fylgir víða um heim mikill verslunartryllingur og raðir og því ætlum við að rifja upp nokkrar slíkar hér á þessum síðum. 24. nóvember 2017 10:45 Þegar æði grípur landann Dunkin' Donuts er langt því frá fyrsta alþjóðlega vörumerkið sem Íslendingar taka fegins hendi. 11. ágúst 2015 13:00 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Betri en hefðbundnar sörur Jól Fleiri fréttir Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Sjá meira
Orkudrykkjafyrirtækið Nocco opnaði tímabundna verslun í Smáralind síðasta sunnudag þar sem nýtt jóladagatal var til sölu. Eftirspurnin eftir slíku dagatali er greinilega mikil því gríðarlöng röð myndaðist og teygði sig um hálfan verslunarkjarnann. Þessi Nocco-biðröð var líka kveikjan að upprifjun á eldri biðröðum og hefur Vísri tekið saman fimm fáránlegar biðraðir sem vöktu athygli. Lindex - Áttu að endast í vikur en kláruðust á fyrsta degi Sænska fataverslunin Lindex var opnuð 12. nóvember 2011 í Smáralind og streymdi fólk í hundraðatali að. Ötröð myndaðist við verslunina og biðraðir við og inni í henni. Nær allar vörur verslunarinnar, sem áttu að endast í nokkrar vikur, seldust strax upp svo loka þurfti versluninni. Opnunarhelgi íslensku verslunarinnar sló jafnframt met í sextíu ára sögu verslunarkeðjunnar. „Við vissum að það var mikill áhugi á Lindex á Íslandi en þessi opnunarhelgi fór fram úr okkar björtustu vonum. Ísland tvöfaldaði síðasta met,“ sagði Kaisa Lyckdal, upplýsingafulltrúi Lindex á aðalskrifstofu fyrirtækisins, um opnunina á sínum tíma. Versluninni var lokað í nokkra daga en hún opnuð aftur viku frá opnunardegi. Vinsældirnar hjöðnuðu þó bara lítillega og mynduðust biðraðir við mátunarklefana. Starfsfólki var sömuleiðis fjölgað til muna eftir reynsluna frá örtröðinni um opnunarhelgina. Bauhaus - Löng bílaröð og þúsundir á planinu Byggingavöruverslunin Bauhaus átti fyrst að opna árið 2008 en því var seinkað vegna Bankahrunsins. Hún var á endanum opnuð laugardaginn 5. maí árið 2012 - aðeins nokkrum mánuðum eftir opnun Lindex. Æsingurinn og kaupgleðin sýndu greinilega að Hrunið fjórum árum var fjarlæg minning. Fyrir opnunina hafði myndast löng bílaröð á Vesturlandsvegi, algjört umferðaröngþveiti við verslunina og búið að leggja í öll sex hundruð bílastæði verslunarinnar. Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarinnar, áætlaði að milli fimm og sex þúsund manns hefðu verið fyrir utan verslunina þegar hún var opnuð til að taka þátt í happdrætti og kaupa gasgrill og fleira á opnunartilboði. Fyrstu vikuna versluðu Íslendingar í Bauhaus fyrir tæpan milljarð króna. Húrra-röðin - Tjaldað á Hverfisgötunni Kanye West hóf Yeezy-skósamstarf með Adidas árið 2013 og urðu skórnir gríðarvinsælir um allan heim. Ísland var ekki undanskilið því æði og í hvert skipti sem Húrra Reykjavík seldi Yeezy-skó myndaðist biðröð við verslunina. Stór hluti af æðinu var að skórnir voru í hvert skipti seldir í takmörkuðu upplagi. Fyrstu Yeezy-skórnir fóru í sölu 18. febrúar 2016 og greip fjöldi fólks til þess ráðs að tjalda í röð við verslunina. Tveir drengir sem tjölduðu í tvo sólarhringa ræddu við Ísland í dag um biðina. Yeezy-skórnir fóru aftur í sölu um haustið og svo líka rétt fyrir jól það árið. Í seinna skiptið biðu hátt í tvö hundruð manns í röð eftir því að geta keypt skóna. Yeezy-skórnir fóru nokkrum sinnum til viðbótar í sölu hjá Húrra, vor og sumar 2017 og aftur sumarið 2018, en í hvert skipti mynduðust langar biðraðir eftir skónum. Costco - Steinar stóð vaktina Það var eitthvað í loftinu árið 2017 sem má sannarlega segja að hafi verið stóra biðraðaár landsins. Fyrir utan áðurnefndar biðraðir við Húrra þá komu tvö stór bandarísk vörumerki til landsins og fylgdu þeim raðir. Á vormánuðum kom smásölurisinn Costco til landsins og var opnunar vöruhússins í Kauptúni í Garðabæ beðið með mikilli eftirvæntingu. Fyrir opnunina var búið að sækja um 40 þúsund aðildarkort hjá versluninni. Um hálftíma fyrir opnun verslunarinnar tók fólk að streyma að og myndaðist röð. Steinar var fremstur í röðinni. Fremstur í röðinni var Steinar nokkur sem hafði mætt níu tímum fyrir opnun og gisti í stól í versluninni. Nóttin hafði verið köld en lét hann sig hafa það vegna þess hve mikið hann brynni fyrir hagsmuni neytenda. Verslunin var stappfull allan fyrsta daginn og næstu vikurnar eftir opnun. Vísir var með beina útsendingu frá vöruhúsinu þar sem rætt var við kaupglaða Íslendinga og stemmingin fönguð. Dunkin Donut's - Biðröð í heila viku Þúsundir manna streymdu í Costco en biðröðin þar var ekkert á við biðröðina sem myndaðist fyrir utan kleinuhringjastaðinn Dunkin Donut's sem var opnaður 4. ágúst sama ár. Opnun Krispy Kreme ári fyrr skipti þar engu máli. Sjá: Á fjórða hundrað manns í röð þegar Krispy Kreme opnaði Fyrir opnun kleinuhringjastaðarins höfðu eigendur hans gefið út að fyrstu fimmtíu gestirnir fengju glaðning. Þó nokkrir mættu níu kvöldið fyrir opnunina, heilum tólf tímum áður, með stóla eða tjöld. „Nóttin var köld en samt frekar fljót að líða,“ sagði Agatha Rún Karlsdóttir, sem var fremst í röðinni. Auk hennar biðu um fimmtíu aðrir í röð fyrir utan staðinn þegar hann var opnaður. Eftir því sem leið á daginn lengdist röðin bara og seldust um tólf þúsund kleinuhringir þennan fyrsta dag. Eftirspurnin minnkaði þó ekkert og var áfram röð við staðinn næstu sex daga eftir opnunina. Enda löngu sannað að Íslendingar elska að bíða í röð.
Smáralind Costco Tíska og hönnun Neytendur Orkudrykkir Tengdar fréttir Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Þegar fréttir bárust af því að slagsmál hefðu brotist út í verslun skammt frá heimili mínu í London yfir nýrri sendingu af Labubu-böngsum voru fyrstu viðbrögð mín að setja mig á háan hest: Sauðir, hugsaði ég með mér þar sem ég las dagblaðið yfir matcha-tei og Dúbaí-súkkulaði, óraveg frá hjörðinni. Eða svo taldi ég. 2. október 2025 07:03 Hjarðhegðun Íslendinga Hjarðhegðun Íslendinga endurspeglar smæð samfélagsins og hræðsluna við það að vera utangátta. Eða hvað? Hvers vegna er landinn á einu auga bragði klæddur í samskonar skó, ferðast til sömu áfangastaðanna og kaupir eins húsgögn? 19. febrúar 2024 07:00 Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Íslendingar virðast elska góð æði. Allavega er hægt að nefna fjölmörg æði sem hafa gripið landann í gegnum tíðina. 25. september 2025 15:01 Eftirminnilegustu raðir okkar tíma Í dag er Black Friday, Svartur föstudagur eða fössari, eða hvað sem auglýsendur kjósa að kalla þennan blessaða dag. Honum fylgir víða um heim mikill verslunartryllingur og raðir og því ætlum við að rifja upp nokkrar slíkar hér á þessum síðum. 24. nóvember 2017 10:45 Þegar æði grípur landann Dunkin' Donuts er langt því frá fyrsta alþjóðlega vörumerkið sem Íslendingar taka fegins hendi. 11. ágúst 2015 13:00 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Betri en hefðbundnar sörur Jól Fleiri fréttir Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Sjá meira
Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Þegar fréttir bárust af því að slagsmál hefðu brotist út í verslun skammt frá heimili mínu í London yfir nýrri sendingu af Labubu-böngsum voru fyrstu viðbrögð mín að setja mig á háan hest: Sauðir, hugsaði ég með mér þar sem ég las dagblaðið yfir matcha-tei og Dúbaí-súkkulaði, óraveg frá hjörðinni. Eða svo taldi ég. 2. október 2025 07:03
Hjarðhegðun Íslendinga Hjarðhegðun Íslendinga endurspeglar smæð samfélagsins og hræðsluna við það að vera utangátta. Eða hvað? Hvers vegna er landinn á einu auga bragði klæddur í samskonar skó, ferðast til sömu áfangastaðanna og kaupir eins húsgögn? 19. febrúar 2024 07:00
Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Íslendingar virðast elska góð æði. Allavega er hægt að nefna fjölmörg æði sem hafa gripið landann í gegnum tíðina. 25. september 2025 15:01
Eftirminnilegustu raðir okkar tíma Í dag er Black Friday, Svartur föstudagur eða fössari, eða hvað sem auglýsendur kjósa að kalla þennan blessaða dag. Honum fylgir víða um heim mikill verslunartryllingur og raðir og því ætlum við að rifja upp nokkrar slíkar hér á þessum síðum. 24. nóvember 2017 10:45
Þegar æði grípur landann Dunkin' Donuts er langt því frá fyrsta alþjóðlega vörumerkið sem Íslendingar taka fegins hendi. 11. ágúst 2015 13:00