„Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2025 13:01 Jón Björn Hákonarson er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Vísir/Einar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir málefnum fatlaðra sinnt vel hjá sveitarfélögunum þrátt fyrir að einhver þeirra skorti stefnu í málaflokknum. Það sé þó mikilvægt fyrir þau að bregðast við skýrslu sem sýnir að rúmlega helmingur sveitarfélaga sé stefnulaus. Í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, GEV, kemur fram að rúmlega helming sveitarfélaga skorti stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Rétt tæpan helming skortir fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og svipaðan fjölda skortir viðbragðsáætlun vegna gruns um ofbeldi gagnvart þjónustunotendum. Formaður Öryrkjabandalagsins sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að brýnt væri að brugðist verði við þessu. Staðan sé óásættanleg og hún óttist að það þrífist eitthvað slæmt þar sem engar verklagsreglur séu til staðar. Skortur á reglum þýði ekki endilega að illa sé staðið að málum Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir skýrsluna góða brýningu, þó að hann telji að vel sé staðið að málum á flestum stöðum. „Við vitum að málaflokknum er alls staðar sinnt af fagmennsku. Um hann gilda lög og reglur. En ég held það sé gott að fá samantekt frá GEV og að þetta sé brýning til sveitarfélaganna. Þarna er hlutur sem þarf líka að uppfylla. Ég hef fulla trú á því að þau taki því alvarlega og fari í þetta,“ segir Jón Björn. Deilur um fjármögnun Ríki og sveitarfélög hafa lengi deilt um fjármögnun þjónustunnar. Sambandið hefur lengi bent á að það stefni í algjört óefni ef ríkið stígur ekki meira inn í málaflokkinn. „Ég vonast til þess að við náum þessari umræðu í fastar skorður. Sannarlega höfum við náð árangri og það hafa verið stigin skref á þessum árum til að mæta fjármögnuninni betur. En við teljum okkur þurfa að ná endanlega saman um þetta. Þetta er mikilvægur málaflokkur, mikilvæg þjónusta. Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað. Fjármögnunin á ekki að koma niður á þjónustu við fólk,“ segir Jón Björn. Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, GEV, kemur fram að rúmlega helming sveitarfélaga skorti stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Rétt tæpan helming skortir fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og svipaðan fjölda skortir viðbragðsáætlun vegna gruns um ofbeldi gagnvart þjónustunotendum. Formaður Öryrkjabandalagsins sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að brýnt væri að brugðist verði við þessu. Staðan sé óásættanleg og hún óttist að það þrífist eitthvað slæmt þar sem engar verklagsreglur séu til staðar. Skortur á reglum þýði ekki endilega að illa sé staðið að málum Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir skýrsluna góða brýningu, þó að hann telji að vel sé staðið að málum á flestum stöðum. „Við vitum að málaflokknum er alls staðar sinnt af fagmennsku. Um hann gilda lög og reglur. En ég held það sé gott að fá samantekt frá GEV og að þetta sé brýning til sveitarfélaganna. Þarna er hlutur sem þarf líka að uppfylla. Ég hef fulla trú á því að þau taki því alvarlega og fari í þetta,“ segir Jón Björn. Deilur um fjármögnun Ríki og sveitarfélög hafa lengi deilt um fjármögnun þjónustunnar. Sambandið hefur lengi bent á að það stefni í algjört óefni ef ríkið stígur ekki meira inn í málaflokkinn. „Ég vonast til þess að við náum þessari umræðu í fastar skorður. Sannarlega höfum við náð árangri og það hafa verið stigin skref á þessum árum til að mæta fjármögnuninni betur. En við teljum okkur þurfa að ná endanlega saman um þetta. Þetta er mikilvægur málaflokkur, mikilvæg þjónusta. Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað. Fjármögnunin á ekki að koma niður á þjónustu við fólk,“ segir Jón Björn.
Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira