„Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2025 13:01 Jón Björn Hákonarson er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Vísir/Einar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir málefnum fatlaðra sinnt vel hjá sveitarfélögunum þrátt fyrir að einhver þeirra skorti stefnu í málaflokknum. Það sé þó mikilvægt fyrir þau að bregðast við skýrslu sem sýnir að rúmlega helmingur sveitarfélaga sé stefnulaus. Í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, GEV, kemur fram að rúmlega helming sveitarfélaga skorti stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Rétt tæpan helming skortir fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og svipaðan fjölda skortir viðbragðsáætlun vegna gruns um ofbeldi gagnvart þjónustunotendum. Formaður Öryrkjabandalagsins sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að brýnt væri að brugðist verði við þessu. Staðan sé óásættanleg og hún óttist að það þrífist eitthvað slæmt þar sem engar verklagsreglur séu til staðar. Skortur á reglum þýði ekki endilega að illa sé staðið að málum Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir skýrsluna góða brýningu, þó að hann telji að vel sé staðið að málum á flestum stöðum. „Við vitum að málaflokknum er alls staðar sinnt af fagmennsku. Um hann gilda lög og reglur. En ég held það sé gott að fá samantekt frá GEV og að þetta sé brýning til sveitarfélaganna. Þarna er hlutur sem þarf líka að uppfylla. Ég hef fulla trú á því að þau taki því alvarlega og fari í þetta,“ segir Jón Björn. Deilur um fjármögnun Ríki og sveitarfélög hafa lengi deilt um fjármögnun þjónustunnar. Sambandið hefur lengi bent á að það stefni í algjört óefni ef ríkið stígur ekki meira inn í málaflokkinn. „Ég vonast til þess að við náum þessari umræðu í fastar skorður. Sannarlega höfum við náð árangri og það hafa verið stigin skref á þessum árum til að mæta fjármögnuninni betur. En við teljum okkur þurfa að ná endanlega saman um þetta. Þetta er mikilvægur málaflokkur, mikilvæg þjónusta. Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað. Fjármögnunin á ekki að koma niður á þjónustu við fólk,“ segir Jón Björn. Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira
Í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, GEV, kemur fram að rúmlega helming sveitarfélaga skorti stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Rétt tæpan helming skortir fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og svipaðan fjölda skortir viðbragðsáætlun vegna gruns um ofbeldi gagnvart þjónustunotendum. Formaður Öryrkjabandalagsins sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að brýnt væri að brugðist verði við þessu. Staðan sé óásættanleg og hún óttist að það þrífist eitthvað slæmt þar sem engar verklagsreglur séu til staðar. Skortur á reglum þýði ekki endilega að illa sé staðið að málum Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir skýrsluna góða brýningu, þó að hann telji að vel sé staðið að málum á flestum stöðum. „Við vitum að málaflokknum er alls staðar sinnt af fagmennsku. Um hann gilda lög og reglur. En ég held það sé gott að fá samantekt frá GEV og að þetta sé brýning til sveitarfélaganna. Þarna er hlutur sem þarf líka að uppfylla. Ég hef fulla trú á því að þau taki því alvarlega og fari í þetta,“ segir Jón Björn. Deilur um fjármögnun Ríki og sveitarfélög hafa lengi deilt um fjármögnun þjónustunnar. Sambandið hefur lengi bent á að það stefni í algjört óefni ef ríkið stígur ekki meira inn í málaflokkinn. „Ég vonast til þess að við náum þessari umræðu í fastar skorður. Sannarlega höfum við náð árangri og það hafa verið stigin skref á þessum árum til að mæta fjármögnuninni betur. En við teljum okkur þurfa að ná endanlega saman um þetta. Þetta er mikilvægur málaflokkur, mikilvæg þjónusta. Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað. Fjármögnunin á ekki að koma niður á þjónustu við fólk,“ segir Jón Björn.
Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira