Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar 26. nóvember 2025 16:02 Öflugt millilandaflug til Akureyrar er ekki gæluverkefni heldur drifkraftur sem skapar tækifæri og beinan efnahagslegan, samfélagslegan og umhverfislegan ávinning fyrir landið allt. Flug sem skapar verðmæti Ef Ísland ætlar að byggja upp fjölbreyttara, sjálfbærara og sterkara efnahagslíf, þarf landið að nýta alla sína styrkleika. Norðurland sem atvinnusvæði hefur verið í sókn. Millilandaflug um Akureyri er eitt þeirra verkefna sem getur stutt við hana, umbreytt ferðamennsku, atvinnulífi og byggð í senn – og styrkt stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Það er hlutverk sem þjónar ekki aðeins Norðurlandi – heldur Íslandi öllu. Nýleg skýrsla Rannsóknamiðstöðvar ferðamála sýnir að beint millilandaflug til Akureyrar stuðlar nú þegar að betri dreifingu ferðamanna um landið og styrkir ferðaþjónustu utan suðvesturhornsins. Þetta staðfestir reynslan af vetrarflugi easyJet 2023–2024, en ferðafólk sem nýtti sér þá flugið eyddi um 1,2 milljörðum króna á svæðinu – á rólegasta tíma ársins. Áhrifin ná líka langt út fyrir ferðaþjónustuna. Flugið skapaði tugi milljóna í skatttekjur til sveitarfélaga og ríkissjóðs og stuðlaði að auknum stöðugleika í atvinnulífi á Norðurlandi. Akureyri tengir Ísland betur við umheiminn Góðar tengingar við umheiminn eru auk þess forsenda að svæði séu samkeppnishæf um uppbyggingu og mannauð. Beinar flugtengingar laða að erlenda fjárfestingu, ný störf og hátækniverkefni – ekki síst þar sem þörf er á erlendum sérfræðingum og greiðu aðgengi að alþjóðamörkuðum. Millilandaflugið er því ekki aðeins mikilvægt fyrir ferðaþjónustu á öllu norðanverðu landinu, heldur sömuleiðis fyrir orkuiðnað, sjávarútveg, nýsköpun og menntun svo nokkuð sé nefnt. Með öflugum tengingum eykst bæði byggðafesta og möguleikar atvinnulífsins að norðan – og um leið styrkist íslenskt efnahagslíf í heild. Ég ætla því að leyfa mér að fullyrða að með eflingu millilandaflugs um Akureyrarflugvöll eykst samkeppnishæfni Íslands í heild. Tími til að hugsa stórt Haustþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), sem haldið var í október síðastliðnum, hvatti í ályktun sinni stjórnvöld til að efla flugþróunarsjóð, styrkja innviði Akureyrarflugvallar og setja á fót sérstaka stjórn fyrir flugvöllinn. Slík stjórn gæti mótað framtíðarstefnu, tryggt samkeppnishæfni, samhæft uppbyggingu og haft leiðandi hlutverk í markaðssetningu flugsins í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Íslandsstofu. Tryggt millilandaflug er ekki kostnaður heldur fjárfesting í uppbyggingu, samkeppnishæfni og fleiri tækifærum. Til þess þarf fyrirsjáanleika og sameiginlegan vilja. Það er kominn tími til að líta á Akureyri sem það sem hún í raun er – aðra gátt inn í landið. Höfundur er formaður stjórnar SSNE og bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Fréttir af flugi Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Akureyrarflugvöllur Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt millilandaflug til Akureyrar er ekki gæluverkefni heldur drifkraftur sem skapar tækifæri og beinan efnahagslegan, samfélagslegan og umhverfislegan ávinning fyrir landið allt. Flug sem skapar verðmæti Ef Ísland ætlar að byggja upp fjölbreyttara, sjálfbærara og sterkara efnahagslíf, þarf landið að nýta alla sína styrkleika. Norðurland sem atvinnusvæði hefur verið í sókn. Millilandaflug um Akureyri er eitt þeirra verkefna sem getur stutt við hana, umbreytt ferðamennsku, atvinnulífi og byggð í senn – og styrkt stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Það er hlutverk sem þjónar ekki aðeins Norðurlandi – heldur Íslandi öllu. Nýleg skýrsla Rannsóknamiðstöðvar ferðamála sýnir að beint millilandaflug til Akureyrar stuðlar nú þegar að betri dreifingu ferðamanna um landið og styrkir ferðaþjónustu utan suðvesturhornsins. Þetta staðfestir reynslan af vetrarflugi easyJet 2023–2024, en ferðafólk sem nýtti sér þá flugið eyddi um 1,2 milljörðum króna á svæðinu – á rólegasta tíma ársins. Áhrifin ná líka langt út fyrir ferðaþjónustuna. Flugið skapaði tugi milljóna í skatttekjur til sveitarfélaga og ríkissjóðs og stuðlaði að auknum stöðugleika í atvinnulífi á Norðurlandi. Akureyri tengir Ísland betur við umheiminn Góðar tengingar við umheiminn eru auk þess forsenda að svæði séu samkeppnishæf um uppbyggingu og mannauð. Beinar flugtengingar laða að erlenda fjárfestingu, ný störf og hátækniverkefni – ekki síst þar sem þörf er á erlendum sérfræðingum og greiðu aðgengi að alþjóðamörkuðum. Millilandaflugið er því ekki aðeins mikilvægt fyrir ferðaþjónustu á öllu norðanverðu landinu, heldur sömuleiðis fyrir orkuiðnað, sjávarútveg, nýsköpun og menntun svo nokkuð sé nefnt. Með öflugum tengingum eykst bæði byggðafesta og möguleikar atvinnulífsins að norðan – og um leið styrkist íslenskt efnahagslíf í heild. Ég ætla því að leyfa mér að fullyrða að með eflingu millilandaflugs um Akureyrarflugvöll eykst samkeppnishæfni Íslands í heild. Tími til að hugsa stórt Haustþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), sem haldið var í október síðastliðnum, hvatti í ályktun sinni stjórnvöld til að efla flugþróunarsjóð, styrkja innviði Akureyrarflugvallar og setja á fót sérstaka stjórn fyrir flugvöllinn. Slík stjórn gæti mótað framtíðarstefnu, tryggt samkeppnishæfni, samhæft uppbyggingu og haft leiðandi hlutverk í markaðssetningu flugsins í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Íslandsstofu. Tryggt millilandaflug er ekki kostnaður heldur fjárfesting í uppbyggingu, samkeppnishæfni og fleiri tækifærum. Til þess þarf fyrirsjáanleika og sameiginlegan vilja. Það er kominn tími til að líta á Akureyri sem það sem hún í raun er – aðra gátt inn í landið. Höfundur er formaður stjórnar SSNE og bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar