Lífið

„Ma & pa í apríl“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Birna og Egill eiga von á barni í apríl.
Birna og Egill eiga von á barni í apríl. Instagram

Hlaupaparið Birna María Másdóttir, markaðsstjóri fyrirtækisins Nóa Síríus, og Egill Örn Gunnarsson, markaðsstjóri bílaumboðsins Öskju, eiga von á sínu fyrsta barni í apríl næstkomandi. Parið deilir gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum.

„Ma & pa í apríl,“ skrifa Egill við mynd af Birnu þar sem má sjá glitta í óléttukúlu.

Birna og Egill eru bæði miklir hlauparar og útivistarfólk. Þau hafa tekið þátt í fjölda utanvegahlaupa og maraþona, hérlendis og erlendis.

Birna María starfaði áður hjá auglýsingastofunni Brandenburg, þar sem hún starfaði sem viðskiptastjóri og starfaði náið með fyrirtækjum á borð við Nova, Krónuna og PLAY. 

Þá hefur hún látið mikið til sín taka á sviði þáttagerðar í sjónvarpi, þar sem hún þróaði m.a. hugmyndina og skrifaði handrit að þáttunum GYM sem sýndir voru á Stöð 2. Einnig sá hún um dagskrárgerð og umsjón með þáttunum Bibba flýgur og Áttavillt sem báðir hlutu tilnefningu til Eddunnar árið 2021.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.