Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar 28. nóvember 2025 13:32 Þroskahjálp gerir alvarlega athugasemd við orð borgarstjóra Reykjavíkur um að til lífsgæðaskerðinga geti komið leggi ríkið sveitarfélögum ekki til aukið fjármagn vegna þjónustu við fatlað fólk. Slík framsetning er ekki aðeins villandi heldur lýsir hún fullkomlega óásættanlegum viðhorfum sem eru rót þeirrar kerfisbundnu vanrækslu sem fatlað fólk má þola. Það er algjörlega óviðunandi að borgarstjóri láti í veðri vaka að réttindi fatlaðs fólks — lögbundin og óumdeilanleg — séu í beinni samkeppni við lífsgæði á Íslandi. Að færa ábyrgðina yfir á fatlað fólk, eins og réttindi þess séu byrði en ekki grunnforsenda mannréttinda og samfélagslegs réttlætis, er algjörlega galið. Fatlað fólk býr nú þegar við skert lífsgæði. Það hefur þurft að bíða árum saman eftir þjónustu sem það á lögbundinn rétt á. Þessi staða er bein afleiðing pólitískra ákvarðana — ekki afleiðing tilveru fatlaðs fólks. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eru skýr: sveitarfélög bera ábyrgð á þjónustunni, fjármögnun hennar og framkvæmd. Þegar borgarstjóri mætir þeirri skyldu með því að stilla henni upp sem samkeppni milli réttinda fatlaðs fólks og almennra lífsgæða er það birtingarmynd úreltra viðhorfa sem hafa hindrað framgang mannréttinda og jaðarsett fatlað fólk alla tíð. Mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki valfrjáls útgjaldaliður sem hægt er að draga úr eftir hentugleika – og hafa aldrei verið. Um er að ræða lögbundna skyldu og grunnforsendu í samfélagi sem einkennist af réttlæti og jafnrétti. Þroskahjálp krefst þess að borgarstjóri dragi þessi ummæli til baka og axli ábyrgð á því að leiða umræðuna með mannréttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa að standa vörð um réttindi allra en ekki að stilla réttindum fatlaðs fólks upp sem ógn við lífsgæði annarra. Lífsgæði fatlaðs fólks hafa verið skert allt of lengi. Lífsgæði á Íslandi verða ekki bætt með því að gera fatlað fólk að blóraböggli. Þvert á móti er það forsenda lífsgæða að standa við lög og skuldbindingar um mannréttindi sem stjórnvöld hafa undirgengist. Höfundur er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þroskahjálp gerir alvarlega athugasemd við orð borgarstjóra Reykjavíkur um að til lífsgæðaskerðinga geti komið leggi ríkið sveitarfélögum ekki til aukið fjármagn vegna þjónustu við fatlað fólk. Slík framsetning er ekki aðeins villandi heldur lýsir hún fullkomlega óásættanlegum viðhorfum sem eru rót þeirrar kerfisbundnu vanrækslu sem fatlað fólk má þola. Það er algjörlega óviðunandi að borgarstjóri láti í veðri vaka að réttindi fatlaðs fólks — lögbundin og óumdeilanleg — séu í beinni samkeppni við lífsgæði á Íslandi. Að færa ábyrgðina yfir á fatlað fólk, eins og réttindi þess séu byrði en ekki grunnforsenda mannréttinda og samfélagslegs réttlætis, er algjörlega galið. Fatlað fólk býr nú þegar við skert lífsgæði. Það hefur þurft að bíða árum saman eftir þjónustu sem það á lögbundinn rétt á. Þessi staða er bein afleiðing pólitískra ákvarðana — ekki afleiðing tilveru fatlaðs fólks. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eru skýr: sveitarfélög bera ábyrgð á þjónustunni, fjármögnun hennar og framkvæmd. Þegar borgarstjóri mætir þeirri skyldu með því að stilla henni upp sem samkeppni milli réttinda fatlaðs fólks og almennra lífsgæða er það birtingarmynd úreltra viðhorfa sem hafa hindrað framgang mannréttinda og jaðarsett fatlað fólk alla tíð. Mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki valfrjáls útgjaldaliður sem hægt er að draga úr eftir hentugleika – og hafa aldrei verið. Um er að ræða lögbundna skyldu og grunnforsendu í samfélagi sem einkennist af réttlæti og jafnrétti. Þroskahjálp krefst þess að borgarstjóri dragi þessi ummæli til baka og axli ábyrgð á því að leiða umræðuna með mannréttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa að standa vörð um réttindi allra en ekki að stilla réttindum fatlaðs fólks upp sem ógn við lífsgæði annarra. Lífsgæði fatlaðs fólks hafa verið skert allt of lengi. Lífsgæði á Íslandi verða ekki bætt með því að gera fatlað fólk að blóraböggli. Þvert á móti er það forsenda lífsgæða að standa við lög og skuldbindingar um mannréttindi sem stjórnvöld hafa undirgengist. Höfundur er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun