Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2025 11:05 Hrefna hvetur fólk til að athuga með reyksynjara og annan öryggisbúnað. Vísir/Einar og Anton Brink Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóva, hvetur fólk til að fara yfir eldvarnir, og sérstaklega reykskynjara, í dag á Degi reykskynjarans. Samkvæmt könnun HMS eru fjögur prósent heimila ekki með uppsetta reykskynjara. Hrefna segir að í desember skapist aukin brunahætta vegna ljósasería og kerta á krönsum í kringum aðventuna. „Þetta er sá árstími þar sem fólk kveikir á kertum, setur seríur í gang, eldar og bakar. Það er mikið bras og margt í gangi og þá er tilvalið að minna fólk á að passa að reykskynjarar séu í lagi á heimilinu og að skipta um batterí ef þörf er á. Það er engin tilviljun að þessi dagur er byrjun desember. Það er til að stuðla að hugarró yfir hátíðarnar og öryggi, að fólk sé öruggt heima hjá sér og hafi hugann við að passa upp á þessa hluti,“ segir Hrefna. Hún segir auðvitað öruggast að taka úr sambandi eða slökkva þegar fólk er ekki heima en það skipti líka miklu máli að vera ekki með eitthvað eldgamalt dót eða eitthvað sem gæti bilað. „Að vera búin að fara yfir það sem þú ert með og ef þetta er komið til ára sinna og farið að láta á sjá, þá er bara betra að skipta því út,“ segir hún og minnir á að einnig geti skapast hætta við að ofhlaða fjöltengi. Mörg heimili ekki með reykskynjara og slökkvitæki Samkvæmt könnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á brunavörnum heimilanna eru 96 prósent heimila með uppsetta reykskynjara á heimilinu. Það þýðir að 4 prósent heimila eru ekki með uppsetta reykskynjara. Hrefna segir að þótt svo að talan virðist ekki há megi gera ráð fyrir að um 15.700 heimili séu á bak við þá tölu. Þá eru samkvæmt sömu könnun um tuttugu prósent ekki með slökkvitæki heima hjá sér. Hrefna segir ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fólk sé ekki með þennan öryggisbúnað. „Fólk ætlar að gera það kannski seinna, gleymir því eða setur eitthvað annað í forgang. En það er rétt að benda fólki á að flest tryggingafélög eru á þessum árstíma að gefa reykskynjara,“ segir hún og að auk þess geti viðskiptavinir yfirleitt fengið afslátt af öðrum öryggisbúnaði eins og slökkvitækjum eða eldvarnarteppum. „Þetta skiptir svo gríðarlega miklu máli. Við höfum fjöldamörg dæmi þar sem reykskynjarar hafa bjargað lífi og limum fólks. Miklu fleiri dæmi en koma í fréttum. Þetta er ofboðslega mikilvægt af því þetta gerist ekki síst ef fólk er sofandi. Þá er svo mikilvægt að það sé eitthvað sem veki þig ef það er að koma upp reykur eða glóð. Svo fólk geti komið sér út.“ Hrefna segir betra að skipta úr gömlum seríum og að ofhlaða ekki fjöltengin. Vísir/Einar Bjössi brunabangsi útskýrir brunavarnir fyrir börnum Hún segir mikilvægt að fólk yfirfari þessi tæki reglulega, athugi þrýsting á slökkvitækjum, batterí í reykskynjurum og að eldvarnarteppin séu á réttum stað. Sömuleiðis sé mikilvægt að fara yfir flóttaleið og viðbrögð með öllum fjölskyldumeðlimum. Hún mælir með því að skoða Bjössa brunabangsa fyrir þau yngstu. Bjössi fari yfir brunavarnir á yfirvegaðan hátt sem aðstoði börn við að skilja án þess að hræða þau. „Ég hafði ekki áttað mig á hvað þessi bangsi væri vinsæll. Hvar sem hann poppar upp verður bara öngþveiti. Hann kemur frá Noregi og útskýrir brunavarnir á yfirvegaðan og skemmtilegan hátt. Það eru sjónvarpsþættir með honum á RÚV og þarna fáum við litla forvarnarfulltrúa út um allar trissur,“ segir hún og að það sé gott að vera með tékklista til að fara yfir og til dæmis fara yfir hvert á að fara og hvar fólk ætlar að hittast. „Hann útskýrir þetta á sinn mjúka bangsahátt. Það er um að gera að fara yfir þetta með börnum þannig að ef eitthvað gerist þá viti þau hvernig þau eiga að koma sér út og að þau eigi að hringja í 112.“ Gleymir að slökkva á kertum Hrefna segist sjálf standa í flutningum og því sé minna um skreytingar en vanalega en það sé ein útisería. „Ég er farin að nota LED-kertin meira því þau eru talsvert öruggari. Því miður gleymir maður stundum að slökkva á blessuðum kertunum.“ Hún segir líka gott fyrir fólk í leiguhúsnæði að vita að samkvæmt upplýsingum HMS séu yfirleitt lakari brunavarnir í leiguíbúðum. „Það er mikilvægt að leigjendur séu meðvitaðir um hvort það sé í lagi með brunavarnirnar þar sem þeir eru að leigja.“ Slökkvilið Tryggingar Jól Börn og uppeldi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
„Þetta er sá árstími þar sem fólk kveikir á kertum, setur seríur í gang, eldar og bakar. Það er mikið bras og margt í gangi og þá er tilvalið að minna fólk á að passa að reykskynjarar séu í lagi á heimilinu og að skipta um batterí ef þörf er á. Það er engin tilviljun að þessi dagur er byrjun desember. Það er til að stuðla að hugarró yfir hátíðarnar og öryggi, að fólk sé öruggt heima hjá sér og hafi hugann við að passa upp á þessa hluti,“ segir Hrefna. Hún segir auðvitað öruggast að taka úr sambandi eða slökkva þegar fólk er ekki heima en það skipti líka miklu máli að vera ekki með eitthvað eldgamalt dót eða eitthvað sem gæti bilað. „Að vera búin að fara yfir það sem þú ert með og ef þetta er komið til ára sinna og farið að láta á sjá, þá er bara betra að skipta því út,“ segir hún og minnir á að einnig geti skapast hætta við að ofhlaða fjöltengi. Mörg heimili ekki með reykskynjara og slökkvitæki Samkvæmt könnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á brunavörnum heimilanna eru 96 prósent heimila með uppsetta reykskynjara á heimilinu. Það þýðir að 4 prósent heimila eru ekki með uppsetta reykskynjara. Hrefna segir að þótt svo að talan virðist ekki há megi gera ráð fyrir að um 15.700 heimili séu á bak við þá tölu. Þá eru samkvæmt sömu könnun um tuttugu prósent ekki með slökkvitæki heima hjá sér. Hrefna segir ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fólk sé ekki með þennan öryggisbúnað. „Fólk ætlar að gera það kannski seinna, gleymir því eða setur eitthvað annað í forgang. En það er rétt að benda fólki á að flest tryggingafélög eru á þessum árstíma að gefa reykskynjara,“ segir hún og að auk þess geti viðskiptavinir yfirleitt fengið afslátt af öðrum öryggisbúnaði eins og slökkvitækjum eða eldvarnarteppum. „Þetta skiptir svo gríðarlega miklu máli. Við höfum fjöldamörg dæmi þar sem reykskynjarar hafa bjargað lífi og limum fólks. Miklu fleiri dæmi en koma í fréttum. Þetta er ofboðslega mikilvægt af því þetta gerist ekki síst ef fólk er sofandi. Þá er svo mikilvægt að það sé eitthvað sem veki þig ef það er að koma upp reykur eða glóð. Svo fólk geti komið sér út.“ Hrefna segir betra að skipta úr gömlum seríum og að ofhlaða ekki fjöltengin. Vísir/Einar Bjössi brunabangsi útskýrir brunavarnir fyrir börnum Hún segir mikilvægt að fólk yfirfari þessi tæki reglulega, athugi þrýsting á slökkvitækjum, batterí í reykskynjurum og að eldvarnarteppin séu á réttum stað. Sömuleiðis sé mikilvægt að fara yfir flóttaleið og viðbrögð með öllum fjölskyldumeðlimum. Hún mælir með því að skoða Bjössa brunabangsa fyrir þau yngstu. Bjössi fari yfir brunavarnir á yfirvegaðan hátt sem aðstoði börn við að skilja án þess að hræða þau. „Ég hafði ekki áttað mig á hvað þessi bangsi væri vinsæll. Hvar sem hann poppar upp verður bara öngþveiti. Hann kemur frá Noregi og útskýrir brunavarnir á yfirvegaðan og skemmtilegan hátt. Það eru sjónvarpsþættir með honum á RÚV og þarna fáum við litla forvarnarfulltrúa út um allar trissur,“ segir hún og að það sé gott að vera með tékklista til að fara yfir og til dæmis fara yfir hvert á að fara og hvar fólk ætlar að hittast. „Hann útskýrir þetta á sinn mjúka bangsahátt. Það er um að gera að fara yfir þetta með börnum þannig að ef eitthvað gerist þá viti þau hvernig þau eiga að koma sér út og að þau eigi að hringja í 112.“ Gleymir að slökkva á kertum Hrefna segist sjálf standa í flutningum og því sé minna um skreytingar en vanalega en það sé ein útisería. „Ég er farin að nota LED-kertin meira því þau eru talsvert öruggari. Því miður gleymir maður stundum að slökkva á blessuðum kertunum.“ Hún segir líka gott fyrir fólk í leiguhúsnæði að vita að samkvæmt upplýsingum HMS séu yfirleitt lakari brunavarnir í leiguíbúðum. „Það er mikilvægt að leigjendur séu meðvitaðir um hvort það sé í lagi með brunavarnirnar þar sem þeir eru að leigja.“
Slökkvilið Tryggingar Jól Börn og uppeldi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira