Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir skrifa 2. desember 2025 08:30 Árið 2021 urðu ákveðin tímamót þegar Alþingi samþykkti samhljóða frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og stafrænt kynferðisofbeldi var gert refsivert hér á landi. En þó tímabær væri hefur löggjöfin síðan þá ekki getað haldið í við hraða tækninnar. Internetið hefur opnað á óendanlegar leiðir til tengsla, tjáningar og efnisdreifingar, og á sama tíma orðið frjósamur jarðvegur fyrir kynbundið ofbeldi. Með tilkomu gervigreindar og djúpfölsunar (e. deepfake) hefur stafrænt ofbeldi stökkbreyst úr því að felast í hefndarklámi og dreifingu á efni án leyfis og tekið á sig nýja mynd. Í dag getur fólk dreift myndum sem voru aldrei til - sem nú er hægt að búa til. Samkvæmt UN Women skortir 1,8 milljarða kvenna og stúlkna lagalega vernd gegn stafrænu áreiti og öðrum tegundum af tæknitengdu ofbeldi. Þess vegna hafa félagasamtök og hagsmunaöfl tekið höndum saman og efnt til 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi með áherslu á stafrænt kynferðisofbeldi. Gervigreind og djúpfölsun hefur gert gerendum kleift að beita nýjum aðferðum; gerast stafrænir eltihrellar, áreita og beita hótunum um nauðgun, ofbeldi og morð á samfélagsmiðlum og falsa kynferðislegt myndefni. Ungar stúlkur og konur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynferðislegri misnotkun og einelti á netinu. Við vitum að afleiðingar stafræns ofbeldis eru margvíslegar og alvarlegar, og að það getur leitt til líkamlegs ofbeldis, brotthvarfs úr námi og sjálfsvíga. Þrátt fyrir þetta veldur skortur á samræmdri gagnasöfnun því að umfang vandans er í raun vanmetið, en þau gögn sem liggja fyrir nægja til að sýna að það er gríðarlegt. Þessi þróun snertir háskólasamfélagið beint. Stúdentar eru á tímamótum í lífi sínu: í óðaönn við að leggja grunninn að starfsferli, lífi og framtíð. Stafrænt áreiti og ofbeldi getur haft varanlegar afleiðingar á námsframvindu, starfsframa og andlega heilsu ungra kvenna, sem eru meirihluti háskólanema. Það er okkar allra að bregðast við þessum vanda en háskólasamfélagið gegnir lykilhlutverki í því að ná utan um þennan glænýja veruleika, sem þróast á ógnarhraða, og bregðast við. Istanbúlsamningurinn, fyrsti heildræni samningurinn um baráttuna gegn ofbeldi í garð kvenna, kveður skýrt á um forvarnir, vernd og samræmda stefnumótun. Þessar skyldur hvíla ekki aðeins á ríkjum, heldur einnig á stofnunum og þar á meðal háskólum. Ábyrgðin er sameiginleg. Það er stjórnvalda að tryggja skýran lagaramma, virkt eftirlit, rannsóknir og fjármögnun. Háskóla að innleiða skýrt verklag, aðgengileg tilkynningakerfi, fræðslu og gagnaöflun. Stúdentafélaga að vera virkir þátttakendur í forvörnum, vitundarvakningu, stuðningi og stefnumótun. Stafrænt kynbundið ofbeldi er ekki nýr vandi, heldur margfölduð útgáfa af viðvarandi vanda á nýjum vettvangi. Við brugðumst ekki nógu hratt við þegar internetið og samfélagsmiðlar komu fyrst til sögunnar, og við megum ekki endurtaka sömu mistök núna. Því er áríðandi að gera framleiðslu djúpfalsaðra nektarmynda ólöglega alveg eins og afritun og dreifingu þeirra - því tæknin hleypur hratt, og við verðum að hlaupa hraðar. Höfundar eru forseti og jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni „Ending Digital Violence Against All Women and Girls“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynbundið ofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Stafrænt ofbeldi Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2021 urðu ákveðin tímamót þegar Alþingi samþykkti samhljóða frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og stafrænt kynferðisofbeldi var gert refsivert hér á landi. En þó tímabær væri hefur löggjöfin síðan þá ekki getað haldið í við hraða tækninnar. Internetið hefur opnað á óendanlegar leiðir til tengsla, tjáningar og efnisdreifingar, og á sama tíma orðið frjósamur jarðvegur fyrir kynbundið ofbeldi. Með tilkomu gervigreindar og djúpfölsunar (e. deepfake) hefur stafrænt ofbeldi stökkbreyst úr því að felast í hefndarklámi og dreifingu á efni án leyfis og tekið á sig nýja mynd. Í dag getur fólk dreift myndum sem voru aldrei til - sem nú er hægt að búa til. Samkvæmt UN Women skortir 1,8 milljarða kvenna og stúlkna lagalega vernd gegn stafrænu áreiti og öðrum tegundum af tæknitengdu ofbeldi. Þess vegna hafa félagasamtök og hagsmunaöfl tekið höndum saman og efnt til 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi með áherslu á stafrænt kynferðisofbeldi. Gervigreind og djúpfölsun hefur gert gerendum kleift að beita nýjum aðferðum; gerast stafrænir eltihrellar, áreita og beita hótunum um nauðgun, ofbeldi og morð á samfélagsmiðlum og falsa kynferðislegt myndefni. Ungar stúlkur og konur eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynferðislegri misnotkun og einelti á netinu. Við vitum að afleiðingar stafræns ofbeldis eru margvíslegar og alvarlegar, og að það getur leitt til líkamlegs ofbeldis, brotthvarfs úr námi og sjálfsvíga. Þrátt fyrir þetta veldur skortur á samræmdri gagnasöfnun því að umfang vandans er í raun vanmetið, en þau gögn sem liggja fyrir nægja til að sýna að það er gríðarlegt. Þessi þróun snertir háskólasamfélagið beint. Stúdentar eru á tímamótum í lífi sínu: í óðaönn við að leggja grunninn að starfsferli, lífi og framtíð. Stafrænt áreiti og ofbeldi getur haft varanlegar afleiðingar á námsframvindu, starfsframa og andlega heilsu ungra kvenna, sem eru meirihluti háskólanema. Það er okkar allra að bregðast við þessum vanda en háskólasamfélagið gegnir lykilhlutverki í því að ná utan um þennan glænýja veruleika, sem þróast á ógnarhraða, og bregðast við. Istanbúlsamningurinn, fyrsti heildræni samningurinn um baráttuna gegn ofbeldi í garð kvenna, kveður skýrt á um forvarnir, vernd og samræmda stefnumótun. Þessar skyldur hvíla ekki aðeins á ríkjum, heldur einnig á stofnunum og þar á meðal háskólum. Ábyrgðin er sameiginleg. Það er stjórnvalda að tryggja skýran lagaramma, virkt eftirlit, rannsóknir og fjármögnun. Háskóla að innleiða skýrt verklag, aðgengileg tilkynningakerfi, fræðslu og gagnaöflun. Stúdentafélaga að vera virkir þátttakendur í forvörnum, vitundarvakningu, stuðningi og stefnumótun. Stafrænt kynbundið ofbeldi er ekki nýr vandi, heldur margfölduð útgáfa af viðvarandi vanda á nýjum vettvangi. Við brugðumst ekki nógu hratt við þegar internetið og samfélagsmiðlar komu fyrst til sögunnar, og við megum ekki endurtaka sömu mistök núna. Því er áríðandi að gera framleiðslu djúpfalsaðra nektarmynda ólöglega alveg eins og afritun og dreifingu þeirra - því tæknin hleypur hratt, og við verðum að hlaupa hraðar. Höfundar eru forseti og jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni „Ending Digital Violence Against All Women and Girls“.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun