Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2025 08:02 Kosovare Asllani hefur fengið tilboð um að spila í Sádi-Arabíu. Getty/Alex Caparros Leikmenn sænska landsliðsins hafa ekki áhuga á því að fara til Sádi-Arabíu og spila þar fótbolta fyrir góð laun, líkt og Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands, og hin þýska Dzsenifer Marozsán hafa gert. Sænski miðillinn Aftonbladet fjallaði um þetta í gær, fyrir seinni leik Svía við Frakka í kvöld í einvíginu um bronsverðlaunin í Þjóðadeildinni. Ein sænsk knattspyrnukona spilar í Sádi-Arabíu en það er Nor Mustafa sem spilað hefur þar frá árinu 2023 með Ittihad FC. Sara Björk hélt til Sádi-Arabíu fyrir rúmu ári og er á sínu öðru tímabili með Al-Qadsiah, sem hún skoraði tvö mörk fyrir og átti stoðsendingu í 8-1 sigri gegn Eastern Flames í síðustu umferð. Sara var í viðtali við Vísi síðasta vor og sagðist þar vissulega hafa orðið vör við gagnrýni á ákvörðun sína um að fara til Sádi-Arabíu, og að legið hefði við vinaslitum hennar og samkynhneigðrar vinkonu hennar. Marozsán varð svo liðsfélagi Söru hjá Al-Qadsiah í ágúst og fleiri mjög þekktir, erlendir leikmenn eru í sádiarabísku deildinni, líkt og hin franska Kheira Hamraoui. „Þær hafa líklega sínar ástæður en ég sjálf gæti aldrei spilað í landi þar sem konur eru ekki jafnmikils virði og karlar. Það eru aðrir hlutir sem skipta meira máli en peningar,“ sagði Nathalie Björn við Aftonbladet. Nathalie Björn er alfarið á móti því að spila í Sádi-Arabíu.Getty/James Gill „Frekar færi ég þá til Ítalíu og lifði þar góðu lífi, eða Bandaríkjanna og næði í smápening. Mig langar ekki að spila í Sádi-Arabíu,“ sagði Björn sem er leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en var áður hjá Everton líkt og kærasta hennar, Aurora Galli. Asllani sagði nei: Stend fyrir það sem ég stend Fótboltastjarnan Kosovare Asllani, sem fór frá AC Milan til London City Lionesses í fyrra, segist hafa fengið tilboð um að spila í Sádi-Arabíu. „Ég hafnaði því. Ég stend fyrir það sem ég stend og hef alltaf gert. Ég er ánægð í London þar sem við erum með sjálfstætt kvennafélag og góðar fjárfestingar í gangi,“ sagði Asllani við Aftonbladet. Linda Sembrant tekur í sama streng og hefur ekki í hyggju að fara til Sádi-Arabíu: „Þetta hefur aldrei verið inni í myndinni og verður það aldrei. Mér líður ekki eins og ég vilji taka þátt í þessu,“ sagði Sembrant. Stelpurnar í Sádi-Arabíu þakklátar Söru Mannréttindasamtök hafa ítrekað bent á brot stjórnvalda í Sádi-Arabíu gegn til að mynda samkynhneigðum, konum og fjölmiðlum, fjölda dauðarefsinga í landinu og fleira. Öll tengsl landsins við íþróttir, sem hafa aukist til mikilla muna undanfarin ár, kalla af þessum sökum á gagnrýni. Í viðtali við Vísi í vor kvaðst Sara sýna þessu skilning en kvaðst sömuleiðis telja best að kynnast hlutunum af eigin raun frekar en að fella dóma fyrir fram. „Þú getur tekið svo ótrúlega marga slagi. Það er fullt af hlutum sem þú getur tekið fyrir, ekki bara í Sádi-Arabíu heldur alls staðar, í öllum liðum og löndum sem ég hef spilað í, þó það sé ekki endilega einblínt á þá. Það er margt í þessu, þegar ég fer þangað, sem ég er ekki sammála. En ég þarf líka að hugsa um hvað ég get haft áhrif á og hverju ég get stjórnað þegar ég fer þangað. Hvaða áhrif get ég haft fyrir kvennaknattspyrnuna í Sádi-Arabíu? Það er eitthvað sem ég get hjálpað til með. Auðvitað get ég tekið fullt af öðrum slögum en ég ákvað að gera það ekki heldur einbeita mér að þessu verkefni.“ „Ég veit að ég hef gefið ótrúlega mikið af mér og að stelpurnar kunna ótrúlega mikið að meta það, og hafa sagt: Takk fyrir að koma hingað og gefa okkur sjúklega mikinn innblástur. Ekki bara ég heldur aðrir erlendir leikmenn. Þær átta sig á þessu og segja að þær viti að það sé örugglega erfitt að koma, út af því það eru miklir fordómar fyrir því. Ég get haft áhrif á þetta [kvennafótboltann í Sádi-Arabíu] og ætla að einbeita mér að því,“ sagði Sara Björk en viðtalið við hana frá því í maí má sjá hér að ofan. Sádiarabíski boltinn Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
Sænski miðillinn Aftonbladet fjallaði um þetta í gær, fyrir seinni leik Svía við Frakka í kvöld í einvíginu um bronsverðlaunin í Þjóðadeildinni. Ein sænsk knattspyrnukona spilar í Sádi-Arabíu en það er Nor Mustafa sem spilað hefur þar frá árinu 2023 með Ittihad FC. Sara Björk hélt til Sádi-Arabíu fyrir rúmu ári og er á sínu öðru tímabili með Al-Qadsiah, sem hún skoraði tvö mörk fyrir og átti stoðsendingu í 8-1 sigri gegn Eastern Flames í síðustu umferð. Sara var í viðtali við Vísi síðasta vor og sagðist þar vissulega hafa orðið vör við gagnrýni á ákvörðun sína um að fara til Sádi-Arabíu, og að legið hefði við vinaslitum hennar og samkynhneigðrar vinkonu hennar. Marozsán varð svo liðsfélagi Söru hjá Al-Qadsiah í ágúst og fleiri mjög þekktir, erlendir leikmenn eru í sádiarabísku deildinni, líkt og hin franska Kheira Hamraoui. „Þær hafa líklega sínar ástæður en ég sjálf gæti aldrei spilað í landi þar sem konur eru ekki jafnmikils virði og karlar. Það eru aðrir hlutir sem skipta meira máli en peningar,“ sagði Nathalie Björn við Aftonbladet. Nathalie Björn er alfarið á móti því að spila í Sádi-Arabíu.Getty/James Gill „Frekar færi ég þá til Ítalíu og lifði þar góðu lífi, eða Bandaríkjanna og næði í smápening. Mig langar ekki að spila í Sádi-Arabíu,“ sagði Björn sem er leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en var áður hjá Everton líkt og kærasta hennar, Aurora Galli. Asllani sagði nei: Stend fyrir það sem ég stend Fótboltastjarnan Kosovare Asllani, sem fór frá AC Milan til London City Lionesses í fyrra, segist hafa fengið tilboð um að spila í Sádi-Arabíu. „Ég hafnaði því. Ég stend fyrir það sem ég stend og hef alltaf gert. Ég er ánægð í London þar sem við erum með sjálfstætt kvennafélag og góðar fjárfestingar í gangi,“ sagði Asllani við Aftonbladet. Linda Sembrant tekur í sama streng og hefur ekki í hyggju að fara til Sádi-Arabíu: „Þetta hefur aldrei verið inni í myndinni og verður það aldrei. Mér líður ekki eins og ég vilji taka þátt í þessu,“ sagði Sembrant. Stelpurnar í Sádi-Arabíu þakklátar Söru Mannréttindasamtök hafa ítrekað bent á brot stjórnvalda í Sádi-Arabíu gegn til að mynda samkynhneigðum, konum og fjölmiðlum, fjölda dauðarefsinga í landinu og fleira. Öll tengsl landsins við íþróttir, sem hafa aukist til mikilla muna undanfarin ár, kalla af þessum sökum á gagnrýni. Í viðtali við Vísi í vor kvaðst Sara sýna þessu skilning en kvaðst sömuleiðis telja best að kynnast hlutunum af eigin raun frekar en að fella dóma fyrir fram. „Þú getur tekið svo ótrúlega marga slagi. Það er fullt af hlutum sem þú getur tekið fyrir, ekki bara í Sádi-Arabíu heldur alls staðar, í öllum liðum og löndum sem ég hef spilað í, þó það sé ekki endilega einblínt á þá. Það er margt í þessu, þegar ég fer þangað, sem ég er ekki sammála. En ég þarf líka að hugsa um hvað ég get haft áhrif á og hverju ég get stjórnað þegar ég fer þangað. Hvaða áhrif get ég haft fyrir kvennaknattspyrnuna í Sádi-Arabíu? Það er eitthvað sem ég get hjálpað til með. Auðvitað get ég tekið fullt af öðrum slögum en ég ákvað að gera það ekki heldur einbeita mér að þessu verkefni.“ „Ég veit að ég hef gefið ótrúlega mikið af mér og að stelpurnar kunna ótrúlega mikið að meta það, og hafa sagt: Takk fyrir að koma hingað og gefa okkur sjúklega mikinn innblástur. Ekki bara ég heldur aðrir erlendir leikmenn. Þær átta sig á þessu og segja að þær viti að það sé örugglega erfitt að koma, út af því það eru miklir fordómar fyrir því. Ég get haft áhrif á þetta [kvennafótboltann í Sádi-Arabíu] og ætla að einbeita mér að því,“ sagði Sara Björk en viðtalið við hana frá því í maí má sjá hér að ofan.
Sádiarabíski boltinn Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira