Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2025 08:23 Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, er formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Önnur umræða um fjárlög næsta árs fer fram á Alþingi í dag. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þá er gert ráð fyrir að tekjur hækki um rúma 7,5 milljarða, meðal annars vegna skattahækkana sem felast í boðuðu afnámi samnýtingar skattþrepa, endurmati á innheimtu erfðafjárskatts og hækkunar skatts á lögaðila. Ætla má að fjárlögin verði fyrirferðarmikil í störfum þingsins það sem eftir er af þingstörfum fram að jólum. Versnandi hagvaxtarhorfur hafa áhrif Bent er á í nefndarálitinu að efnahagsforsendur hafi breyst síðan frumvarpið var fyrst lagt fram. Þá hafi verið gert ráð fyrir að hagvöxtur yrði 2,2% í ár en 2,6% á því næsta en hins vegar hafi hagvaxtarhorfur farið versnandi og uppfærð spá geri nú ráð fyrir að hagvöxtur verði ekki nema 1,8% á næsta ári. Við kynningu fjárlagafrumvarpsins var gert ráð fyrir að halli ríkissjóðs yrði um 15 milljarðar á næsta ári en eftir umfjöllun nefndarinnar fyrir aðra umræðu er ljóst að hallinn verður nær þrjátíu milljörðum. „Ýmsir erfiðleikar í atvinnulífinu hafa valdið því að hagvaxtarhorfur hafa versnað, sem birtist fyrst og fremst í minni vexti í útflutningi. Í upphaflegu hagspánni var reiknað með að útflutningur myndi aukast um 2,5% á næsta ári en nú er reiknað með að nánast enginn vöxtur verði í útflutningi á næsta ári,“ segir meðal annars í nefndarálitinu. Þrátt fyrir versnandi horfur er þó ekki gert ráð fyrir að verg landsframleiðsla dragist saman en áætlað er að hún verði 5.287 milljarðar á næsta ári. Meiri tekjur af erfðafjárskatti en minni af tekjuskatti einstaklinga Hvað lýtur að breytingum á tekjuhlið frumvarpsins leggur meirihluti fjárlaganefndar til breytingar sem fela í sér heildarhækkun tekna upp á 7,5 milljarða til viðbótar. Tekjuaukningin felist í hærri vaxtatekjum upp á 1,1 milljarð og hækkun frumtekna upp á 6,4 milljarða. Þannig hækki tekjur ríkisins af virðisaukaskatti um 2,6 milljarða, en tekjur vegna tekjuskatts einstaklinga dragist saman um 1,6 milljarð, meðal annars vegna minnkandi umsvifa á vinnumarkaði og hækkunar persónuafsláttar. Hins vegar er gert ráð fyrir að tekjur hækki um 2,8 milljarða vegna afnáms samnýtingar skattþrepa sambýlisfólks og um 2,1 milljarð vegna boðaðra breytinga á innheimtu erfðafjárskatts. Þá fái ríkið 1,5 milljarð meira í kassann vegna tekjuskatts á lögaðila samkvæmt boðuðum breytingatillögum meirihlutans. Hækkun bóta, ný stofnun og aðgerðir gegn fíknivanda auka útgjöld Hvað snýr að 19,6 milljarða hækkun útgjalda frá upphaflega frumvarpinu vega einna þyngst aukin vaxtagjöld upp á 4 milljarða. Hvað snýr að hækkun frumgjalda gerir nefndin ráð fyrir auknum útgjöldum vegna endurmats á launa- og verðlagsforsendum upp á 6,6 milljarða, þar af eru 3 milljarðar vegna hækkunar á bótum almannatrygginga. Þá vegur einnig þungt ákvörðun um að falla frá niðurfellingu framlags til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða og hækkun gjalda sökum þess upp á 4,9 milljarða. Endurmat á almannatryggingum vegna endurhæfingar gerir ráð fyrir hækkun útgjalda upp á 3 milljarða og þá fari 2 milljarðar í nýja stofnun um öryggisráðstafanir sem gert er ráð fyrir á Hólmsheiði. Þá er lagt til að 1,1 milljarður til viðbótar fari í uppbyggingu á neyðarvistun Stuðla og rúmur milljarður verði veittur til að efla stofnanir sem vinna gegn fíknivanda og auka endurhæfingu. Þá fari 600 milljónir aukalega í málefni Grindavíkur og einn milljarður í viðbót í fjárheimildir til Rannsóknarsjóð og Tækniþróunarsjóð. Loks gerir nefndin breytingartillögu um einn milljarð til tækjakaupa í nýbyggingu endurhæfingardeildar á Grensás og 400 milljónum til aðgerðarþjarka á Landspítala. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ætla má að fjárlögin verði fyrirferðarmikil í störfum þingsins það sem eftir er af þingstörfum fram að jólum. Versnandi hagvaxtarhorfur hafa áhrif Bent er á í nefndarálitinu að efnahagsforsendur hafi breyst síðan frumvarpið var fyrst lagt fram. Þá hafi verið gert ráð fyrir að hagvöxtur yrði 2,2% í ár en 2,6% á því næsta en hins vegar hafi hagvaxtarhorfur farið versnandi og uppfærð spá geri nú ráð fyrir að hagvöxtur verði ekki nema 1,8% á næsta ári. Við kynningu fjárlagafrumvarpsins var gert ráð fyrir að halli ríkissjóðs yrði um 15 milljarðar á næsta ári en eftir umfjöllun nefndarinnar fyrir aðra umræðu er ljóst að hallinn verður nær þrjátíu milljörðum. „Ýmsir erfiðleikar í atvinnulífinu hafa valdið því að hagvaxtarhorfur hafa versnað, sem birtist fyrst og fremst í minni vexti í útflutningi. Í upphaflegu hagspánni var reiknað með að útflutningur myndi aukast um 2,5% á næsta ári en nú er reiknað með að nánast enginn vöxtur verði í útflutningi á næsta ári,“ segir meðal annars í nefndarálitinu. Þrátt fyrir versnandi horfur er þó ekki gert ráð fyrir að verg landsframleiðsla dragist saman en áætlað er að hún verði 5.287 milljarðar á næsta ári. Meiri tekjur af erfðafjárskatti en minni af tekjuskatti einstaklinga Hvað lýtur að breytingum á tekjuhlið frumvarpsins leggur meirihluti fjárlaganefndar til breytingar sem fela í sér heildarhækkun tekna upp á 7,5 milljarða til viðbótar. Tekjuaukningin felist í hærri vaxtatekjum upp á 1,1 milljarð og hækkun frumtekna upp á 6,4 milljarða. Þannig hækki tekjur ríkisins af virðisaukaskatti um 2,6 milljarða, en tekjur vegna tekjuskatts einstaklinga dragist saman um 1,6 milljarð, meðal annars vegna minnkandi umsvifa á vinnumarkaði og hækkunar persónuafsláttar. Hins vegar er gert ráð fyrir að tekjur hækki um 2,8 milljarða vegna afnáms samnýtingar skattþrepa sambýlisfólks og um 2,1 milljarð vegna boðaðra breytinga á innheimtu erfðafjárskatts. Þá fái ríkið 1,5 milljarð meira í kassann vegna tekjuskatts á lögaðila samkvæmt boðuðum breytingatillögum meirihlutans. Hækkun bóta, ný stofnun og aðgerðir gegn fíknivanda auka útgjöld Hvað snýr að 19,6 milljarða hækkun útgjalda frá upphaflega frumvarpinu vega einna þyngst aukin vaxtagjöld upp á 4 milljarða. Hvað snýr að hækkun frumgjalda gerir nefndin ráð fyrir auknum útgjöldum vegna endurmats á launa- og verðlagsforsendum upp á 6,6 milljarða, þar af eru 3 milljarðar vegna hækkunar á bótum almannatrygginga. Þá vegur einnig þungt ákvörðun um að falla frá niðurfellingu framlags til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða og hækkun gjalda sökum þess upp á 4,9 milljarða. Endurmat á almannatryggingum vegna endurhæfingar gerir ráð fyrir hækkun útgjalda upp á 3 milljarða og þá fari 2 milljarðar í nýja stofnun um öryggisráðstafanir sem gert er ráð fyrir á Hólmsheiði. Þá er lagt til að 1,1 milljarður til viðbótar fari í uppbyggingu á neyðarvistun Stuðla og rúmur milljarður verði veittur til að efla stofnanir sem vinna gegn fíknivanda og auka endurhæfingu. Þá fari 600 milljónir aukalega í málefni Grindavíkur og einn milljarður í viðbót í fjárheimildir til Rannsóknarsjóð og Tækniþróunarsjóð. Loks gerir nefndin breytingartillögu um einn milljarð til tækjakaupa í nýbyggingu endurhæfingardeildar á Grensás og 400 milljónum til aðgerðarþjarka á Landspítala.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira