Viðskipti innlent

Prada gengur frá kaupunum á Versace

Kjartan Kjartansson skrifar
Starfsnemar í verksmiðju Prada á Ítalíu vinna með leðurvörur.
Starfsnemar í verksmiðju Prada á Ítalíu vinna með leðurvörur. AP/Gregorio Borgia

Tískurisinn Prada Group tilkynnti að hann hefði fest kaup á keppinaut sínum Versace fyrir um 1,25 milljarða evra í dag. Samkeppnisyfirvöld eru sögð hafa gefið samrunanum grænt ljós.

Lorenzo Bertelli, erfingi Prada-veldsins, er sagður taka við stjórnartaumunum hjá Versace eftir samrunann. Hann segist ekki sjá fyrir sér að gera stórtækar breytingar til að byrja með þrátt fyrir að fyrirtækið hafi ekki staðið undir væntingum um skeið, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar.

Versace var hluti af fjölþjóðlegu samsteypunni Capri Holdings sem á einnig vörumerkin Jimmy Choo og Michael Kors. Capri Holdings greiddi tvo milljarða dollara fyrir Versace árið 2018.

Samkomulag um samrunann var gert í apríl en það var háð samþykki yfirvalda og viðræðna um endanlega skilmála viðskiptanna.

Prada gerir ráð fyrir að Versace verði um þrettán prósent af reglulegum tekjum samsteypunnar. Sem fyrr verður Prada-vörumerkið það stærsta. Samsteypan á einnig vörumerkið Miu Miu og Church's-skóvörur.


Tengdar fréttir

Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna

Ítalski tískurisinn Prada hefur keypt vörumerkið Versace úr höndum bandarískra eiganda fyrir 1,4 milljarða Bandaríkjadala, um 183 milljarða króna.

Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf

Donatella Versace stígur til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og verður nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hefur gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur og ber ábyrgð á gríðarlegri velgengni fyrirtækisins undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×