Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2025 21:15 Nokkrar af myndunum frá einkaeyju Epsteins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþing Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birtu í kvöld myndir og myndbönd frá einkeyju barnaíðingsins heitna, Jeffreys Epstein. Hluti myndefnisins hefur aldrei sést áður. Meðal annars sýna myndirnar svefnherbergi, baðherbergi og aðra hluta eyjunnar en þær marka í rauninni engar nýjar vendingar í máli Epsteins. Ekki liggur fyrir hvenær myndirnar og myndböndin voru tekin. Ríkisstjórn Donalds Trump er enn undir töluverðum þrýstingi um að opinbera Epstein-skjölin svokölluðu, sem Trump hefur sagt að verði opinberuð. Lítið hefur frést af stöðu mála hvað varðar þau skjöl síðan Trump skrifaði undir frumvarp um að þau ætti að birta. Þó nokkur af fórnarlömbum Epsteins segjast hafa verið flutt á eyjuna og að þar hafi verið brotið á þeim, eins og fram kemur í frétt BBC, en hún kallast Little Saint James og er í bandarísku Jómfrúaeyjum. Samhliða birtingunni sagði Robert Garcia, leiðtogi Demókrata í nefndinni, að til stæði að opinbera frekari gögn á næstu dögum. Þar væri um að ræða gögn frá JP Morgan og Deutsche Bank en báðar fjármálastofnanirnar hafa verið gagnrýndar harðlega vegna tengsla við Epstein. 🚨 BREAKING: Oversight Dems have received never-before-seen photos and videos of Jeffrey Epstein's private island that are a harrowing look behind Epstein’s closed doors.See for yourself. We won’t stop fighting until we end this cover-up and deliver justice for the survivors. pic.twitter.com/qXmxFISZLS— Oversight Dems (@OversightDems) December 3, 2025 Skjöl frá rannsóknum lögreglu og FBI Þegar talað er um Epstein-skjölin er talað um fjölda skjala og gagna sem dómsmálaráðuneytið hefur aflað í tengslum við rannsóknir í garð Jeffreys Epstein og annarra sem honum tengjast í gegnum árin. Það á við um rannsóknina þegar hann var handtekinn 2019 en gögnin ættu meðal annars að varpa ljósi á samkomulag sem Epstein gerði við saksóknara í Flórída á árum áður og rannsóknirnar sem bæði lögreglan í Flórída og Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) gerðu þá. Samkvæmt minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu sem sent var út fyrr á árinu situr FBI á hundruðum gígabæta af skjölum og öðrum sönnunargögnum sem tengjast Epstein. Töluverður fjöldi þessara skjala hefur áður litið dagsins ljós. Áður en hann tók aftur við embætti forseta vörðu Trump og bandamenn hans miklu púðri í að ýta undir samsæriskenningar og sögusagnir í tengslum við Epstein. Þá sökuðu þeir Demókrata um að hylma yfir mál barnaníðingsins auðuga en Trump og hans fólk hétu því að birta öll þau gögn sem voru til. Tónninn breyttist þó nánast strax og Trump tók aftur við embætti og hefur ríkisstjórnin lítið birt. Í júlí tóku svo tiltölulega fáir þingmenn beggja flokka í fulltrúadeildinni sig til og sömdu frumvarp um að þvinga dómsmálaráðuneytið til að birta skjölin. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, kom lengi í veg fyrir að það frumvarp yrði tekið fyrir. Í síðasta mánuði leit út fyrir að krafan yrði samþykkt og lúffaði Trump. Hann sagði sjálfur að birta ætti skjölin og skrifaði undir lög þess efnis. Hann gæti þó opinberað gögnin sjálfur, eða skipað Pam Bondi, dómsmálaráðherra, að gera það hvenær sem er og hefur getað gert það frá því hann tók við embætti. Hér að neðan má sjá myndband frá eyjunni og þar að neðan eru myndir sem birtar voru í kvöld. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Tengdar fréttir Hættir á þingi vegna deilna við Trump Marjorie Taylor Greene, bandarísk þingkona sem lengi var ötull stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hún ætli að láta af störfum. Er það í kjölfar þess að Trump fordæmdi hana og kallaði hana svikara vegna krafna hennar um birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. 22. nóvember 2025 10:15 Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld frumvarp um að birta Epstein-skjölin eftir að allir þingmenn nema einn í fulltrúadeild samþykktu birtingu skjalanna. Enginn mótmæli í öldungadeild og fer frumvarpið nú til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til undirritunar. 18. nóvember 2025 22:59 Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Bandarískur embættismaður á snærum Hvíta hússins reyndi að hafa áhrif á rannsókn á Andrew Tate, sem sakaður er um mansal í þremur löndum, fyrr á þessu ári. Skammaði hann fulltrúa heimavarnarráðuneytis og skipaði þá að skila snjalltækjum Tate sem landamæraverðir lögðu hald á. 18. nóvember 2025 14:19 Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Fyrrverandi rektor Harvard-háskóla og fjármálaráðherra Bandaríkjanna segist ætla að draga sig í hlé á opinberum vettvangi eftir uppljóstranir um að hann hafi átt í vinasambandi við Jeffrey Epstein löngu eftir að sá síðarnefndi hlaut dóm sem kynferðisbrotamaður. Hann skammist sín ákaflega. 18. nóvember 2025 09:02 Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Ýmsir þekktir vísindamenn voru á meðal þeirra sem áttu í trúnaðarsamskiptum við Jeffrey Epstein, bandaríska kynferðisbrotamanninn og auðkýfinginn. Einn áhrifamesti málvísindamaður heims hélt samskiptum sínum við Epstein áfram jafnvel eftir að hann hlaut dóm fyrir kynferðisbrot. 17. nóvember 2025 15:49 Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37 Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Marjorie Taylor Greene, sem var lengi einn helsti bandamaður og stuðningsmaður Donald Trump og MAGA-hreyfingarinnar, sagði í gær að einkarekið öryggisfyrirtæki hefði haft samband við sig „með viðvörunum um öryggi hennar“ eftir að Trump tilkynnti á föstudag að hann drægi til baka stuðning sinn við þingkonuna frá Georgíu. 16. nóvember 2025 08:14 Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. 14. nóvember 2025 22:25 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Sjá meira
Meðal annars sýna myndirnar svefnherbergi, baðherbergi og aðra hluta eyjunnar en þær marka í rauninni engar nýjar vendingar í máli Epsteins. Ekki liggur fyrir hvenær myndirnar og myndböndin voru tekin. Ríkisstjórn Donalds Trump er enn undir töluverðum þrýstingi um að opinbera Epstein-skjölin svokölluðu, sem Trump hefur sagt að verði opinberuð. Lítið hefur frést af stöðu mála hvað varðar þau skjöl síðan Trump skrifaði undir frumvarp um að þau ætti að birta. Þó nokkur af fórnarlömbum Epsteins segjast hafa verið flutt á eyjuna og að þar hafi verið brotið á þeim, eins og fram kemur í frétt BBC, en hún kallast Little Saint James og er í bandarísku Jómfrúaeyjum. Samhliða birtingunni sagði Robert Garcia, leiðtogi Demókrata í nefndinni, að til stæði að opinbera frekari gögn á næstu dögum. Þar væri um að ræða gögn frá JP Morgan og Deutsche Bank en báðar fjármálastofnanirnar hafa verið gagnrýndar harðlega vegna tengsla við Epstein. 🚨 BREAKING: Oversight Dems have received never-before-seen photos and videos of Jeffrey Epstein's private island that are a harrowing look behind Epstein’s closed doors.See for yourself. We won’t stop fighting until we end this cover-up and deliver justice for the survivors. pic.twitter.com/qXmxFISZLS— Oversight Dems (@OversightDems) December 3, 2025 Skjöl frá rannsóknum lögreglu og FBI Þegar talað er um Epstein-skjölin er talað um fjölda skjala og gagna sem dómsmálaráðuneytið hefur aflað í tengslum við rannsóknir í garð Jeffreys Epstein og annarra sem honum tengjast í gegnum árin. Það á við um rannsóknina þegar hann var handtekinn 2019 en gögnin ættu meðal annars að varpa ljósi á samkomulag sem Epstein gerði við saksóknara í Flórída á árum áður og rannsóknirnar sem bæði lögreglan í Flórída og Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) gerðu þá. Samkvæmt minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu sem sent var út fyrr á árinu situr FBI á hundruðum gígabæta af skjölum og öðrum sönnunargögnum sem tengjast Epstein. Töluverður fjöldi þessara skjala hefur áður litið dagsins ljós. Áður en hann tók aftur við embætti forseta vörðu Trump og bandamenn hans miklu púðri í að ýta undir samsæriskenningar og sögusagnir í tengslum við Epstein. Þá sökuðu þeir Demókrata um að hylma yfir mál barnaníðingsins auðuga en Trump og hans fólk hétu því að birta öll þau gögn sem voru til. Tónninn breyttist þó nánast strax og Trump tók aftur við embætti og hefur ríkisstjórnin lítið birt. Í júlí tóku svo tiltölulega fáir þingmenn beggja flokka í fulltrúadeildinni sig til og sömdu frumvarp um að þvinga dómsmálaráðuneytið til að birta skjölin. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, kom lengi í veg fyrir að það frumvarp yrði tekið fyrir. Í síðasta mánuði leit út fyrir að krafan yrði samþykkt og lúffaði Trump. Hann sagði sjálfur að birta ætti skjölin og skrifaði undir lög þess efnis. Hann gæti þó opinberað gögnin sjálfur, eða skipað Pam Bondi, dómsmálaráðherra, að gera það hvenær sem er og hefur getað gert það frá því hann tók við embætti. Hér að neðan má sjá myndband frá eyjunni og þar að neðan eru myndir sem birtar voru í kvöld.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Tengdar fréttir Hættir á þingi vegna deilna við Trump Marjorie Taylor Greene, bandarísk þingkona sem lengi var ötull stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hún ætli að láta af störfum. Er það í kjölfar þess að Trump fordæmdi hana og kallaði hana svikara vegna krafna hennar um birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. 22. nóvember 2025 10:15 Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld frumvarp um að birta Epstein-skjölin eftir að allir þingmenn nema einn í fulltrúadeild samþykktu birtingu skjalanna. Enginn mótmæli í öldungadeild og fer frumvarpið nú til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til undirritunar. 18. nóvember 2025 22:59 Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Bandarískur embættismaður á snærum Hvíta hússins reyndi að hafa áhrif á rannsókn á Andrew Tate, sem sakaður er um mansal í þremur löndum, fyrr á þessu ári. Skammaði hann fulltrúa heimavarnarráðuneytis og skipaði þá að skila snjalltækjum Tate sem landamæraverðir lögðu hald á. 18. nóvember 2025 14:19 Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Fyrrverandi rektor Harvard-háskóla og fjármálaráðherra Bandaríkjanna segist ætla að draga sig í hlé á opinberum vettvangi eftir uppljóstranir um að hann hafi átt í vinasambandi við Jeffrey Epstein löngu eftir að sá síðarnefndi hlaut dóm sem kynferðisbrotamaður. Hann skammist sín ákaflega. 18. nóvember 2025 09:02 Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Ýmsir þekktir vísindamenn voru á meðal þeirra sem áttu í trúnaðarsamskiptum við Jeffrey Epstein, bandaríska kynferðisbrotamanninn og auðkýfinginn. Einn áhrifamesti málvísindamaður heims hélt samskiptum sínum við Epstein áfram jafnvel eftir að hann hlaut dóm fyrir kynferðisbrot. 17. nóvember 2025 15:49 Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37 Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Marjorie Taylor Greene, sem var lengi einn helsti bandamaður og stuðningsmaður Donald Trump og MAGA-hreyfingarinnar, sagði í gær að einkarekið öryggisfyrirtæki hefði haft samband við sig „með viðvörunum um öryggi hennar“ eftir að Trump tilkynnti á föstudag að hann drægi til baka stuðning sinn við þingkonuna frá Georgíu. 16. nóvember 2025 08:14 Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. 14. nóvember 2025 22:25 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Sjá meira
Hættir á þingi vegna deilna við Trump Marjorie Taylor Greene, bandarísk þingkona sem lengi var ötull stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hún ætli að láta af störfum. Er það í kjölfar þess að Trump fordæmdi hana og kallaði hana svikara vegna krafna hennar um birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. 22. nóvember 2025 10:15
Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld frumvarp um að birta Epstein-skjölin eftir að allir þingmenn nema einn í fulltrúadeild samþykktu birtingu skjalanna. Enginn mótmæli í öldungadeild og fer frumvarpið nú til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til undirritunar. 18. nóvember 2025 22:59
Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Bandarískur embættismaður á snærum Hvíta hússins reyndi að hafa áhrif á rannsókn á Andrew Tate, sem sakaður er um mansal í þremur löndum, fyrr á þessu ári. Skammaði hann fulltrúa heimavarnarráðuneytis og skipaði þá að skila snjalltækjum Tate sem landamæraverðir lögðu hald á. 18. nóvember 2025 14:19
Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Fyrrverandi rektor Harvard-háskóla og fjármálaráðherra Bandaríkjanna segist ætla að draga sig í hlé á opinberum vettvangi eftir uppljóstranir um að hann hafi átt í vinasambandi við Jeffrey Epstein löngu eftir að sá síðarnefndi hlaut dóm sem kynferðisbrotamaður. Hann skammist sín ákaflega. 18. nóvember 2025 09:02
Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Ýmsir þekktir vísindamenn voru á meðal þeirra sem áttu í trúnaðarsamskiptum við Jeffrey Epstein, bandaríska kynferðisbrotamanninn og auðkýfinginn. Einn áhrifamesti málvísindamaður heims hélt samskiptum sínum við Epstein áfram jafnvel eftir að hann hlaut dóm fyrir kynferðisbrot. 17. nóvember 2025 15:49
Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. 17. nóvember 2025 06:37
Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Marjorie Taylor Greene, sem var lengi einn helsti bandamaður og stuðningsmaður Donald Trump og MAGA-hreyfingarinnar, sagði í gær að einkarekið öryggisfyrirtæki hefði haft samband við sig „með viðvörunum um öryggi hennar“ eftir að Trump tilkynnti á föstudag að hann drægi til baka stuðning sinn við þingkonuna frá Georgíu. 16. nóvember 2025 08:14
Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. 14. nóvember 2025 22:25