Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. desember 2025 21:58 „Ég fagna því að hér er komin ríkisstjórn sem lætur verkin tala líka fyrir landsbyggðina,“ segir Karólína Helga. Karólína Helga Símonardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, fagnar auknum framlögum til sjúkraflutninga og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni í fjárlögum næsta árs. Hún þekkir það af eigin raun að hver og ein mínúta kann að skipta máli þegar kemur að sjúkraflutningum. Í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag brýnir Karólína þörfina á bættri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Innan borgarinnar taki sjúkraflutningar tíu mínútur og eðlilega leiði íbúar höfuðborgarsvæðisins ekki hugann að þeim efnum. „Á mörgum dreifbýlum svæðum á Íslandi eru sjúkraflutningar háðir því hvort á svæðinu búi fólk með reynslu af sjúkraflutningum og umönnun veikra einstaklinga og hvort fólk hafi tök á að vera á bakvakt. Öflugt viðbragð og sjúkraflutningar eru líka bundin við öruggar samgöngur. Það má ekki vera háð því hvort þyrlan sé laus eða hver kemst í útkall,“ segir Karólína. Tíminn og fjarlægðin ekki með í liði Hún heldur áfram og segir frá persónulegri reynslu, að hún hafi upplifað á eigin skinni að hver og ein mínúta skipti máli þegar einstaklingur fer í hjartastopp. „Síðastliðið sumar gerðist það, þegar mamma mín, Birna, fór í hjartastopp í sumarhúsi sínu undir Eyjafjöllum. Fyrstu menn komu eins fljótt og kostur var og gáfu allt í að bjarga mannslífi en tíminn og fjarlægðin voru ekki með okkur í liði. Ég get alveg viðurkennt það að ég velti fyrir mér hvort það hefði farið öðruvísi ef hún hefði farið í hjartastopp á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Karólína. Hún bendir á að Ísland sé dreifbýlt land með misgóðar samgöngur og það þurfi að huga betur að landsbyggðinni í þeim efnum. „Hér er stigið mikilvægt skref í að efla bráðaþjónustu og sjúkraflutninga á landsbyggðinni og tel ég það einnig lykilatriði í bráðaþjónustu á Íslandi til framtíðar að efla sjúkraflutninga með þyrlum,“ segir Karólína, sem segist enn og aftur fagna breytingunum. Viðreisn Alþingi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag brýnir Karólína þörfina á bættri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Innan borgarinnar taki sjúkraflutningar tíu mínútur og eðlilega leiði íbúar höfuðborgarsvæðisins ekki hugann að þeim efnum. „Á mörgum dreifbýlum svæðum á Íslandi eru sjúkraflutningar háðir því hvort á svæðinu búi fólk með reynslu af sjúkraflutningum og umönnun veikra einstaklinga og hvort fólk hafi tök á að vera á bakvakt. Öflugt viðbragð og sjúkraflutningar eru líka bundin við öruggar samgöngur. Það má ekki vera háð því hvort þyrlan sé laus eða hver kemst í útkall,“ segir Karólína. Tíminn og fjarlægðin ekki með í liði Hún heldur áfram og segir frá persónulegri reynslu, að hún hafi upplifað á eigin skinni að hver og ein mínúta skipti máli þegar einstaklingur fer í hjartastopp. „Síðastliðið sumar gerðist það, þegar mamma mín, Birna, fór í hjartastopp í sumarhúsi sínu undir Eyjafjöllum. Fyrstu menn komu eins fljótt og kostur var og gáfu allt í að bjarga mannslífi en tíminn og fjarlægðin voru ekki með okkur í liði. Ég get alveg viðurkennt það að ég velti fyrir mér hvort það hefði farið öðruvísi ef hún hefði farið í hjartastopp á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Karólína. Hún bendir á að Ísland sé dreifbýlt land með misgóðar samgöngur og það þurfi að huga betur að landsbyggðinni í þeim efnum. „Hér er stigið mikilvægt skref í að efla bráðaþjónustu og sjúkraflutninga á landsbyggðinni og tel ég það einnig lykilatriði í bráðaþjónustu á Íslandi til framtíðar að efla sjúkraflutninga með þyrlum,“ segir Karólína, sem segist enn og aftur fagna breytingunum.
Viðreisn Alþingi Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira