Þungt yfir Austfirðingum í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. desember 2025 12:33 Jónína Brynjólfsdóttir segir samfélagið á Austfjörðum í sárum eftir fregnir gærdagsins. Vísir Forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir mjög þungt yfir Austfirðingum í dag. Tilkynnt var í gær að Fjarðarheiðargöng verði ekki á forgangslista ríkisstjórnarinnar í jarðgangagerð. Banaslys varð á heiðinni stuttu síðar. Ný samgönguáætlun var kynnt í gær þar sem ný jarðgangaáætlun var sett fram. Á henni eru Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán sett í forgang en Fjarðarheiðagöng, sem lengi hafa verið efst á lista, sett á ís. Þungt yfir Austfirðingum Klukkan tvö í gær voru viðbragðsaðilar á Austfjörðum kallaðir út vegna alvarlegs bílslyss á heiðinni þar sem tveir bílar skullu saman. Í öðrum bílanna voru Íslendingar að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjónst, en erlendir ferðamenn í hinum. Átta voru í bílunum og lést einn. Kristján vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. „Hér er afskaplega þungt. Það var erfiður dagur í gær og það er mikið áfall að vinna úr bæði andlátið, er okkur þungbært, og síðan er framganga ráðherra í gær okkur afskaplega þungbær líka. Það er þung hljóðið í okkur fyrir austan í dag,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi og formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar. Villandi málflutningur Á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar fyrir nýja samgönguáætlun í gær sögðu ráðherrar að Fjarðarheiði eins og hún er núna sé hringtenging fyrir Austfirðinga og að göng yrðu afskaplega dýr. „Í dag er mér það bara efst í huga hvort vegir séu svo dýrir að mannslíf megi sín lítils. Með þeirri tillögu að jarðgöngum sem nú liggur fyrir að snúi að jarðgangnaleiðinni á Austurlandi er verið að beina meiri umferð inn á Fjarðarheiðina. Og þau leyfðu sér í gær að kalla hana hringtengingu. Ég hef kallað það villandi málflutning og ég stend við það. Það er villandi málflutningur.“ Mildi að enginn hafi látist í aurskriðunum Jónína bendir á að yfir veturinn sé Fjarðarheiði lokað í fjölmarga daga vegna vetrarfærðar og þar séu ekki með taldir þeir dagar sem heiðin er erfið yfirferðar. „Hér erum við með snjóflóðahættu öðrum megin í firðinum og aurskriðuhættu hinum megin í firðinum. Það er ekki lengra síðan en árið 2020 sem hér varð aurskriða og það er mildi að við skyldum ekki hafa misst nein mannslíf þá,“ segir Jónína. Múlaþing Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Samgönguslys Samgönguáætlun Tengdar fréttir Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Íslendingar voru í öðrum bílanna, sem skullu saman á Fjarðarheiði í gær, og erlendir ferðamenn í hinum. Einn lést í slysinu. 4. desember 2025 11:04 Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Jóhann Hjalti Þorsteinsson, varamaður í sveitastjórn Múlaþings og íbúi á Egilsstöðum, segir tíma til kominn að hætta að velta lokunardögum á Fjarðarheiði fyrir sér. Banaslys á heiðinni í gær hafi orðið á degi þar sem heiðin var opin. 4. desember 2025 11:02 Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. 3. desember 2025 21:10 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Ný samgönguáætlun var kynnt í gær þar sem ný jarðgangaáætlun var sett fram. Á henni eru Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán sett í forgang en Fjarðarheiðagöng, sem lengi hafa verið efst á lista, sett á ís. Þungt yfir Austfirðingum Klukkan tvö í gær voru viðbragðsaðilar á Austfjörðum kallaðir út vegna alvarlegs bílslyss á heiðinni þar sem tveir bílar skullu saman. Í öðrum bílanna voru Íslendingar að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjónst, en erlendir ferðamenn í hinum. Átta voru í bílunum og lést einn. Kristján vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. „Hér er afskaplega þungt. Það var erfiður dagur í gær og það er mikið áfall að vinna úr bæði andlátið, er okkur þungbært, og síðan er framganga ráðherra í gær okkur afskaplega þungbær líka. Það er þung hljóðið í okkur fyrir austan í dag,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi og formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar. Villandi málflutningur Á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar fyrir nýja samgönguáætlun í gær sögðu ráðherrar að Fjarðarheiði eins og hún er núna sé hringtenging fyrir Austfirðinga og að göng yrðu afskaplega dýr. „Í dag er mér það bara efst í huga hvort vegir séu svo dýrir að mannslíf megi sín lítils. Með þeirri tillögu að jarðgöngum sem nú liggur fyrir að snúi að jarðgangnaleiðinni á Austurlandi er verið að beina meiri umferð inn á Fjarðarheiðina. Og þau leyfðu sér í gær að kalla hana hringtengingu. Ég hef kallað það villandi málflutning og ég stend við það. Það er villandi málflutningur.“ Mildi að enginn hafi látist í aurskriðunum Jónína bendir á að yfir veturinn sé Fjarðarheiði lokað í fjölmarga daga vegna vetrarfærðar og þar séu ekki með taldir þeir dagar sem heiðin er erfið yfirferðar. „Hér erum við með snjóflóðahættu öðrum megin í firðinum og aurskriðuhættu hinum megin í firðinum. Það er ekki lengra síðan en árið 2020 sem hér varð aurskriða og það er mildi að við skyldum ekki hafa misst nein mannslíf þá,“ segir Jónína.
Múlaþing Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Samgönguslys Samgönguáætlun Tengdar fréttir Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Íslendingar voru í öðrum bílanna, sem skullu saman á Fjarðarheiði í gær, og erlendir ferðamenn í hinum. Einn lést í slysinu. 4. desember 2025 11:04 Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Jóhann Hjalti Þorsteinsson, varamaður í sveitastjórn Múlaþings og íbúi á Egilsstöðum, segir tíma til kominn að hætta að velta lokunardögum á Fjarðarheiði fyrir sér. Banaslys á heiðinni í gær hafi orðið á degi þar sem heiðin var opin. 4. desember 2025 11:02 Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. 3. desember 2025 21:10 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Íslendingar voru í öðrum bílanna, sem skullu saman á Fjarðarheiði í gær, og erlendir ferðamenn í hinum. Einn lést í slysinu. 4. desember 2025 11:04
Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Jóhann Hjalti Þorsteinsson, varamaður í sveitastjórn Múlaþings og íbúi á Egilsstöðum, segir tíma til kominn að hætta að velta lokunardögum á Fjarðarheiði fyrir sér. Banaslys á heiðinni í gær hafi orðið á degi þar sem heiðin var opin. 4. desember 2025 11:02
Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. 3. desember 2025 21:10