Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Agnar Már Másson skrifar 7. desember 2025 09:40 Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir Fyrrverandi forsetisráðherra fer yfir áföllin og áfallastjórnunina sem einkenndi valdatíð síðustu ríkisstjórnar. Þingmenn takast á um nýja samgönguáætlun. Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna verður krufin til mergjar. Bæjarstjóri Garðabæjar ætlar sér bæði að lækka skatta og auka þjónustu en bæjarfélagið fagnar stórafmæli á næsta ári. Spjallþátturinn Sprengisandur hefst klukkan 10 á Bylgjunni og Kristján Kristjánsson mun stýra þættinum að venju. Þú getur hlustað á þáttinn í spilaranum hér að neðan. Áföll og áfallastjórnun Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, kemur í þáttinn klukkan 10. Katrín stýrði ríkisstjórn í 7 ár, en á þeim tíma gaus upp Covid, stríð braust út í Úkraínu, eldgos og jarðskjálftar á Suðurnesjum, snjóflóð á Flateyri og Neskaupstað og skriðuföll á Seyðisfirði svo eitthvað sé nefnt. Náttúruhamfarir og heimsfaraldur settu sinn lit á valdatið Katrínar Jakobsdóttur, sem gegndi embætti forsætisráðherra í sjö ár. Vísir/Vilhelm Hjólað í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar Klukkan 10.30 takast þingmennirnir Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Jens Garðar Helgason á um nýja samgönguáætlun sem var kynnt í síðustu viku. Ríkisstjórnin boðar stórsókn en stjórnarandstaðan vill setja áætlunina aftur í vinnslu, hún sé ekki nægileg góð. Þingmennirnir Jens Garðar Helgason (D) og Ása Berglind Hjálmarsdóttir (S).Samsett Mynd Samstaða Vesturlanda Klukkan 11 ræða Jón Ólafsson, prófessor við heimspekideild HÍ og sérfræðingur í málefnum Rússlands, og Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs, um samstöðu vesturlanda í Úkraínustríðinu, sem hefur reynst erfið. Davíð Stefánsson formaður Varðbergs og Jón Ólafsson prófessor.Samsett Mynd Nú hafa Bandaríkjamenn gefið út nýja þjóðaröryggisstefnu sem undirstrikar breytingar af þeirra hálfu í varnar og öryggismálum, breytingar sem fela m.a. í sér ríkari viðskiptaáherslur en síður varnarstöðu fyrir vestrænu lýðræði. Rekur þetta enn einn fleyginn í samstarf Evrópu og Bandaríkjanna? Vill bæði lækka skatta og auka þjónustu Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ, kemur að lokum um klukkan 11.30 en Garðbæingar ætla sér að lækka skatta á næsta ári þegar bærinn fagnar 50 ára kaupstaðarafmæli, samt er markmiðið að auka þjónustu og velsæld á sama tíma. Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar.Vísir/Vilhelm Sprengisandur Alþingi Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2026 Rússland Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Spjallþátturinn Sprengisandur hefst klukkan 10 á Bylgjunni og Kristján Kristjánsson mun stýra þættinum að venju. Þú getur hlustað á þáttinn í spilaranum hér að neðan. Áföll og áfallastjórnun Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, kemur í þáttinn klukkan 10. Katrín stýrði ríkisstjórn í 7 ár, en á þeim tíma gaus upp Covid, stríð braust út í Úkraínu, eldgos og jarðskjálftar á Suðurnesjum, snjóflóð á Flateyri og Neskaupstað og skriðuföll á Seyðisfirði svo eitthvað sé nefnt. Náttúruhamfarir og heimsfaraldur settu sinn lit á valdatið Katrínar Jakobsdóttur, sem gegndi embætti forsætisráðherra í sjö ár. Vísir/Vilhelm Hjólað í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar Klukkan 10.30 takast þingmennirnir Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Jens Garðar Helgason á um nýja samgönguáætlun sem var kynnt í síðustu viku. Ríkisstjórnin boðar stórsókn en stjórnarandstaðan vill setja áætlunina aftur í vinnslu, hún sé ekki nægileg góð. Þingmennirnir Jens Garðar Helgason (D) og Ása Berglind Hjálmarsdóttir (S).Samsett Mynd Samstaða Vesturlanda Klukkan 11 ræða Jón Ólafsson, prófessor við heimspekideild HÍ og sérfræðingur í málefnum Rússlands, og Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs, um samstöðu vesturlanda í Úkraínustríðinu, sem hefur reynst erfið. Davíð Stefánsson formaður Varðbergs og Jón Ólafsson prófessor.Samsett Mynd Nú hafa Bandaríkjamenn gefið út nýja þjóðaröryggisstefnu sem undirstrikar breytingar af þeirra hálfu í varnar og öryggismálum, breytingar sem fela m.a. í sér ríkari viðskiptaáherslur en síður varnarstöðu fyrir vestrænu lýðræði. Rekur þetta enn einn fleyginn í samstarf Evrópu og Bandaríkjanna? Vill bæði lækka skatta og auka þjónustu Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ, kemur að lokum um klukkan 11.30 en Garðbæingar ætla sér að lækka skatta á næsta ári þegar bærinn fagnar 50 ára kaupstaðarafmæli, samt er markmiðið að auka þjónustu og velsæld á sama tíma. Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar.Vísir/Vilhelm
Sprengisandur Alþingi Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2026 Rússland Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira