Áföllin hafi mótað sig Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2025 15:54 Katrín Jakobsdóttir snemma árs 2022 á blaðamannafundi tengdum Covid-19. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir áföllin sem dundu yfir íslenskt þjóðfélag í ráðherratíð hennar hafa alveg örugglega mótað sig. Sum samtöl sitji eftir. Í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ræddi Katrín áföll og áfallastjórnun en hún var nýlega með erindi fyrir norrænar almannavarnir um þau málefni. Á hennar sjö árum sem forsætisráðherra gekk ýmislegt á hér á landi. Rafmagnsleysi á Norðurlandi, snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði, aurskriða á Seyðisfirði, heimsfaraldur Covid-19, jarðhræringar á Reykjanesi og margt fleira. „Ég eiginlega áttaði mig ekki á þessu sjálf fyrr en ég settist niður og setti þetta niður á blað, í raun og veru atganginn í minni tíð sem forsætisráðherra. Vissulega hafði ég gengið í gegnum áföll fyrr, ég kem auðvitað inn á þing rétt fyrir efnahagshrun. Það var auðvitað meiri háttar efnahagslegt áfall,“ segir Katrín. Veður getur haft mikil áhrif Fyrsta stóra áfallið hafi verið undir lok 2019 þegar stór hluti Norðurlands varð rafmagnslaus, sum svæði í marga daga. „Þetta var meiri háttar áfall fyrir bændur á svæðinu. Fyrirtæki þurftu að loka. Skip Landhelgisgæslunnar þurftu að sigla inn að Dalvík og koma rafmagni aftur á bæinn. Það kom á daginn að það var ekki varaafl á öllum heilbrigðisstofnunum. Skiljiði, þetta var mikil áminning um það hvað svona veður getur haft mikil áhrif,“ segir Katrín. Snjóflóð, aurskriður og eldgos Snjóflóð féllu á Flateyri og í Súgandafirði árið eftir og aurskriða féll á Seyðisfjörð, þar sem var mikil mildi að enginn hafi látist. 2021 hófst svo eldgosahrina í Sundhnúksgígaröðinni. „Ég upplifði alltaf svakalega mikla samhygð hjá þjóðinni í gegnum þetta. Fólk sýndi samstöðu. Það var samhygð og samúð. Og ég vona svo sannarlega að þetta sé eiginleiki sem við eigum eftir að halda í, því það auðvitað reynir á það þegar hvert áfallið á fætur öðru dynur yfir. Og fólk getur auðvitað dofnað gagnvart því,“ segir Katrín. Enginn veit allt Á sama tíma sé mikill pólitískur órói í heiminum, gróðureldar, hitabylgjur og fleira. „Það skiptir ótrúlega miklu máli, held ég, í svona áfallastjórnun, auðvitað í fyrsta lagi að reyna að stýra því sem hægt er og sætta sig við það sem ekki verður stýrt. Svo held ég að það sé nú númer eitt að maður skal ekki treysta þeim sem þykist hafa öll svörin,“ segir Katrín. Heiðarleiki mikilvægur Þetta hafi verið eitthvað sem yfirvöld lögðu upp með í gegnum kórónuveirufaraldurinn. „Við vitum ekki alltaf nákvæmlega hvað er að gerast. Við gátum ekki vitað hve lengi jarðhræringar á Reykjanesinu myndu standa og það er svo mikilvægt að vera heiðarlegur í gegnum svona áföll og reyna bara að miðla því sem maður veit samkvæmt sinni bestu vitund,“ segir Katrín. Situr eftir Allt þetta hafi alveg örugglega mótað hana. „Allar þessar heimsóknir og hitta þetta fólk sem er í þessari stöðu, það náttúrulega gleymist aldrei. Það er bara eitt af því sem situr í með manni og gerir mann að einhverju,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sprengisandur Bylgjan Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ræddi Katrín áföll og áfallastjórnun en hún var nýlega með erindi fyrir norrænar almannavarnir um þau málefni. Á hennar sjö árum sem forsætisráðherra gekk ýmislegt á hér á landi. Rafmagnsleysi á Norðurlandi, snjóflóð á Flateyri og í Súgandafirði, aurskriða á Seyðisfirði, heimsfaraldur Covid-19, jarðhræringar á Reykjanesi og margt fleira. „Ég eiginlega áttaði mig ekki á þessu sjálf fyrr en ég settist niður og setti þetta niður á blað, í raun og veru atganginn í minni tíð sem forsætisráðherra. Vissulega hafði ég gengið í gegnum áföll fyrr, ég kem auðvitað inn á þing rétt fyrir efnahagshrun. Það var auðvitað meiri háttar efnahagslegt áfall,“ segir Katrín. Veður getur haft mikil áhrif Fyrsta stóra áfallið hafi verið undir lok 2019 þegar stór hluti Norðurlands varð rafmagnslaus, sum svæði í marga daga. „Þetta var meiri háttar áfall fyrir bændur á svæðinu. Fyrirtæki þurftu að loka. Skip Landhelgisgæslunnar þurftu að sigla inn að Dalvík og koma rafmagni aftur á bæinn. Það kom á daginn að það var ekki varaafl á öllum heilbrigðisstofnunum. Skiljiði, þetta var mikil áminning um það hvað svona veður getur haft mikil áhrif,“ segir Katrín. Snjóflóð, aurskriður og eldgos Snjóflóð féllu á Flateyri og í Súgandafirði árið eftir og aurskriða féll á Seyðisfjörð, þar sem var mikil mildi að enginn hafi látist. 2021 hófst svo eldgosahrina í Sundhnúksgígaröðinni. „Ég upplifði alltaf svakalega mikla samhygð hjá þjóðinni í gegnum þetta. Fólk sýndi samstöðu. Það var samhygð og samúð. Og ég vona svo sannarlega að þetta sé eiginleiki sem við eigum eftir að halda í, því það auðvitað reynir á það þegar hvert áfallið á fætur öðru dynur yfir. Og fólk getur auðvitað dofnað gagnvart því,“ segir Katrín. Enginn veit allt Á sama tíma sé mikill pólitískur órói í heiminum, gróðureldar, hitabylgjur og fleira. „Það skiptir ótrúlega miklu máli, held ég, í svona áfallastjórnun, auðvitað í fyrsta lagi að reyna að stýra því sem hægt er og sætta sig við það sem ekki verður stýrt. Svo held ég að það sé nú númer eitt að maður skal ekki treysta þeim sem þykist hafa öll svörin,“ segir Katrín. Heiðarleiki mikilvægur Þetta hafi verið eitthvað sem yfirvöld lögðu upp með í gegnum kórónuveirufaraldurinn. „Við vitum ekki alltaf nákvæmlega hvað er að gerast. Við gátum ekki vitað hve lengi jarðhræringar á Reykjanesinu myndu standa og það er svo mikilvægt að vera heiðarlegur í gegnum svona áföll og reyna bara að miðla því sem maður veit samkvæmt sinni bestu vitund,“ segir Katrín. Situr eftir Allt þetta hafi alveg örugglega mótað hana. „Allar þessar heimsóknir og hitta þetta fólk sem er í þessari stöðu, það náttúrulega gleymist aldrei. Það er bara eitt af því sem situr í með manni og gerir mann að einhverju,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sprengisandur Bylgjan Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira